Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 2

Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 2
Til fróöleiks og skemmtunar í Ijóðum og iausu máli S t ö k u r. Brimlending. Boðaföllin byrgðu strönd, brimið svall um kjölinn. Það var eins og hulin hönd héldi um stjómar-völinn. Island. Island! móðir, eyjan kalda okkur gafst þú dýran arf. Það er skylt með gleði að gjalda góðri móður — lif og starf. Sumarnótt. Báran hjalar blítt við strönd, blærinn þýtt um vanga strýkur, seig í hafið sólar rönd, svefninn nálgast drauma ríkur. Blunda ég við bijóst þin rótt, bjarta, þögla sumar nótt. Hvað gildir um gróðurskúr vorsins í gjaldeyri þjóðarhags. Dulvin. * * * Þessi visa er talin eftir Jón Bárðarson frá Skorholti: 1 Akrakoti eru snotrir kauðar, út á pota öngla-sjó, en aldrei þykjast fiska nóg. » * * Þessi visa var kveðin um Bjöm Jóhannsson bónda á Svarfhóli í Stafholtstungum, föður hinna mörgu Svarfhólssystkina: „Bjöm með háa hamingju heldur friðu búi Svarfhól ó með umhyggju engu sáir misjöfnu“. Höf. óviss. * « » Eftirfarandi tvær visur orti Þuríður ó Svarf- hóli (kona Bjöms) til Jóns Bjömssonar frá Bæ, (tengdasonar sins). Mun þetta hafa verið fyrir 1920. „Fjöllin em full með stól foss ei neitt kann vinna. Það er orðið meir en mál, málum þeim að sinna. Gufan, sem að glatast hér gefin af stór-hvemnum, gæti rekið heilan her hún af verksmiðjunum". * * * Jón Bjömsson kaupm. frá Bæ, skrifaðist lengi á við Halldór Daníelsson (frá Fróðastöðum) eftir að hann kom til Ameríku. (Halldór var þing- maður Mýramanna frá 1894—'99). Ég hef séð nokkur þessara bréfa, sem eru löng og ýtarleg. Er þar drepið á margt, bæði vestanhafs og austan, um dægurmál og framtíðardrauma. Eitt þessara bréfa Halldórs til Jóns, er dags. í Wild Oak, P.O.Man. 3. júní 1902. Efni þessa bréfs er í aðalatriðum þetta: 1. Um óvenjulega vatnshæð í Manitóba-vatni. 2. Að Islendingar vestra séu ver efnum búnir en annars þyrfti að vera, vegna tíðra flutn- inga. 3. Að þeir bændur heima, sem taki sig upp frá góðum jörðum og búum og flytji vestur. „viti ekki hvað þeir gjöri“. 4. Að þeir sem flýi gjöld á íslandi, losni ekki við þau í Ameríku. Því þar séu þau ekki lítil. T. d. greiði menn af hverju byggðu landi, (160 ekmrn) í þessari sveit, í sveitaskatt s. I. ár 7 dollara, en sé þó víða meira. Tvo dollara kostar leyfi til að veiða órlangt í Manitóba- vatni. Auk þessa eru búendur á öllum aldri í sveituniun skyldir að leggja fram all-mikla vinnu í vegagerð. „Já langt um meira en á Is- landi. Já útgjöldin eru nú sök sér, en hvernig þessu fé er varið, það tekur út yfir allan þjófabálk". Sveitastjómimar eru kosnar til eins árs og hafa 20 dollara í laun. Skrifari og formaður meira, og aukreitis fyrir ferðir, og þá er ekki dregið af reikningunum. 5. Áður en Flalldór fór vestur, hafði hann tekið að sér að safna í Borgarfirði gömlum hand- ritum og bókum fyrir Landsbókasafnið. Göml- um raunum fyrir F’ornminjasafnið og fáséð- um steinum fyrir náttúmgripasafnið. Nú bið- ur hann Jón Björnsson að taka að sér þetta starf um Borgarfjörð. 6. „Þið þurfið að leggjast á eitt að halda sam- an blöðum og timaritum. Bæði eru þau allra bezti fróðleikur til lesturs, og svo er meiri féforði i þeim en almenningur hyggur". 7. Halldór hefur safnað þjóðsögum vestra og segist ætla að senda það heim næsta vetur. 8. „Ætli nokkur haldi áfram hugmynd minni, sem ég lét skriflega í ljós við viðkomandi sýslunefnd, um vegagjörð frá Hvítárvöllum upp á Varmalækjarmela. Og þá náttúrlega brú á Grimsá, fyrir ofan ármótin. Mér virðist sú hugmynd þess virði, að henni sé ekki gleymt.“ Þessi vegur er nú kominn, einmitt á þessum stað, einnig brú bæði á Hvítá og Grimsá. ♦ * ♦ Bausnarkona. Merk kona sagði mér eftirfarandi kafla úr ferða- sögu hennar og nokkurra Akurnesinga, er þeir fóru upp um Borgarfjörð 1908: „Vigdís í Deildartungu var framúrskarandi kona. Sumarið 1908 fóru 16 Akumesingar, karlar og konur, ríðandi upp í Reykholtsdal, til að vera þar á skemmtisamkomu hjá U.M.F.Reykdæla. Þegar komið var upp undir Deildartungu, var tekið að ráðgast um, hversu haganlegast væri að skipta sér niður á bæina til gistingar. Þegar það var búið, héldu allir á stað um hlaðið á Deildar- tungu og ætluðu sumir að halda ófram að Sturlu- reykjum. Þegar hópurinn kom í hlaðið, er hús- móðirin þar til að taka á móti gestunum og fagna þeim. Þegar hún verður þess vör, að sumir a:tli að halda áfram, gengur hún i veginn fyrir hest- ana, faðmar veginn og segir, að þaðan fari ekkert af þessu fólki, sem þangað sé komið heim. Það eigi allt að gista hér og líka næstu nótt. Þetta var á laugardagskvöld. Svo varð að vera, sem hún vildi, þvi að þessi kona var húsbóndi á sinu heim- ili. (Maður hennar var dáinn, er þetla var.) Allir þessir næturgestir sváfu i góðum rúmum um nótt- ina. Þegar fólkið fór, eftir tveggja nátta gistingu við mikla rausn og gleðskap, vildi það gera upp næturgreiðann við húsmóðirina. „Ætlið þið að móðga mig með því að fara að bjóða borgun fyrir þetta litilræði. Nei, ég veit að þið viljið ekki móðga mig“. Um þetta þýddi ekki að tala meira. Það var matarlegt að lita i búrið í Deildartungu. Þetta sama vor kom Vigdís á bæ einn þar í sveitinni. Hún kom þar í búrið, en þótti þar held- ur litið um matföng. Þegar hún kom heim, sendi hún klyfjaðan hest úr Deildartungu-búri á þetta heimili.“ Margar sögur, þessar líkar, mætti segja um þá myndar- og sæmdarkonu Vigdísi Jónsdóttur í Deildartungu. * » * Það er ekki alltaf öruggt. Nafnkenndur biskup í Ameriku var eitt sinn á ferðalagi og gisti i þorpi-einu úti á landi. Morg- un einn vaknaði biskupinn við það að húsmóðirin söng fögrurn tónum sálminn fræga: „Hærra minn Guð til þín“. Þar sem biskupinn lá í rúminu déðist hann að þvi, hve þessi kona hlyti að vera vel innrætt, er hún syngi svo fagran sólm við húsverkin. Við morgunverðinn gat biskup þess, hve sér hefði líkað vel söngurinn. — Ó, herra minn, svar- ar hún, —- það er sálmurinn sem ég syng, þegar ég er að láta suðuna koma upp á eggjunum. Þrjú versin syng ég, þegar þau eiga að vera lin- soðin, en fimm, er þau skulu vera harðsoðin. * * * Fyrstu orð töluð í hljóðritann. 22. ágúst 1877, afhenti Thomas A. Edison Jóni Kruesi, hinum dygga og mikilhæfa áhaldasmið sínum, uppdrátt, og ótti hann að smiða eftir upp- drætti þeim hið fyrsta sýnishom af hljóðritanum. Innan fárra daga hafði Kruesi lokið smíðinni og lét hana á borðið, sem gamli maðurinn átti. — Edison var alment kallaður gamli maðurinn þó þótt hann væri tæplega þrítugur. — Edison fór með mestu hægð og stillingu að ganga frá talpipunni, svo sneri hann sívalningn- um með lítilli sveif og grenjaði i talpípuna: „Mary had a little lamb. It’s fleece was white as snow, And everywhere that Mary went, The lamb was sure to go.“ I.auslega þýtt: María átti litið lamb, með lagðinn mjallahvíta; Það elti Maríu allt af hreint og af henni mátti ei lita. Edison sá, að rispur voru á tinhólkinum sívala. Flann liafði búizt við, að geta framleitt part af orði hér og þar, eða smá tist, sem aðeins mundi færa honum heim sanninn um að hann væri á réttri leið. Við meiru hafði hann ekki búizt. Hann sneri sívalningnum til baka, gekk fró penna hljóðritans — nálinni — og sneri sveifinni. Kvað J)á við í veikum rómi: „María átti lítið lamb-----“ Ekki citt einasta orð fellt úr. Hljóðritarinn var i heiminn borinn. » » » I Kína kostar 10 cents að flytja eitt tonn af vörum eina mílu vegai', og meðal kaupgjald J)ar, ein 10 cent ó dag. I Ameriku kostar það sextíu og niu þúsundasta úr centi að flytja eitt tonn eina mílu, og þar er meðal kaupgjald 2 dollarar á dag. Þessar tölur sína hinn mikla mun á menn- ingu þessara þjóða. Nákvæm athugun hefur verið gerð til að upp- götvn hverjir litir á einkennisbúningi hermanna reynist bezt skotmörk fyrir kúlur óvinanna, og l>ví hættulegastar lífi hermanna. Niðurstaðan hef- ur orðið sú, að rauður litur er hættulegastur, þá grænn og sá þriðji bi-únn, en blágrár litur hættu- minnstur. (Alm. Ól. Th. 1904). 74 A K R A N E S

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.