Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 13

Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 13
Af skáldum þeim, er kváðu um hann látinn, hafa a. m. k. þrjú gert það með ágætum, þó að erfiljóð Matthiasar gnæfi þar yfir, enda ha'fði hann líka þekkt hann lengst og bezt. Matthias sá til þess, að leiði Símonar Dalaskálds skyldi ekki týn- ast. Alveg nýlega fékk sá, er þessar línur ritar, að sjá og skrifa upp stuttan brag um Símon, kveðinn af alþýðumanni og frem- ur hversdagslegan. En af því að erindin hafa ekki prentuð verið, skulu hér að lokum tekin upp fjögur hin síðustu, eink- um vegna niðurlagsorðanna: Bresti fann í fari hans Farísea skarinn; mun og æfi einskis manns öllum lýtum varin. Lýta hans ei leita’ ég frekt, leitinni aðrir sinni; mér er grunur min að sekt meiri reynist hinni. Geð mun þakklátt þitt sem mitt þessum greppi smáðum, hans hafa löngum stökur stytt stundir okkur báðum. Ef nú fennir í hans slóð, ótryggð fólks mun valda; hann er einn sem Islands þjóð enn á skuld að gjalda. Það er efalaust mál, að ef við finnum til ræktarsemi við þá kynslóð, er á undan okkur fór og lifði við þau kjör og það fásinni, sem rrnga kynslóðin mun aldrei til hlítar geta skilið, þá er það satt, að þjóðin standi i þakkarskuld við þennan umkomulitla mann, sem fór um hverja sveit landsins og gat hvarvetna um stund- arsakir gert kotimgsbadnn að höll, og skildi svo að lokum eftir ylríka minningu um komu sína. Getum við ekki orðið samtaka um að vernda minningu þeirra manna, er þann- ig auðguðu líf forfeðra okkar og léttu þeim harða baráttu fyrir fátæklegri til- veru? Rímnafélagið er eftir megni að reyna að gera þetta. FélagsmdSur. INNHEIMTUMAÐUR blaðsins í Reykjavík, er Jón Ólafsson Bræðraborgarstíg 24. Hann tekur og á móti áskrift- um, og mun góðfúslega reyna að greiða götu blaðsins og skilja þarfir kaupendanna í sambandi við það. AKRANES í HEIMAHÖGUM Fagurt er á fornum slóöum finnst þar margt, sem hugann kætir. Æskulandið manni mœtir, minningar frá stígum hlfóöum. Eitthvaö horfiö, sem ég sakna, svo mér annaö fögnuö veitir. Lífið svip meö byggö og breytir, blunda frœ, sem þrá aö vakna. Lfúfum hug á lífið dreyminn lék ég barn í fjörusandi. Héöan lagði ég frá landi, lítill drengur út í heiminn. Þroski minnar bernsku byggöar bjó mér lífsins dýrsta gróöur. Það er þessi sálar-sjóöur, sem mig knýr til œfitryggöar. Geymist svo í heimahögum hjartans minna dýrsti foröi, finn ég stein í fjöruboröi, fornan vin frá gömlum dögum. Þar í leik viö káta krakka klettinn upp og hátt viö tróöum, þurrum fótum þar viö stööum þegar aldan féll að bakka. Þessi hópur þynnist óöum, þýtur sær um gamla steininn, og í bylgjum brotnar hleininn, borgar þar sem virki hlóðum. Kynslóö ný fer hönd um heiminn hinir gömlu lœkka róminn. Eins og fyrr við ölduhljóminn, æskan leikur frjáls og dreymin. Sólin blíö um sund og haga sveipar landiö tignar klæöum, barizt er á sóknarsvœðum sótt er fram til nýrra daga. Þarf aö sínu þjóö aö búa, þessi byggö, í stríði og vanda, framtak þarf, og fórnaranda fólks, sem vill á landiö trúa. KJARTAN ÖLAFSSON. 85

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.