Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 5

Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 5
Kafli úr skúlaslitaræðu vorið Nú, þessa björtu vordaga, bruna um landið þvert og endilangt stórar bifreiðar 'fullar af ungum farþegum. Einhver sér- stakur vorblær og kraftur er yfir ferð þess- ara bifreiða. Hér er ekki á ferðinni luið fólk og lífsþreytt. Glaður söngur og æsku- léttir lilátrar óma út um gluggana, sem ljómandi augu horfa út um, gamanyrðin fjúka, húrraópin dynja. Og á afangastöð- unum streyma út hópar af ungu lífsglöðu fólki, vel klæddu og vel á sig komnu. Það er frjálslegt í framgöngu, óþjáð í yfir- bragði, — það á þetta land. Þetta er íslenzk skólaæska nútímans, kynslóð, sem gengur út í lífsbaráttuna bet- ur búin að efnum og menntun en nokkur kynslóð önnur á undanförnum þúsund árum Islands byggðar. Þegar við, sem eldri erum og eitthvað skólagengin, sjáum þessa ungu hópa, fer ekki hjá því, að hugur okkar hvarfli aftur í tímann til samanburðar, jafnvel þótt ekki sé nema nokkur ár. Mér kemur í hug fallegt mai-kvöld fyr- ir tveimur árum. Við hjónin gengum yfir að gagnfræðaskólanum hérna til að taka á móti 80 gagnfræðingum frá Akureyri, sem áttu að gista í skólanum um nóttina. Ég man, að okkur fannst strax til um, hversu glæsilegur þessi hópur var, og al- veg sérstaklega hversu vel búinn. Þarna voru piltar og stúlkur í nýjum, dýrum og vönduðum ferðafötum í ameriskum stíl, marglitar slæður, „stæl-bindi“. Okkur varð það, að bera saman þennan hóp og okkur og skólasystkinin okkar, þótt ekki sé lengra síðan en ig—20 ár siðan við fórum okkar ferðalög. Við vorum senni- lega eins glöð, eins fjörug, og nærri þvi eins frjálsleg. En hóparnir okkar voru ekki eins fínt og dýrt búnir, þeir báru velsæld- ina og meðlætið ekki eins utan á sér. Sum okkar voru t. d. á slíkum ferðum í bætt- um fötum, heimaunnum peysum og trefl- um. Við keyptum okkur sjaldan mat á skólaferðum okkar, heldur höfðum skrinu- kost. Við vorum lika flest í heimavist og borðuðum möglunarlaust vetur eftir vetur mat, sem kostaði eitthvað um kr. 1.35 á dag, þar sem helztu réttirnir voru hafra- grautur, tros, vellingur og slátur, og kaffi- brauðið kringlur og tvíbökur, og okkur datt hótelmatur aldrei í.hug. Þrátt fyrir fárra ára bil er munur nokk- ur á útliti og yfirbragði skólafólksins, sem nú er á fertugsaldrinum og þess, sem er í skólunum þessi árin. Á milli eru stríðs- árin og stríðsgróðinn og margs konar framfarir. En sé litið ennþá lengra aftur í tím- 195« ann, nokkra áratugi, t. d., og skoðuð kjör þeirra, sem þá stunduðu nám, en þá voru skólarnir fáir. Þá voru ekki farin glæsi- leg og dýr ferðalög til fræðslu og skemmt- unar. En á hverju hausti komu skólapilt- arnir í vaðmálstreyjum sinum yfir fjöll og firnindi, vegleysur og óbrúaðar ár, gangandi eða á afsláttardrógum. Nú ætla ég ekki að fara að halda því Eftir Ragnar Jóhannesson skólastj. Gagnfræðaskólans. fram, að hið fyrrverandi ástand í þessum efnum sé æskilegt og eftirsóknarvert. Lítill efi er á því, að æskulýðurinn er að mörgu leyti betur undir lífið búið nú en þá, bæði andlega og hkamlega, hann ber ekki leng- ur merki skortsins og skókreppunnar, enda þarf menntaða menn og fjölsvinna til að hagnýta sér möguleika og tækni nú- tímans. En er nú hið siðferðilega þrek þeim mun sterkara en var áður? Er starfsvilj- inn, trúmennskan og þolgæðið í jafn háum sessi og áður og þykja þessar dyggðir eins eftirsóknarverðar og áður. Margir glögg- sýnir og hugsandi menn draga í efa, að svo sé. Ekki ber að saka æskulýðinn ein- an um að svo er, heldur þá eldri, sem förlazt hefur meðalhóf og sálarstyrkur í hringiðu tveggja heimsstyrjalda. 1 einu dagblaðanna var fyrir skömmu útdráttur úr erlendri grein, sem ræddi um Nihilista mitimans, og átti þar ekki við ofbeldisstefnumenn með þvi nafni, heldui hluta af æskulýð nútimans, sem ætti sér ekkert markmið, fá eða engin áhugamál, en latneska orðið n i h i 1 þýðir ekkert. Og greinarhöfundur taldi upphaf og rót þessa meins væri það, að uppeldistækni, kennsluaðferðir og félagsstarfsemi legði óþarflega mikið upp í hendurnar á ungl- ingummi. Það væri hugsað fyrir þá og unnið 'fyrir þá, þeir þyrftu ekki einu sinni að hafa fyrir því að skemmta sér sjálfir, aðrir gerðu það fyrir þá. I þessu er mikið satt. Nú lesa unglingar miklu minna en áður, þurfa þess ekki, kvik- myndirnar eru fyrirhafnarminni og leggja efnið ólesið fyrir þau, og ekki þarf á ímyndunaraflinu að halda til að horfa á kvikmynd og með svæfingu imyndunar- aflsins er frumlegri hugsun hætta búin, en ímyndunarafl og hugsæi barna og ungl- inga er miklu næmara en fullorðinna. — Það verður æ algengara, að unglingar gefast upp við að sjá sér fyrir viðfangs- efnum í skemmtunum, félagslífi eða störf- um. Þau eru orðin vön því, að aðrir geri það. Þess vegna liggur í því stórhætta, að kennarar og aðrir uppalendur láti leiðast til ofstjórnar og ofkennslu, ef nota mætti það orð. Það er t. d. mín persónuleg skoð- un, sem styrkist fremur en hitt, að fram- haldsskólum eigi fyrst og fremst að stjórna á þann hált að efla ábyrgðartilfinningu nemendanna, svo að þeir finni að þeir eiga að stjórna gerðum sínum að mestu leyti sjálfir, og að ábyrgð og afleiðing fylgi hverri athöfn,, en þurfi ekki að láta aðra segja sér í hvert skipti hvað gera á og segja. Sé ekki hægt að stjórna framhalds- skóla á þennan hátt, er stjórnin misheppn- uð. Auðvitað á þetta sjónarmið þvi betur við sem nemendurnir eru þroskaðri. Þess vegna er það firra, að hægt sé að stjórna gagnfræðaskóla t. d. eftir sömu megin- reglum og barnaskóla. Á sama hátt hlýtur að verða að gera stórbreytingu á kennsluaðferðum, gera kennsluna lífrænni, losna við sparðatín- ing og neikvæða ítroðslu, en miða skóla- starfið meira og meira við það að finna nemendum viðfangsefni, sem brýnir frumleik í liugsun, trú á sjálfan sig og hæfileika sina, getuna til að vera sjálfum sér nógur i iiámi, starfi og skemmtana- lífi, löngunina til að leysa verkefnin sjálf- ur í stað þess að láta aðra gera það, þörf- ina til að stjórna sér sjálfur, en ekki að stjórnast af öðrum. Eftir þessu sjónarmiði vildi ég óska, að þessi skóli gæti starfað. Hann vill fá ne- endum sínum viðfangsefni, sem reyna á þá og stæla, en veita þeim frjálsræði, sem gefur tækifæri að velja og hafna eftir eig- in mati á giundvelli ábyrgðartilfinningar og siðferðaþroska. Frá ISnskóla Akraness Iðnskólanum var sagt upp 14. apríl. Hann var settur 1. október, og hafði því starfað hálfan sjöunda mánuð. 15. marz byrjuðu prófin, og gengu 25 nemendur undir próf að þessu sinni. Auk skólastjóra störfuðu níu kennarar við skólann. Fullnaðarprófi luku 12 iðnemar. Þrir nemendur fengu einkunn yfir átta, það voru: Gunnar Sigtryggsson, húsasmiður aðaleinkunn 8,93 Kristján Garðarsson, skipasm. aðaleinkunn 8,73 Ársæll P. Bjarnason, netjagerðarm. aðaleinkunn 8,58 AKRANES 77

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.