Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 6

Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 6
Otrúlegt afrek Jafnvel þeim, sem nú stóðu fremstir í flokki um þessi samtök, hefur ekki verið ókunnugt um aðferðir og árangur þeirra manna, sem fyrstir hófu baráttuna fyrir bata berklasjúklinga í landinu og bygg- ingu hins fyrsta heilsuhælis. Siðan var langur tími liðinn. En ekkert mælti með því, að sú leið sem þá var fær og farin, væri nú ófær, eða með henni væri nú von um minni árangur. Þeir sneru sér því, eins og áður, beint til þjóðarinnar, þótt ekki væri það alveg í sama formi. Þjóðin brást vel við á hvern veg, sem þessi sam- tök leituðu til hennar. Sambandið byrj- aði með því að vekja athygli almennings á einum degi á ári. Á hinum 'fyrsta fjár- söfnunardegi þeirra áskotnaðist þeim 5000 kr. Þetta var svo góð byrjun, að það jók áhugann og vakti nýjar vonir. Þeir voru á réttri leið, og það var komið á móti þeim úr öllum áttum. Allar leiðir lágu til Róm, sjóðir þeirra jukust jafnt og þétt, fyrirhyggja og framtak tók á sig fastara form. Vinnuheimili. Þegar eftir eitt ár, eru samtökin ókveðin í því, að vinna að því aðal marki að byggja sem fyrst hentugt vinnuheimili f}rrir brautskráða berklasjúklinga af hælum landsins. 1 blaði samtakanna „Berklavörn" ávarpa þeir þjóðina og láta þar uppi þenn- an mikilsverða tilgang. I það sama blað ritar Oddur Ólafsson læknir um málið. Hann rekur í stuttu en skýru máli, nauð- syn og gagnsemi slíks hælis. Verður hér tekið upp það helzta úr grein hans: „Nú er svo komið, að fleiri sjúklingar. eru brautskráðir árlega frá heilsuhælun- um, smitlausir og að einhverju levti vinnufærir, en nokkru sinni fyrr. — Eins og nú er ástatt hjá okkur, er þessari hlið berklavamanna ekki sinnt sem skyldi. Frá heilsuhælunum kemur allra stétta fólk, úr öllum atvinnugreinum, en þó flest tir lægst launuðu stéttunum, sem vinna erfiðustu vinnuna. Margt af þessu fólki er fullkomlega óhæft til þess að taka upp fyrri atvinnu að heilsuhælisvist lok- inni. Þess bíður eitt af tvennu: Að leita til bæjar- eða sveitarfélaga og lifa af lítil- fjörlegum sveitarstyrk, sem er allsendis ónógur til framfæris, eða að leita vinnu á yfirfullum vinnumarkaði, veiklað í samkeppni við heilbrigða. Báðar þessar leiðir eru óheppilegar. Okkur vantar tengihð milli heilsuhælisins og hins daglega lífs. Það er verkefni FRAMHALD vinnuhælanna að vera þessi tengiliður. Vinnuhælismálið hefur mikið verið rætt út um allan heim á siðustu árum og vinnu- hælunum fjölgar óðum. Mörg slík hæli eiga sér langa og merka sögu. Verkefni vinnuhælanna er: AS hagnýta til fulls, í þágu þjóðfélagsins, starfsorku sjúklings, án þess þó að misbjóða honum. /lð fylgjast nákvæmlega með heilsu og vinnuþoli sjúkhngsins og auka vinnu- tima og afköst eftir því, sem heilsan batnar. Að hafa vekjandi áhrif á sjálfbjargar- viðleitni sjúklingsins og gera hann sér þess meðvitandi, að hann er ekki lengur ómagi þjóðfélagsins. Að tryggja þjóðfélagið gegn smithættu af sjúklingum hættulegasta timann. Þ. e. fyrsta árið eftir brottskráning- una af heilsuhælinu, en reynslan sýnir, að versnanir (recidiv) verða hlutfallslega flestar á þeim tima, og þótt sjúklingurinn sé smitlaus, er hann útskrifaðist af hælinu, getur hann orðið smitandi aftur, ef sjúk- dómurinn versnar. — Hlutverk vinnuhælanna eru fleiri: Þau létta á heilsuhælunum, losa þau við sjúklingana fyrr en annars væri hægt, þau bæta þess vegna úr þörfinni fyrir fjölgun sjúkrahúsanna. Þau veita sjúklingnum dýrmætan tíma til þess að svipast um eftir framtiðarat- vinnu. Þau æfa hann og styrkja og búa hann eftir föngum undir að leysa af hendi þessa vinnu, sem fullgildur maður. Þarna geta sjúklingamir unnið að smá- iðnaði, landbúnaði og fleiru, allt eftir staðháttum, og möguleikar eru til þess, að þeir geti með vinnu sinni borgað aðal- reksturskostnað vinnuhælisins. Vinnuhæli eigum við ekki. Ráðamörin- mn í berklamálunum hér hefur á síðustu árum verið það fullljóst, að eittlrvað yrði að gera fyrir brautskráða berklasjúklinga, en ennþá hefur engin lausn fengizt á því máli. öllum er ljóst, að við svo búið má ekki standa. Fátæk og fómenn þjóð, hefur ekki efni ó því, að vanrækja velferð og framtíðarhorfur, þótt ekki sé nema fá- menns hóps af þegnum sinum. Vinnuhæli er knýjandi nauðsyn, sem hrinda verður i framkvæmd hið bráðasta. S.f.B.S. hefur lausn þessa máls á stefnu- skrá sinni. Það hefur nú ákveðið að leita til þjóðarinnar, og það er þess fidlvist, að sameigirdeg átök þjóðareinstaklinganna munu auðveldlega velta þvi hlassi, scm jafnvel ríkinu er ofvaxið eins og nú standa sakir. Styðjið S.f.B.S. í viðleitni þess að lausn þessa máls, með því ljáið þér lið yðar þörfu málefni, sem varðar alla þjóðina, og sýnið þeim um leið samúð yðar, sem hennar eru rnest þurfandi“. Þetta er það fyrsta, sem hér er skrifað um vinnuheimilismálið, og nákvæmlega gerð grein fyrir markmiði þess og tilgangi. Nú beinist og allur hugur samtakanna og alþjóðar að þvi, að láta draum þessara at- orkumanna rætast. Þeir eiga stuðnings- menn í öllum stéttum og stöðum, frá ráð- herrum og alþingismönmnn til þeirra, sem minnst eiga undir sér í þjóðfélaginu. For- ráðamennirnir fundu því, að það var ó- hætt að vera stórhuga og halda áfram hinum margvíslega undirbúningi undir byggingu og starfrækslu heimilisins. Eitt af þvi, sem hafði mikla þýðingu fyrir fjársöfnunina, var lagaboð það, sem Al- þingi veitti á striðsórunum, um að gjafir til S.Í.B.S. væru undanþegnar öllum sköttmn. Á eyðimel. Frá því snemma siunars 1943 hafði verið unnið að þvi að finna ákjósanlegan stað fyrir væntanlegt vinnuheimili S. í. B. S. Ýmislegt bendir til, að ekki hafi ver- ið kastað höndum til að ákveða því stað. Þurfti þar að sameina marga kosti og því ekki auðgert að finna þann stað, sem sameinaði þá alla. Hér þurfti all-mikið landrými, mikinn og hentugan húsakost, og sem bezt skilyrði til að koma fyrir- tækinu sem fyrst í framkvæmd, samhliða sem ódýrustum rekstri. Einliverjum mun því ef til vill, hafa þótt vafasöm ráðstöfun að staðsetja heimilið á eyðimel í Reykja- landi í Mosfellssveit. Það var vitanlega alveg sjálfsagt að reisa slíkt framtiðar heimili á „heitum" stað — mótsett við Vífilsstaði. — En hitt réð þó vitanlega ekki minna um, að eins og þarna stóð á, var hægt að uppfylla eitt 78 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.