Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 22

Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 22
ANNÁLL AKRANESS Gjafir og greiðslur til blaðsins, sem það þakkar innilega: Ólafur Ólafsson veitingamaður í Reykjavík, um- framgreiðsla 50 kr. Bjami Gislason trésmiðameist- ari Akranesi 100 kr. Ó.F. Akranesi 100 kr. Kjart- an Ólafsson brunavörður Rvík, umframgreiðsla 10 kr. Einar Ólafsson kaupm. Akranesi 100 kr. Magnús Símonarson bóndi Stóm-Fellsöxl 50 kr. Daníel Halldórsson í Canada, 10 dollarar. Þor- steinn Kristleifsson bóndi Gullberastöðum um- framgreiðsla 20. kr. Halldór Fjalldal kaupm. Keflavik, 100 kr. Flólmfríður Helgadóttir Reykja- vík f. 1950 50 kr. Gísli Kristjánsson útgerðarm. Akureyri 60 kr. Sr. Jón Guðnason skjalavörður Rvík, 100 kr. Sigdór Brekkan kennari Norðfirði 50 kr. Frú Halldóra Geirsdóttir Vopnafirði 110 kr. Elías Þorsteinsson útgerðaimaður Keflavik 100 kr. Kristinn Brynjólfsson skipstjóri Ráðagerði 100 kr. Sr. Jón N. Jóhannesson Rvík 50 kr. Jó- hann Skaptason sýslumaður Patreksfirði 200 kr. Þórður Pálmason kaupfélagsstjóri Borgamesi igo kr. Forseta íslands herra Sveini Bjömssyni, þakka ég vinsamlegt bréf dags, 1. sept. s. 1. og viðurkenningarorð um blaðið og efni þess, ásamt 200 króna ávisun, sem gjöf til blaðsins. Ólajur B. Björnsson. Til Bjargar Gísladóttur hafa blaðinu borizt eftirtaldar upphæðir, sem henni hafa þegar verið afhentar: Frá J. E. Reykjavik 1000 kr., Ó. F. Akranesi 100 kr., H. O. Akranesi 30 kr. og G. S. Akranesi 200 kr., eða samtals kr. 1330.00 Gróðurhús á Akranesi. Fyrir þremur ámm komu hjónin í Hákoti, Sveinbjörg Eyvindsdóttir og Sig. Guðnason sér upp litlu gróðurhúsi, sem þau hafa nú stækkað nokkuð. Fyrir tveimur árum kom Kristrún í Fróni sér einnig upp gróðurhúsi. Og nú í vor byggði Lár- us Ámason sér litið gróðurhús. Öll húsin era undir gleri og aðeins sólarhitinn, sem hitar þau upp. I þeim eru ræktuð blóm aðal- lega, einnig jarðarber ofl. 1 húsi Lárusar eru tvö falleg vínviðar-tré. Inni i ibúðarhúsi þeirra er og eitt vinviðartré, með næstum fullþroskuð vinber. Þessi ræktun þarf mikil umsvif og umhyggju ekki siður en það, sem ræktað er úti. Er þetta sjálfsagt meira til gamans en gagns, þar sem ekki nýtur jarðhita. Bruni frá útvarpstæki. Hinn 26. júlí, urðu allmiklar skemmdir af bruna á húsinu við Suðurgötu 44, en þar kviknaði í, út frá útvarpstæki. Áður var það talið rafmagninu mest til gildis, hve af því stafaði litil brunahætta. Reynslan hefur sannað allt annað. Af þessu til- efni sem hér um ræðir, er rétt að benda á þetta: Það er ekki nóg að loka útvarpinu sjálfu, til ör- yggis að ekki geti kviknað í út frá þvi. Það þarf helzt að taka rafmagnstengil útvarpsins úr sam- bandi ef fyllsta öryggis á að vera gætt. Af veiðiskapnum. I viðbót við aflafréttir í síðasta blaði, má geta þess að Karlsefni kom með einn karfatúr eftir það. Af því voru 60 tonn fryst til útflutnings, en 355 tonn fóru til mjölvinnslu. Ekki batnaði i búi við norðurferð til síldveiða að þessu sinni. Hins vegar er gnægð síldar hér í Faxaflóa eins og oft endrar nær, en galdurinn sá er enn óleystur, að handsama hana með mikil- virkum veiðitækjum. Við teljum orðið engu rétt- læti fullnægt, nema hægt sé að moka aflanum upp, þó að með þeim hætti, verði aflinn vart nýt- ur til matar, heldur möunar, sem skepnufóðurs eða áburðar. Þegar er bátarnir komu að norðan fóru þeir hér til reknetaveiða og hafa aflað sæmilega. Hefur aflinn verið frystur eða saltaður til útflutnings. Nú er talið að lýsi hafi hækkað svo mjög, að hægt mundi að gefa 110 kr. fyrir mál síldar í bræðslu. Mikla „blessun" veitir styrjaldarótt- inn! ! ! ! FuIIkomna Nudd-klíník hefur ungfrú Torfhildur Helgadóttir, (Magn- ússonar) úr Reykjavík nýlega sett upp hér á Akranesi — í maí s.l. — Hún lærði nudd-aðgerðir í Englandi og hefur stundað þetta starf um tutt- ugu ára skeið. Nuddstofa frk. Torhildar hefur öll hin beztu tæki, sem læknisaðgerðum tilheyra, þar með nýjustu gerð af stuttbylgjutækjum. Það er mikill fengur að fá hingað slika klínik, með forstöðukonu, sem býr yfir þeirri þekkingu og reynslu, sem frk Torfhildur hefur í þessari grein. Þessar aðgerðir eru nú mikið notaðar, eigi aðeins við gigt, heldur og ýmsum öðrum kvillum. Er gott að geta komizt hjá að sækja slikar lækn- ingar til Reykjavíkur, sérstaklega eins og nú er orðið dýrt að dvelja að heiman, og oft ómögulegt að fá þar inni. Menningarráð vill þakka þeim einstaklingum, sem brugðust vel við málaleitun þess um þrif á lóðum, og sýndu margvíslega viðleitni til að laga og fegra umhverfi húsa sinna. Umbæta girðingar eða girða á ný. Einnig á stöku stað með því að taka girð- ingar niður, þar sem þær komu engum að gagni, en voru öllum til vansæmdar eins og þær voru. Nú eru ástæður orðnar svo bágar, að fólki er meinað að halda sómasamlega við nauðsynlegustu hlutum. Logna — sælt sumar. Einmuna tíð hefur verið í sumar um Faxaflóa og Breiðafjörð. Hér um slóðir muna vist fáir eftir svo lognsælu sumri, og aldrei hefur arðað við stein. Nokkuð seint spratt að vísu, vegna kalsa i vor, en því betri hefur nýtingin verið. Kartöflu- vöxtur hlýtur að verða hér mjög góður, og sjaldan hefur kartöflugrasið blómstrað eins mikið og að þessu sinni. Er það enn einn vottur um veðursæld- ina. Knattspyrna. Akurnesingum hefur farið mikið fram i knatt- spymu á undanförnum árum og hafa nú í vor og sumar t. d. staðið sig mjög vel. Á Islandsmót- inu gerðu þeir jafntefli við Fram, K.R. og Val. K.F.U.M.’s Bold-klub frá Danmörku kom hingað til lands í heimsókn. Kepptu þeir við Akumes- ingana, með sigri Akurnesinga 2:1. Þá keppti Kári við Vestmanneyinga með góðum árangri. Dómkirkjukórinn söng hér í kirkjunni laugard. 8. júlí s. 1. undir stjórn dr. Páls Isólfssonar. Einsöngvarar voru Þuriður Pálsdóttir og Kristinn Hallsson. Páll lék og einleik á kirkju-orgelið. Söngurinn var prýðilegur og yljaði áreiðan- lega öllum sem þarna voru. Áður en söngurinn hófst, bauð sr. Jón M. Guðjónsson dr. Pál, og kór- inn velkominn. En að söngnum loknum, þakkaði Jón Sigmundsson fyrir hönd kirkjukórsins. Einn- ig þakkaði Petrea Sveinsdóttir þeim fyrir ánægju- legan söng, bæði nú og oft áður, við messur í dómkirkjunni, sem við úti á landi heyrum svo oft á öldum ljósvakans. Undra-barn. Hinn 29. ágúst s.l. voru hér í Bióhöllinni óvenju- legir píanóhljómleikar, þar sem aðeins 11 ára stúlka hélt þessa tónleika með fullkominni dag- skrá. Þetta var ef svo má segja undra-barnið Þórunn Jóhannsdóttir Tryggvasonar. Litla stúlkan lék alveg furðulega vel, bæði léttari og þyngri verk eftir heimsfræga höfunda, og gerði verkefnunum skil með fágætri prýði af svo ungum listamanni. Hygg ég að hún hafi slegið þarna næsta fáar feilnótur, líklega ekki nema eina. Hljómleikarnir votu eftir öllum atvikum sæmi- lega sóttir, enda hefur vist enginn séð eftir stund- inni. Þórunn spilaði þarna verk eftir þessa höf- unda: J. C. Bach. L. van Beethoven, R. Schumann, F. Chopin og J. Mc-Ewen. Ég óska ungfrúnni og foreldrum hennar til heilla og hamingju með þann árangur og stóru sigra sem af eru, og vona að framhaldið verði í samræmi við það. Dánardægur: 14. júní: Gunnar Jónas Þórðarson, sjómaður, 36 ára, Skagabraut 27. F. 20/5 1914 i Víkurgerði í Fáskrúðsf. Andaðist i Landspitalanum. Kvæntur. 9. júli: Pétur Halldórsson, bifreiðarstjóri, 32 ára, Skagabraut 35. F. 14/1 1918 á Efri-Þverá í Vesturhópi. Pétur var starfsmaður hjá Kaupfélagt Suður-Borgfirðinga. Dó af slysi ó Þingvöllum. Kvæntur Ingunni Ágústsdóttur. 24. júli: Jón Andrés Níelsson, kaupm., Vest- urgötu 10, 33 ára. F. 10/4 1917 á Akranesi. — Stofnaði og rak til dauðadags Bókabúð Akraness. ICvæntur Sigrúnu Sigurðardóttur. 5- ágúst: Kristleifur Friðriksson, vélstjóri, 37 ára, Suðurgötu 126. F. 15/8 1912 á Súlunesi í Melasveit. Var vélstjóri á móturbótum frá Akra- nesi um 11 ára skeið og siðast á m/b Keili. Datt fyrir börð i Siglufjarðarhöfn. Ókvæntur. 4. ógúst: Vigdis Guðmundsdóttir, ekkja, frá Akrafelli, 86 ára. F. 23/10 1863 í Litlu-Sandvík í Flóa. Fluttist til Akraness um 1910. Maður henn- ar var Guðjón Vigfússon (d. 1937). Hjónabönd: Eftirtalin hjón hafa verið gefin saman af sókn- arpresti, sr. Jóni M. Guðjónssyni: ío. júni: Ilalldóra Ágústa Þorsteinsdóttir, ung- frú og Benedikt Haraldsson Reyni. 10. júni: Sigurlaug Sófóniasdóttir, ungfrú, Vest- urgötu 83 og Sverrir Sigurjónsson, úr Reykjavík. 1. júli: Sveinsina Andrea Ámadóttir,, ungfrú, Akurgerði 13 og Sigurður Níels Eliasson, Kirkju- braut 18. 1. júli: Guðrún Sjöfn Jóhannesdóttir, ungfrú, AKRANEá 94

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.