Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 4

Akranes - 01.07.1950, Blaðsíða 4
stofu sinni, og eftir því sem hann alhug- aði þær nánar, varð hrifning hans me:ri. Hann sá, hvernig Meliés hafði tengt sam- an hin ólíkustu atriði, svo að úr þeim varð ein hinemotografisk heild. Kvik- myndir Meliés höfðu þráð. Amerísku kvik- myndimar voru sundurlausar myndir, sem enduðu eins skyndilega og þær byrj- uðu. Allt í einu skaut hugsun upp i heila Porters: Skyldi hontrni ekki geta tekizt að búa til kvikmynd í anda Meliés, með þvi að skeyta saman myndir, sem hann var búinn að taka? Porter varð gripinii log- andi áhuga. Edison-félagið átti velgeymt sa'fn gamalla kvikmynda. Porter tók nú að leita i safninu og brátt fann hann film- búta, sem hann hugðist geta tengt saman. Porter veitti því athygli, þegar hann fór að leita, að á mörgum filmræmum voru myndir af starfi slökkviliðsins í New York. Þama var úr miklu og skemmtilegu efni að velja og um áhuga almennings á því var ekki að efa. En Porter var ekki alveg ljóst, hvemig bezt færi á því, að raða efn- inu niður. Harm gat ekki lært neitt af Meliés í þessu efni, þvi að myndir Meliés vom meira og minna óraunhæft hug- myndaflug. Mynd Porters átti að túlka sjálfan raunveruleikann. En nú var spurn- ingin þessi: Hvað var áhrifamesta at- riðið i sambandi við húsbruna? Björgun manns úr eldsvoða. 1 starfi sínu sem ljós- myndari, hafði hann kynnst ýmislegu og hann vissi vel, hvað hafði einna sterkust áhrif á taugar fólks. Hann ákvað þess vegna að láta hina nauðstöddu manneskj- ur vera móður með meybarn. Porter samdi filmtökuhandrit. Það var hið fyrsta sinnar tegundar í sögu amerískra kvik- mynda. Því næst tók hann nokkrar við- bótarmyndir og skeytti þær við myndir þær, sem hann hafði þegar tekið, og með því tókst honum að búa til samhangandi atburðaröð. The Life of an American Fireman, en svo nefndi Porter kvikmynd sína, sem var alveg einstæð í tæknilegu til- liti. Myndimar ráku hver aðra í rökföstu samhengi og með hröðu „tempó“. Áður fyrr höfðu allar kvikmyndir verið teknar frá einu óbreytanlegu sjónarhomi, þ. e. áhorfendasvæði í leikhúsi. En Porter lét kvikmyndavélina skipta um sjónarhorn oftar en einu sinni i hverju atriði, eins og nú tíðkast, en með því ga'f hann filmunni tilfinningalegt innihald og skapaði ofnæmi og spenning hjá áhorfendum. Þeir fylgd- ust með atburðarásinni af vaxandi áhuga, allt til enda. Auk þessa hafði mynd Por- ters merkilega nýjung að geyma: Hann kom fram með fyrstu nærmyndina (close-ups) í sögu kvikmyndanna. Atriði þetta í mynd Porters lét lítið yfir sér. Það var stór nærmynd af vekjaraklukku, og svo kom hönd og setti klukkuna á stað. Porter lét sig ekki dreyma um það, að með þessari mynd legði hann þróunar- gmndvöll amerískrar kvikmyndalistar. — Hollyvood hefur trúlega fylgt forskrift- um Porters allt til þessa dags. Næsta mynd Porters var The Great Train Robbery (Lestarránið mikla). Það þótti ákaflega spennandi mynd, en spenn- ingurinn byggðist fremur á snömm hand- brögðum leikendanna en tíðri skiptingu á fjærmyndum og nærmyndum. Mynd þessi var geysilega eftirsótt um gervalla Amer- íku, og amerískir kvikmyndaleikstjórar kepptust um að kynna sér tækni og stil Porters. Na'fn Porters er tengt tveimur öðrum kvikmyndum, sem mddu nýjar brautir: Ex-Convict (1905) og Clepto- maniac (1906). Báðar þessar myndir fjalla um þjóðfélagsviðfangsefni. — Fyrri myndin, Ex-Convict (fanginn) fjallar um erfiðleika þess manns, sem afplánað hefur hegningu sína og er látinn laus. Hann kemur út úr fangelsinu og fer að leita sér að atvinnu. En hvarvetna kemur hann að lokuðum dyrum. Honum er raunverulega útskúfað úr siðuðu þjóðfélagi. — Síðari myndin, The Cleptomaniac (hinn stel- sjúki) lýsir hlutdrægni í sölum réttvís- innar: Hinn auðugi hefur ávallt réttinn sín megin. Myndin segir frá tveimur kon- um, sem teknar eru fastar i sölubúð vegna þjófnaðar. önnur konan er rík, hin er fátæk. Ríka konan er stelsjúk, en 'fátæka konan er fundin sek og dæmd til refsingar. Myndir þessar náðu alþýðuhylli og þetta var upphaf þess, að kvikmyndir væru látnar túlka þjóðfélagsvandamál. Porters hélt ótrauður áfram starfi sínu. Hann hafði komið fram með ýmis konar nýjung- ar í kvikmyndatækninni. En svo hætti hann að koma með nokkuð nýtt. Hróður hans fór heldur að dala, því að nýjir og framsýnir menn komu fram á sjónarsvið- ið með nýjar hugmyndir. En Porter var samt ávallt einn snjallasti maðurinn í faginu. Árið 1912 bauð Adolplie Zukor honum að gera stóra kvikmynd fyrir Famous Players Corporation, en það var Greifinn af Monte Cristo. En mynd þessi var aldrei sýnd, því að onnað félag var á undan. Porter bjó þvi næst til aðra mynd: Fang- inn í Zenda. Um þetta leyti ha'fði „stjömu- kerfið“ í kvikmyndunum rutt sér til rúms. Mary Pichford, John Barrymore og Pau- tine Friderich byrjuðu undir leiðsögn Por- ters. En árið 1915 sagði Porter skilið við kvikmyndirnar. Síðasta mynd hans var The Eternal City (Borgin eilifa). Porter var nú auðugur maður, en 1929 missti hann allar eigur sínar í bankahruni, sem þá átti sér stað í Bandaríkjunum. En Porter snéri sér ekki aftur að kvikmynd- unum. Hann tók að vinna í vélsmiðju. Harrn lét lítið á sér bera og sá þá að Holly- wood var búinn að gleyma manninum, sem hafði raunverulega lagt grundvöllinn undir iðnaðinn. Hann hafði búið til hundruð mynda á sinni tíð, sem fundið höfðu hljómgrunn í hugum manna. Hann hafði samúð með hinum fátæku og hrjáðu og tók einatt málstað þeirra í myndum símun. Hann hvarf af sjónarsviði kvik- myndanna, en nafn hans mun ávallt lifa i sögu þeirra, þvi að hann var tvímæla- laust einn hinn snjallasti leikstjóri, sem Hollywood hefur nokkur sinni átt. Framhald síSar. Sá sem vill, getur allt Mikið megnar viljafesta og kapp með forsjá i lí'fi einstaklingsins, og ef þraut- seigjan kemur til viðbótar, verður flest undan að láta. Það gefur þá að skilja, að ekki verði minna úr þessum mikilsverðu eiginleikum, þegar fjöldi slíkra einstakl- inga koma sér saman um að hrinda því í framkvæmd, sem er ofvaxið hverjum fyrir sig. Eins og sagt var í 1.—2. tbl. þ. á., reistu templarar á Akranesi hið snotrasta félags- heimili. Húsið hefur verið eftirsótt til fundarhalda af ýmsum félögum í bænum, og þykir þar öllum gott að vera. Templ urum sjálfum hefur lika brugðið við húsa- kynnin frá þvi, sem verið hefur, — frá því hið íyrra hús þeirra var rifið 1906. — Undanfarið hafa fimdir ávallt legið niðri að sumrinu, en nú koma félagamir saman í hverri viku — eins og vetrarmán- uðina — til gagns og gamans. Er það áreiðanlega starfinu mikill styrkur að halda uppi samfundum allt árið. Má hér því glögglega þegar sjá nokkurn ávinning af því að hafa eignazt hús á ný. Eru miklar vonir bundnar við þetta hús, til lausnar þeim vandamálum, sem templar- ar vinna sífellt að. Utrýmingu hins ill- ræmda áfengis, sem eitrar allt samlíf manna og eyðileggur tíðum heimilisfrið og hamingju, — en heimilið er, eins og kunnugt er hornsteinn þróttmikils þjóð- félags. — Einnig að þvi að auka og efla frið og bræðralag meðal manna, og hrinda í framkvæmd ýmsum þjóðnytjamálum fyrir bæ sinn, land og þjóð. Þetta hús kostaði um 140 þúsund kr. og þótti sumum í mikið ráðizt og voru jafnvel liugsjúkir um, hvernig komast mætti 'frá því. Þeir, sem hafa haft áhyggj- ur af þessu, geta nú látið þær niður falla, þvi nú er skuld hússins ekki orðin nema 50 þúsund kr. og helmingur þess til langs tíma. Þetta hefur áimnizt fyrir áhuga, dugnað og samheldni þeirra, sem mest hafa að unnið, að koma þessu mikla nauð- synjamáli i framkvæmd. Af þessu átaki lítils félags má fara nærri um, hvort ekki hefði verið mögulegt fyrir öll félagssamtök hér — með ráði og fulltingi bæjarins — að reisa sameigin- legt veglegt félagsheimili fyrir löngu, ef þar hefði ríkt sá andi, atorka og skilning- ur, sem hér var að verki. Ó. B. B. 76 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.