Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2004
Fréttir DV
Hundur skotinn í Garðabæ. Fjögur hundruð þúsund
bleikjur sveltar í hel. Álft hengd með dularfullum skila-
boðum og grimmileg kindadráp í Miðfirði eru nokkur af
fjölmörgum dýramorðum sem komast endrum og eins í
kastljós íjölmiðla. Á mörgum heimilum teljast gæludýr-
in til fjölskyldunnar og því svíður mörgum þegar upp
kemst um slæma meðferð á bestu vinum mannsins.
Grimmileptu dýramorð
Hin
Dularfull kindadráp í Mið-
,irði 1928
Eitt alvar-
legasta
dýramorð í
sögu landsins
gerðist í Mið-
firði árið 1928.
Á bænum Litlu Þverá í Húnavatns-
sýslu voru einar tuttugu kindur
drepnar á grimmdarlegan hátt;
barðar og limlestar. Tveir drengir á
bænum kenndu draugi um verknað-
inn og var saga þeirra tekin trúarleg
allt þar til sérstök rannsóknarnefnd
var send á staðinn til að upplýsa
glæpinn.
Var þá heimilislífið í molum;
draugurinn hafði tangarhald á fólki
sem fór eftir öllum hans skipunum -
hversu ótrúlegar þær voru. Bogi
Brynjólfsson sýslumaður stjórnaði
yfirheyrslum og komst fljótt að því
að drengirnir bæru ábyrgð á ódæð-
unum.
Enn eru þó margir sem telja
verknað sem þennan ekki á færi
ungra drengja og margir telja kinda-
drápin í Miðfirði með dularfyllstu
dýramorðum í íslandssögunni.
Álft henqd hjá Magnúsi
inssyni
1993
Dauður
svanur var
hengdur við
útidyr Magn-
úsar Skarp-
héðinssonar,
baráttumanns fyrir dýrafriðun og
náttúruvernd. Við hræið var
hengdur miði með hótunum í
garð Magnúsar. Þegar Magnús
kom heim um miðnætti blæddi
enn úr svaninum en á miðanum
stóð: „Magnús næst verður þú far-
inn á sama veg svínið þitt. Hættu
þessu nöldri." Það sem vakti hins
vegar meiri óhug var að ýmsir
töldu að Kári, mannelski svanur-
inn við Tjörnina, hefði verið drep-
inn en fljótlega var sú kenning
hrakin.
Þetta var ekki fyrsta óhappið sem
Magnús lenti í en nokkru áður hafði
verið reynt að keyra hann niður á al-
mannafæri. Ástæðan var stuðningur
Magnúsar við hvalfriðunarsinna.
Fárið í kringum Lady Queen
Fá
dýramorð hafa
fengið jafn
mikla athygli
og þegar
Terrier-tíkin Lady Queen var myrt af
sjötugum manni. Maðurinn bjó í
sama fjölbýlishúsi og eigandi
hundsins, Kristín Inga Olsen. í um
tvö ár höfðu staðið deilur um hund-
inn og var morðinginn fremstur í
flokki íbúa fjölbýlishússins sem
vildu hundinn burt.
í skýrslu lögreglunnar er atburð-
inum lýst á þá leið að maðurinn hafi
ráðist á Kristínu á sameigninni, sleg-
ið hana í kviðinn og tekið af henni
hundinn. Maðurinn læsti sig svo
inni í íbúðinni sinni þar sem hann
hengdi Lady Queen.
Við yfirheyrslur hélt maðurinn
hins vegar fram að hundurinn hefði
hengt sig sjálfur. íslenska þjóðin
fylltist reiði þegar upp komst um at-
hæfið og voru mótmæli haldin víða
vegna morðsins.
400 þúsund bleikjur sveltar í
Tálknafirði 2003
Tvö fiskeldi
fóru á hausinn
árið 2003 í
Tálknafirði.
Byggðastofnun
tók yfir rekst-
urs annars þeirra sem stærsti kröfu-
hafinn í búið. f stað þess að farga
eða selja fiskinn var honum einfald-
lega ekki gefið fóður. Forstjóri
Byggðastofnunar, Aðalsteinn Þor-
steinsson, sagði að „fiskurinn hefði
greinilega verið vannærður".
Fjölmargar athugasemdir voru
gerðar við ástandið en málið strand-
aði í kerfinu. Það var ekki fyrr en níu
mánuðum seinna að yfirvöld gripu
inn í og förguðu restinni af fisknum
- sem ekki hafði dáið hungurdauða.
Hundur skotinn á færi í
Garðabæ
2004
lóð bóndans
Guðjóns Jós-
epssonar, sem
þaut út með
riffil og skaut
hundinn á
____ færi. Eigandi
hundsins, Kol-
brún Halldórsdóttir, horfði upp á
hundinn sinn deyja en gat ekkert
gert. Lögreglan mætti á staðinn og
gerði skotvopnið upptækt.
Bóndinn var bíræfinn og sagðist
ekki víla það fýrir sér að skjóta
hunda á færi vegna þess að þeir
dræpu kindurnar hans. Eiginmaður
Kolbrúnar var spurður hvernig hann
tækist á við áffallið og svaraði: „Ég
held að það sé ekki hægt að ímynda
sér hvernig það er að sjá mann
standa úti á túni og aflífa heimilis-
dýrið; auðvitað erum við í sjokki."
Boxer-hundurinn Max var skot-
inn á færi nálægt vinsælu útivistar-
svæði á Álftanesinu. Atvikið átti sér
stað þegar hundurinn hljóp yfir á
dyramorDsfyrirsagnirnar
Lömbin þagna í Grímsnesinu
1995
Fyrirsögn á
forsíðu
mánudags-
póstsins í 26.
júní 1995.
Schaferhundur brjálaðist og réðst á fé
á bænum Grímsnesi. Fjórtán ær og
þrír gemlingar fundust bitin og fimm
kindanna vom dauðar.Bæði mynd-
irnar og uppsetningin á greininni
vöktu mikla athygli og er það almennt
mat sérfræðinga að hér sé um eina
bestu dýramorðsfyrirsögn í sögu ís-
lands að ræða.
Össur uppvís að dýraníðslu
1993
Fiskeldis-
stöð fór á
hausinn og
Össur Skarp-
héðinsson, þáverandi umhverfis-
ráðherra og doktor í fiskeldisfræð-
um, sleppti því að fóðra seiðin allt
sumarið. Þegar fréttin birtist brást
Össur hinn versti við, neitaði öllum
ásökunum og sagði blaðið stunda
æsifréttamennsku að hætti Svía.
IIVAV AIi
Fullt nafn: Jón Ársæll Þórðarson.
Fæöingardagur og án 16. september 1950.
Sami fæðingadagur og Jesús frá Nasaret
samkvæmt Ómari Ragnarssyni, sem líka af-
mæli þennan dag.
Maki: Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggv-
ari.
Böm: Tveir strákar. Þórarinn Ingi og Þórður
Ingi. Þeir heita í höfuðið á öfum sínum og
ömmu, Ingibjörgu Árnadóttur prest frá Val-
þjófsstað.
Bíffeið: Amerísk lúxusbifreið.
Starí Fréttamaður.
Laun: Allt of lítil að eigin mati.
Áhugamál: Allt.
Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í
Lottóinu? Ég hætti við að spila þegar ég sá
röðina í sjoppunni í upphafi lottós á fslandi á
öldinni sem leið.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Kyssa konuna mína.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér
leiðist aldrei.
Jón Ársæll
Þórðarson
fréttamaður
gera heiminn ör-
lítið betri."
Jón flrsæll Þórðdison
Uppáhaldsmatur: Afrískur pottréttur að hætti
Gambíumanna eða lúðusalatið hennar
mömmu.
U ppá haldsdrykkun Kaffi Brutale.
Hvaða íþróttamaður finnst þér standa
fremstur f dag? Ásthildur Helgadóttir.
Uppáhaldstfmarit Bændablaðið.
Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir
utan maka? Mamma.
Ertu hlynntur eða andvfgur rikisstjóminni?
Fréttamenn eiga alltaf að vera í stjórnarand-
stöðu.
Hvaða persónu langar þig mest að hítta? Nel-
son Mandela.
Uppáhaldsleikari: Edda Heiðrún Backman.
Uppáhaldsleikkona: Margrét Vilhjálmsdóttir.
Uppáhaldssöngvari: Siggi bróðir.
Uppáhaldsstjómmálamaður. Guðni Ágústs-
son.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Simpson-
fjölskyldan.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Sjálfstætt fólk og
Parkinson á BBC.
Ertu hlynntur eða andvfgur veru vamarliðsins
hérá landi? (sland úr NAT0, herinn burt. En
þeir verða að þrífa eftir sig á Heiðarfjalli áður
en þeir fara, helvítis dónarnir.
Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan.
Uppáhaldsútvarpsmaðun Jónas Jónasson.
Stöð 2, Sjónvarpið eða Skjár einn? Omega.
Uppáhaldssjónvarpsmaðun Ómar Ragnars-
son.
Uppáhaldsskemmtistaðun Heima eftir mið-
nætti þegar ég er farinn að dansa berfættur.
Uppáhaldsfélag f fþróttum: Ungmennafélag-
ið Skarphéðinn.
Stefnir þú að einhverju sérstöku f framtfð-
inni? Að gera heiminn örlftið betri.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Hlusta á
lækinn, fuglana og mararölduna leika við
sandinn í Austur-Eyjafjallahreppi hinum forna.
ttija/vnyt
Elín Hirst,
fréttamaðurá
Sjónvarpinu.
Edda Andrés
dóttir, frétta-
þuia d Stöð 2.
Valgerður
Matthías-
dóttir, sjón-
varpskona á
Skjá einum.
Þórhallur
Sigurðsson
leikari.
Guðni
Agústsson
landbúnað-
arráðherra.
jijjopsdjpu\/ Dppj *s uossjsnóy fugnc) uossgjnöjs
W!H UJI3 ’£ Jnuoqjpr) ’Z WpsDjqUD^ jngjdö/DA * L
Rafmagnsgítar
magnari poki, ól- snúra -stillir
og auka strengjasett.
Rafmagnsgítarsett
29.900,- stgr.
Söngkerfi
frá 59.900,-
Trommusett frá
49.900,- stgr.
Gítarinn ehf.
Stórhöfða 27, sími 552-2125
www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is
Klassískir gítarar
frá 9.900,- stgr.