Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. APRlL 2004 Fréttir 0V Sprenqjurá Vogaheiði Viðvörunarskilti við gamalt skotæfingasvæði bandaríska hersins á Voga- heiði hafa verið endumýjuð. Að sögn Landhelgisgæsl- unnar er full ástæða til að vara almenning við þeirri hættu sem geti stafað af gömlum sprengjum á svæð- inu en slíkar sprengjur hafa fundist í miklu magni á þessu vinsæla útivistar- svæði. AIls hafa fundist u.þ.b. 800 óspmngnar sprengjur á svæðinu síðan 1986 og talið er að enn sé þar mikið magn af sprengj- um. Sektir á Selfossi Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru 37 öku- menn kærðir fyrir of hraðan akstur í síðustu viku. Sá er hraðast ók var mældur á 122 km/klst hraða á Suðurlandsvegi skammt frá Hveradölum og þarf að greiða sekt að upphæð 25.000 krónur vegna brotsins. Álagðar sektir vegna umferðar- lagabrota í umdæmi lög- reglustjórans íÁrnes- sýslu þessa vikuna eru 590.000 krónur. Eggertfær matsmenn Eggert Haukdal, fyrrum þingmaður og sveitarstjóri, fær samkvæmt nýföllnum dómi Hæstaréttar dóm- kvadda matsmenn til öflun- ar matsgerðar, sem hann hyggst leggja fram sem sönnun- argagn með kröfu um endurupptöku refsimálsins gegn honum, sem dæmt varí 17. mai'2001. Eggert var sakfelld- ur á sínum tíma vegna 500.000 króna leið- réttingarfærslu í reikningum hreppsins og hefur hann tví- vegis leitað endumpptöku málsins en án árangurs. Ráðherra neitar að svara Sá fáheyrði atburður gerðist á Alþingi í fyrradag að Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, synjaði Kristjáni L. Möller alþingismanni svars við formlegri fyrirspurn. Rök ráðherrans voru þau að efni fyrir- spumarinnar væri undanþegið upp- lýsingarétti. Kristján spurði um hverjar hefðu verið tillögur Byggðastofnunar um lækkun flutn- ingskostnaðar og óskaði eftir því að tillögum- ar yrðu birtar í heild sinni en fær sem fyrr segir ekkert svar. Herra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, mun gegna störfum biskupsins yfir íslandi um páskahelgina. Herra Karl Sigurbjörnsson biskup er við sjúkrabeð Rannveigar dóttur sinnar i London en hún veiktist alvarlega fyrir skemmstu. Rannveig er á góðum batavegi og er von á biskupi til starfa strax eftir páska. leysir biskup aí um páska Vígslubiskupinn í Skálholti, herra Sigurður Sigurðarson, leysir biskupinn yfír Islandi af um páskana. Hefur það ekki gerst áður á þessari mestu hátíð kristinna manna. Herra Karl Sigurbjörnsson hefur dvalið í London að undanförnu við sjúkrabeð Rannveigar dóttur sinnar sem þar veiktist alvarlega. Rannveig hefur verið í hönnunarnámi í London. „Ég þarf ekki að sinna neinum sérstökum embættisskyldum fyrir biskup um páskana og hef aðeins tekið. símtöl og annað sem til hans er beint. Það virðist líta vel út með bata dóttur bisk- upsins og ég á von að hann snúi aftur heim strax eftir páska og taki við störfum sín- um," segir séra Sigurður Sigurð- arson. „Sjálfur mun ég vera með guðsþjónustu í Skál- holti á föstudaginn langa og svo á páskadagsmorgun eins og venju- lega.“ Herra Karl Sigurbjörnsson hefúr verið í London um tíma vegna veik- inda dóttur sinnar. Tvær dætur bisk- ups eru þar búsettar, Rannveig sem fyrr greindi og svo Inga Rut guð- fræðingur og eiginkona séra Sigurð- ar Arnarsonar sem er prestur fslend- inga í London. Ekki er hefð fyrir því sjónvarpi um páska líkt og um jól og fyrir bragðið mæðir minna á vígslu- biskupnum í Skálholti nú þegar hann óvænt leysir biskupinn af um hátíðirnar. Að öðru leyti verður helgi- hald þjóðkirkj- unnar um páska með venjubundnu ; sniði og eru landsmenn allir hvattir til að sækja kirkju. Kristurog kynslóðin hangandi Loksins er píslargöngu Svart- höfða lokið. Páskahátíðin er geng- in í garð, og um leið er Svarthöfði genginn til náða um sinn. Hann er nefnilega smitaður af þeirri kyn- slóð sem nú vex upp og kýs helst að vinna bara frá 9 til 3, helst ann- an hvorn dag. Sú ósk hefur ekki verið uppfyllt, en kristin trú kveður á um að nú hljóti Svarthöfði frið eftir langa vinnulotu frá jólum. Svarthöfði dáist að Kristi, sem einnig gekk píslargöngu í sinni tíð Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins.i og birtist honum í kvikmynd Mel Gibson, Kristspassíu. Reyndar dá- ist Svarthöfði enn meira að öðru í fari Krists en píslum hans. Það er að Kristur vann aldrei handtak, var með hárlubba eins og hippi og bjó í föðurhúsum til dauðadags. Þetta er alveg eins og kynslóð sú er Svarthöfði ber keim af, hvernig kynslóðin, kennd við hangs, vill Hvernig hefur þú það' „Ég hef það mjög gott í augnabliklnu. Þetta er búin að vera mikil fundatörn undanfarna daga og við rafiðnaðarmenn höfum fengið flest í gegn sem við vildum íþessum samningum. Nú liggur það helst fyrir hjá mér að skella mér á sklði yfir páskana. Ég fer norður í Skagafjörð til þess því það er enginn snjór hér fyrir sunnan." hafa það. Passía okkar er að slaka á og hanga, smakka á ostapoppi og horfa á vídjó. Ekki þurfti Kristur að vinna þeg- ar hann fjölfaldaði brauðið eða margfaldaði fiskana. Ekki þurfti hann að fara í stígvél þegar hann gekk á vatni. Hvernig væri svo að þurfa ekki að flaka þúsund þorska á færibandi til að komast í ríkið og bara breyta niðurtröðkuðu vatn- inu í vín? Þvílíkt tjill. Svo klæddi hann sig bara í kufl og sandala og lét lofta vel um. Svarthöfði hefur íhugað að fara úr svörtu klossun- um og kaupa sér svarta sandala, en hér er of kalt. Sannleikurinn er hins vegar sá að í endingu lendum við öll í písl- argöngunni. Við verðum öll að vinna unr síðir. Jafnvel þó pabbi manns sé vinnuveitandi. En okkur Snorri lagði Skagafjörð Hæstiréttur hefur dæmt sveitarfélagið Skagafjörð til að greiða Snorra Birni Sig- urðssyni, fyrrverandi sveit- arstjóra, 1,2 milljón króna, auk vænna vaxta og máls- kostnaðar, vegna vangold- inna orlofsgreiðslna á fasta yfirvinnu fjögur ár aftur í tímann. Sveit- arfélagið taldi sig ekki skylt að greiða orlofsféð og taldi þess utan að Snorri hefði tapað mögulegri kröfu sinni með tómlæti. Ríkisrekin vídjóleiga „Stjórnendur RÚV virð- ast hafa keyrt í fjárhagslegt og efhislegt öngstræti," segir Björgvin G. Sigurðsson, þing- maður Samfylking- arinnar. Björgvin segir það dæma- laust að nú sé sú staða komin upp að afiiotagjöld séu hækkuð verulega á sama tfma og harkalegur niðurskurður eigi sér stað í framleiðslu á innlendri dagskrárgerð og fféttatengdu efni. „Það get- ur ekki verið tilgangurinn með RÚV að ríkisreka vídjóleigu." Björgvin tekur málið upp á Álþingi og kall- ar efflr skýrri stefnu stjórn- valda í málefnum RÚV. Eurovision fötin hans Jónsa Biðin eftir Eurovison- stundinni styttist óðum og nú hefur verið gert opin- bert hverjir munu sjá um að Jónsi verði sæmilega til fara þegar hann flyt- ur lagið Heaven í | Istanbul í Tyrklandi þann 15. maí. Fyrir- tækið NTC hefur ákveðið að styrkja hópinn með fataút- tektum en NTC rekur meðal ann- ars verslunina 17. Það verður því 17 sem klæð- ir Jónsa í Eurovisionkeppn- inni og nú er bara að vona að menn fari ekki að klæða hann í eitthvað pils líkt og Einar Ágúst héma um árið. Þá datt Island út úr keppn- inni eins og allir muna og kenna margir umræddum pilsfaldi um þær hrakfarir. var ekki ætlað að vinna og það vissi Kristur. Það var af meiði hins illa að Adam og Eva átu eplið og var síðar kastað úr paradísinni Eden, þar sem þau unnu ekki handtak. Nú er bara api í Eden. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.