Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Blaðsíða 47
DV SíOast en ekki síst
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2004 47
Þegar ég var unglingur fór ég um
heiminn og skoðaði heil listasö&i: f
London, París, Munchen, Vín,
Vatíkanið. Gekk daga langa og fannst
ég svíkjast um ef ég staldraði ekki við
og hugleiddi hverja
mynd. Núorðið, ef
ég fer á annað borð
á listasöhi, hef ég
þá reglu að fara
bara inn til að
skoða eina mynd.
Síðast þegar ég var
íBerlínfór égíAlte
Nationalgallerie til
að horfa á þessa mynd - gekk hratt
gegnum saiina tíl að sjá ekki hin-
ar - Todesinseln, Dauðaeyjuna,
eftir Arnold Böcklin.
Ég veit svo sem voða h'tið um
myndina og málarann og ætla
ekkert að fara að lesa mér til.
Minnir að ég hafi fyrst séð hana
utan á Penguin Classics kilju -
_ það gætí hafa verið eitthvað eftir
gjH Nietzsche. Alla vega er draum-
kennd rómantísk tilfmning í
myndinni sem höfðar til mín;
þessi kuflklædda vera, hver sem
hún er, sýpressurnar, kirkju-
garðatré í Suður-Evrópu, tré sem
drekka í sig ljós og myrkur; kyrrð-
in í myndinrú.
Ég þarf svo sem ekki að útlista
það nánar - þetta er æðislegt
verk.
Eyja hinna nanðu
Arnold Böcklin var Svisslendingur
og fæddist i Basel þann 16. október
1827.Hann var sonur kaupmanns
og var eetlað að feta í fótspor föður
slns en þráði frá unga aldri að
gerast málari. Þrátt fyrir andstöðu
pabbans tókst honum það og
lærði málaralist i Dusseldorf þar
sem kennarar hans voru gegnsýrð-
ir rómantisku stefnunni sem nokk-
uð var farin að þróast íátt til sym-
bó/isma. Böcklin heillaðist af Itallu
og italskri málaralist þar sem
klassísk áhrifvoru sterk. Á árunum
1874-1884 varhann búsettur í
Flórens og hafði þá unnið sér sllkt
nafn fyrir sterkar, fallegarog
stundum allt að því dulrænar
myndir sínar - þar sem blönduðust
saman stefúr goðsagnaveröld og
rómantískt landslag - að hann var
kominn með sinn eigin hóp aflæri-
sveinum.
Jafnframt voru myndirhans orön-
ar eftirsóttar og á þessu tímabili
málaði hann sína langfrægustu
mynd, Eyju hinna dauðu. Myndina
málaði hann samkvæmt pöntun
frá konu nokkurri sem hafði beðið
hann um„eitthvað tilað dreyma
Arnold Böcklin Sonurkaupmans
og ætlaði að feta I fótspor föðursins
en þráði frá unga aldri að gerast
málari.
um". Það var verkefni við hæfi
Böcklins sem iðulega ræddi um að
myndirnar hans ættu helst að
vekja einhvers konar draumkennd-
ar óáþreifanlegar tilfinningar með
áhorfandanum. Og hefur greini-
lega tekist í tilfelli Egils Helgasonar.
Engar skýringar lét Böcklin fylgja á
því hverþessi dauðaeyja væri eða
hver mannveran væri sem er að
koma siglandi á kænunni en
myndin sló strax í gegn. Böcklin
sjálfur var reyndar svo hrifinn af
henni að hann málaði afhenni
nokkrar útgáfur. Þær eru þó afar
svipaðar en blæbrigði í birtu og lit
svolitið ólík.
Siðustu árin bjó Böcklin í villu sinni
San Domenico, nálægt Fiesole.
Hann málaði fram á dánardægur
sitt lö.janúar 1901 enaukmálara-
listar hafði hann mestan áhuga á
flugi og mun - eins og Leonardo
da Vinci - hafa gert tilraunir til að
hanna vængi sem gætu lyft mann-
inum frá jörðinni svo hann fengi
að svifa eins og fugl um loftið.
Mottó Böcklins var:„Það er enginn
endir á skáldskapnum í fegurð-
inni."
Skírdagur
Á höfuð-
borgarsvæð-
inu dropar úr
lofti en ekki
hvasst. Óvenjuhíýtt
og ákjósanlegt veður fyr-
ir gangandi vegfarendur
með regnhlíf. A Akureyri
verður svipað veður en
þörf fýrir regnhlífar minni
og sömu sögu má segja
um Egilsstaði.
Föstudagurinn langi
Kólnar heldur í veðri í Reykja-
vík og fiystir fýrir norðan. Sést gæti
tíl sólar í höfuðborginni en snjóél á
Akureyri með tilheyrandi næðingi.
Sama saga á Egilsstöðum.
Laugardagur fyrirpáska
Hlýnar á ný um allt land en ger-
ist mishratt. í Reykjavík verður gott
veður, lítill vindur en hætta á rign-
ingu. Fyrir norðan og austan
mjakast hitastígið upp fyrir fros6%*.
mark.
Páskadagur
Vel messufært um land allt. Mild-
ar suðlægar áttir. í Reykjavík má
búast við lítilsháttar rigningu og það
gildir reyndar um landið allt. Hití í
höfuðborginni gætí farið upp í 8 stig.
Annarípáskum
Hálfgerð lognmolla og áttleysa í
Reykjavík. Gott veftur tíl að hreyfa
sig og hundinn. Bærilega hlýtt.
MYNDFORM
ERTU AIVEG; ÓÐ
KOMIN I NÆSTU VERSLUN A MYNDBANDI OG MYNDDISK Myndform ehí I sími: 534 0400 I myndform.is