Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2004
Fyrst og fremst JW
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjóran
lllugi Jökulsson
Mikael Torfason
Fréttastjóran
ReynirTraustason
Kristinn Hrafnsson
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreiflng:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvað veist þú um
«/ 'iimr
1, Hvað heitir fyÆi bók
Biblíunnar?
2. Og hvað heitir sú síðasta?
3» Við hverja eru guðspjöU
Nýja testamentisins kennd?
4« Hver eru upphafsorð Jó-
hannesarguðspjalls?
S. Hver eru síðustu orð
Biblíunnar?
Svör neðst á síðunni
Spillingarbarátta í
Christian Science Mon-
itor greinir fráþví ívik-
unni að forseti Mexíkó,
Vincente Fox,
ætlisér
að gjör-
breyta réttarkerfl lands-
ins tíl hins betra. Meðal
nýjunga sem hann ætlar
að ryðja tfl rúms eru að
menn séu álitnir saklaus-
ir uns sekt þeirra er
sönnuð og að réttarhöld
fari fram fyrir opnum
tjöldum. Markmið Fox er
að leitast við að útrýma
spillingu úr kerfinu og
taka upp aðferðir sem
hafa reynst vel í öðrum
löndum álfunnar,
Argentínu, Chile og Costa
Ríka. Fox hefur gengið
seint að koma í fram-
kvæmt ioforðum i þessa
veru frá því hann var kos-
inn árið 2000. Þá tók
hann við eftir 70 ára
valdaferil sama flokksins.
Almenningur hefur misst
þolinmæðina fyrir spill-
ingu í stjómkerfinu og
kaflað á aukið gagnsæi.
Skíreða skýr
Á morgun erskírdagur. Ekk-
ertyfsilon er í sögninni aö
skíra þegar hún merkir aö
hreinsa eöa gefa nafn.
Yfsiloniö kemur til
sögunnar í sögn-
inni„aðskýra"þeg-
ar merkingin er útlista,
greina frá eöa einfaidiega
útskýra.
Merkingar oröanna geta
oröiö furöu llkar.„Hann er
skfr" þýöir„hann er hreinn,
óspilltur", eöa eitthvaö álika,
en„hann er skýr" merkir aö
hannséfremurklár.
Gömul merking sagnarinnar
aöskýra (meöyfsiloni) var
reyndar„að streyma, freyöa,
húörigna" og„aö skýrast"
þýddiá U.öldaöblotna,
segir Ásgeir Blöndal. Yfsilon-
iö stafar afþvl aö sögnin er
dregin aforðinu„skúr"í
merkingunni rigning.
Málið
E
-o
■o
o
Svörvið spurningum:
1. Fyrsta Mósebók (Genesis) - 2. Opinber-
unarbók Jóhannesar - 3. Matteus, Markús,
Lúkas og Jóhannes - 4. „I upphafi varOröið
og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð" - 5.
Sá sem þetta vottar segir: „Amen. Kom þú,
Drottinn Jesús! Náðin Drottins Jesú sé með
öllum"
Dómsmálaráðherrann
Um daginn var ég spurður í sjónvarps-
þætti hvort mér - í hlutverki minu
sem ritstjóri DV - væri eitthvað ifla
við Björn Bjamason dómsmálaráðherra. Ég
tók því auðvitað fjarri enda em þau örlitlu
persónulegu kynni sem ég hef af Birni hin
ánægjulegustu. Og fyrir því hef ég orð fólks
sem ég tek fyflsta mark á - bæði innan fjöl-
skyldu minnar og utan - að Bjöm sé sérstak-
ur sómamaður og í alla staði tfl fyrirmyndar.
Hins vegar verður ekki framhjá því horft
að sem stjornmálamaður hefur Björn verið
... við skulum segja... seinheppinn upp á
síðkastið. Hann naut velvildar og virðingar í
menntamálaráðuneytinu og að flestra dómi
stóð hann sig þar giska vel. Þar sem ég átti
böm í skóla alla menntamálaráðherratíð
Bjöms þá fannst mér að vísu stundum að
hann væri kannski dálítið ofrnetinn; ég gat
ekki fundið að neitt það breyttist til stors
batnaðar þann túna að verðskuldaði óvana-
leg húrrahróp. Og datt stundum í hug hvort
vera kynni að sú staðreynd að Bjöm er list-
hneigður maður, fróður og gáfaður, kynni
að hafa áhrif á velvildina sem hann naut,
ekki sfst meðal Iista- og menntamanna;
menntamálaráðherrar hafa ekki alltaf verið
verulega viðmælandi fyrir þá hópa.
Hvað um það, Bjöm hvarf úr sínum frið-
arstóli í menntamálaráðuneytinu til að
bjóða sig fram tU borgarstjóra í Reýkjavflc en
hafði vægast sagt ekki árangur sem erfiði.
Og sem dómsmálaráðherra verður síst sagt
að hann hafí slegið í gegn. Hin vopnaða ser-
sveit, sem er helsta framlag hans tfl öryggis-
mála, er sérkapítuU út af fyrir sig en aðeins
eitt af fleiri dæmum um vandræðagang á
hinum nýja ferfl hans.
Og þá er Björn ekki enn búinn að súpa
seyðið af sinni allra umdeUdustu ákvörðun,
þegar hann skipaði náfrænda Davíðs Odds-
sonar í Hæstarétt, og vakti með því furðu og
hneykslan allra löglærðra manna, annarra
en þeirra sem múlbundnir em á Ðokksklafa.
Nú hefur kærunefhd jafhréttismála úr-
skurðað að Bjöm hafi augljóslega brotið lög
með þeim gjömingi sínum. Það er aUtaf
vandræðalegt þegar ráðherra brýtur lög.
Það er beinlfriis neyðarlegt þegar dóms-
málaráðherra verður uppvís að því.
Og þyngri en tárum taki þau viðbrögð
Bjöms við úrskurðinum sem birtast á blað-
síðu átta í blaðinu f dag. Nefndin verður bara
lögð niður, segir Bjöm með þjósti miklum.
Manni er sagt að Bjöm langi mikið tU að
verða forsætisráðherra. Ég er ekki viss um
að við þurfum annan svona forsætisráð-
herra.
Mugijökulsson
Fyrst og fremst
EGILL HELGAS0N BYRJAÐI að
„blogga" í fyrradag og fyrsta færsl-
an á bloggsíðunni hans á striki.is
fjallar meðal annars um að hann
hafi verið beðinn um að velja upp-
áhaldsmálverkið sitt fyrir DV, en
árangurinn af því má sjá á síðu 47 í
blaðinu í dag. Annars fjallar fyrsta
bloggið að mestu um Kurt Cobain
en þennan dag var þess minnst um
hinn vestræna heim að tíu ár voru
liðin síðan hann framdi sjálfsmorð.
Flestir málsmetandi kúltúrpáfar
fóru um Cobain fögrum orðum, en
ekki Egill. Hann skrifaði:
„IDAG LES ÉG í öllum blöðum að
tíu ár eru síðan Kurt Cobain fannst
dauður með sprautu í handleggn-
um.
Er ég einn um að finnast Kurt
hallærislega veimiltítulegur? Tón-
list hans full af gólandi sjálfsvor-
kunn. Sendi Amari Thforoddsen],
sem er bráðflinkur blaðamaður á
Mogga svohljóðandi komment um
Kurt, stend við hvert orð:
„Kurt Cobain - sjálfselskur og
stupid teenybopp-
er, kúlutyggjó-
strákur, minnir á
Jim Morrison,
annan væminn og
sjálfhverfan tón-
listarmann, ekki
þess virði að eyða
orðum á, líkt og
annars ágæt grein
þín sannar. Þegar
ég bjó í París lá
mér alltaf við að
æla þegar ég sá
liðið flykkjast að
leiði Jims.
John Lennon
var þó karlmenni.
MÍN HETJA ER CHEKH0V. Læknir-
inn og leikskáldið sem bað um
kampavlnsflösku stundu áður en
hann dó - úr berklum. Frá því seg-
ir í smásögu eftir
Raymond Carver.
Er búinn að kaupa
tíu eintök af þýð-
ingum Ama Berg-
mann á smásög-
um eftir hann.
Hvílík viska! Hef
geflð bræðmm
mínum þetta í
jólagjöf mörg ár í röð. Þeir búa í út-
löndum og skilja bækurnar alltaf
eftir heima. Þannig að Chekhov
hleðst upp.“
5 persónur sem
við þurfum ekki
aftur
1. Þorgrfmur Þráinsson
2, Hrafn Gunnlaugsson
3. Birgitta Haukdal
4. Halldór Ásgrfmsson
5. Stefán Jón Hafstein
Barist í barnaafmælinu
GUÐMUNDUR ANDRITHORSSON
skrifaði „um daginn og veginn" (
Fréttabiaðið (fyrradag og fjallaöi
þar um auglýsingar (slandsbanka
þar sem ungir krakkar voru settir (
gervi þeirra Davfðs Oddssonar,
Olafs Ragnars Grímssonar og Bjark-
ar Guömundsdóttur. Hann byrjar á
að biðjast eiginlega afsökunar á því
að „hnjóða í blessuð börnin" en
bendir á að auglýsingarnar segi í raun og
veru að haegt sé að „nurla" sér leið upp í
ráðherrastól og til „listrænna afreka", og:
„Hægt sé að panta sér ævistarf, ef maður
gæti þess bara að panta nógu snemma...'
SfÐAR í GREININNI bætir Guðmundur
Andri við:
,,[É]g vona að mérfýrirgefist þótt
ég játi hér og nú að þegar ég horfi
á risamyndirnar af hinum ábúðar-
miklu drengjum í gervi þessara
valdamanna [Ólafs Ragnars og
Daviðs] rennur mér hálfpartinn
kalt vatn milli skinns og hörunds:
Drottinn minn! Hugsa ég: önnur
tuttugu-þrjátíu-fjörutíu áraf því
sama, þegar þessi Davíð hættir þá
kemur bara nýr og alveg eins, með sömu
krullurnar, sömu úrræðin, sömu tilsvörin
BARNAAFMÆU sem Guðmundur Andri
hefur nýlega farið í verður honum einnig
tilefni nokkurra hugleiðinga en þarvildu
börnin fá að leika „hetjurnar" úr auglýsing-
unum. „Ég
ætla að vera
Davíð Odds-
son, sagði
einn strákur-
inn og gerði sig drembilátan í
framan og fór að ráðskast
með viðstadda," skrifar Guð-
mundur Andri og enginn í öllu afmælinu
reyndist þess megnugur að standa upp í
hárinu á þessum átta ára gamla Davið
Oddssyni fyrr en einmitt að einn tók á sig
gervi Ólafs Ragnars Grímssonar.
Og svo var ein stelpa sem „fór að láta að
sér kveða með myndugum hætti við
stjórn landsmálanna kringum borðið" og
hún kaus sér þá gervi Inglbjargar Sólrúnar
Gísladóttur.
LOKS BENDIR
Guðmundur Andri
á hina heimspeki-
legu mótsögn við
auglýsingarnar.
Þau þrjú - Björk, Davíð og Ólafur
Ragnar-sem íslandsbanki hvet-
ur öll börn landsins, beint eða
óbeint, til að taka sértil fyrirmyndar eru öll
þeirrar gerðar að þau hafa hafist af sjálfu
sér og náð árangri með því að rækta sér-
kenni sín, ekki fylgja öðrum í blindni. Því
sé skrýtið að auglýsingarnar virðist hvetja
krakka til að reyna að líkja eftir þeim.
„En hvenær hefur það svo sem samræmst
markmiðum, aðferðum og gjörvallri lífssýn
auglýsingaiðnaðarins að hvetja fólk til að
fara eigin leiðir?"