Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2004
Fókus DfV
10
a hvglisverDar
staoreyndir uni
offitu barna
1.
Rannsóknir sýna að 75% of
feitra barna verða of feit á
fullorðinsárum.
2.
Offita eykur hættu á ýmsum
lífshættulegum sjúkdómum.
3.
fslensk börn voru þau feit-
ustu í Evrópu fyrir fjórum
árum siðan. Þýsk ungmenní
hrepptu þennan vafasama
titil fyrir tveimur árum síðan.
4.
Ef fram heldur sem horfir má
reikna með að íslendingar
muni standa jafnfætis
Bandaríkjamönnum hvað
offituvandann snertir.
5.
Offita á unglingsaldri leiðir
frekar til fylgikvilla og sjúk-
dóma en offita á fullorðins-
aldri.
6.
Bretar brugðust við offitu-
vandanum með því að
breyta fatanúmerum
kvenna. Með þeim hætti
gátu konur fitnað töluvert án
þess að fara upp um stærð.
7.
Æ algengara verður að ís-
lensk fermingarbörn þurfi að
láta sérsauma á sig föt fyrir
stóra daginn.
8.
Meðgöngukrem seijast bet-
ur f apótekum fslands þegar
sól tekur að hækka á lofti.
Skýringin er sú að sum ferm-
ingarbörn grípa til þess ráðs
að fjárfesta í túbu í þeirri
von að slit vegna offitu
minnki.
?
rannsókn sem gerð var á
níu ára skólabörnum á ís-
landi fyrir nokkrum árum
kom f Ijós að börn höfðu
bæði hækkað og þyngst yfir
60 ára tímabil. Þyngdaraukn-
ingin var þó töluvert umfram
það sem eðlilegt mátti telj-
ast. Stelpurnar höfðu að
meðaltali þyngst um 4,6 kg
en strákarnir um 5,1 kg.
10.
Offituvandinn hefur orðið til
þess að stór hluti barna og
unglinga hefur miklar
áhyggjur af þyngd sinni.
Jafnvel þau sem þurfa þess
ekki.
íslensk börn voru þau feitustu í Evrópu fyrir Qórum árum og eru á „góðri“ leið
með að verða þau feitustu í heimi ef ekki verður gripið til stórtækra aðgerða. Yfir-
völd hafa brugðist hægt og illa við og svo virðist sem meirihluti þjóðarinnar geri
sér ekki grein fyrir hversu alvarlegt vandamál offita barna og unglinga er. Gaui
litli segir vandamálið gríðarlega stórt og úrbóta sé þörf.
Offita var nánast óþekkt meðal íslenskra barna fyrir nokkrum
áratugum síðan en nú er svo komið að fermingarstelpur kaupa
meðgöngukrem í stórum stíl til að koma í veg fyrir slit af völdum
offitu og ekki er óalgengt að sérsauma þurfi fermingarföt á ís-
lensk fermingarbörn.
Gaui litli „Krakkar hreyfa sig litið og mataræði landsmanna hefur breyst mikið til hins verra
síðustu áratugina. ...Offita er ekki einstaklingsvandamál. Það eru foreldrarnir sem kaupa inn,
smyrja nestið, elda og leggjast ísukk og svínari. Oftar en ekki eiga feit börn offeita foreldra
þótt það sé engin regla."
Guðjón Sigmundsson, sem íslend-
ingar þekkja betur sem Gauja litla,
hefur haldið námskeið íyrir of feit
böm og unglinga undanfarin sex ár
með góðum árangri. Hann segir
vandamálið gríðarlega stórt. „Síðustu
tíu ár hefur of þungum bömum á ís-
landi íjölgað um tæplega helming og
fyrir fjómm árum síðan áttum við feit-
ustu böm í Evrópu. Þjóðverjar tóku
þann titil af okkur fyrir tveimur árum
síðan. Það er talað um að við séum tíu
árum á eftir Bandaríkjamönnum í
ofBtu bama og unglinga en þróunin er
hröð hér á landi og við gætum náð
þeim eftir 4-5 ár ef fram heldur sem
horfir,“ segir Gaui. „Yfirvöld hafa
bmgðist mjög hægt við þessu vanda-
máfi og meðferð er mjög erfið. Með
röngum áróðri er hætt við að maður
reki bömin í anorexíu og búlimíu."
Andlegt ástand spilar stóra
rullu
Gaui segir að offita sé að stóm leytí
sjálfskaparvíti. „Krakkar hreyfa sig Út-
ið og mataræði landsmanna hefur
breyst mikið tif hins verra síðustu ára-
tugina. En andlegt ástand spilar lfka
stóra rullu sem gerir það að verkum
að erfitt er að eiga við þessa hluti
nema unnið sé að því að byggja
krakkana upp. Eftir að einstaklingur-
inn nær að takast á við sjáifan sig er
eftirleikurinn auðveldur."
Ungmennin sem hafa sótt nám-
skeið Gauja skipta hundruðum. „Nið-
urstöður rannsókna sem við höfum
gert benda tii þess að námsárangur
krakkanna eykst að loknu námskeið-
inu, einelti alit að því hverfur, þau
fara að stunda íþróttir og mataræði
fjölskyidunnar bamar. Offita er ekki
einstaklingsvandamáf. Það em for-
eldramir sem kaupa inn, smyrja nest-
ið, elda og leggjast í sukk og svínarí.
Oftar en ekki eiga feit börn of feita for-
eldra þótt það sé engin regia.“
Enginn talar um fílinn í stof-
unni
Offita og matarfikn em smám
saman að verða stærra heilbrigðis-
vandamál en tóbaksreykingar og
rannsóknir sýna að fleiri deyja úr
sjúkdómum tengdum offitu en
láabbameini. „Offita er tabú, svona
eins og áfengisfikn hérna áður fyrr,“
segir Gaui. „Of feitum einstaklingum
er bara sagt að hætta að borða og
byrja að hreyfa sig. Það segir enginn
aikóhólista í dag að „hætta bara að
drekka". Svo erum við aiveg ofboðs-
lega slungin að „kóa“ með fólki. Við
erum ekkert að tala um þennan fíl í
stofunni. Við bendum ekki á hann og
segjum: „Þessi einstaklingur er of feit-
ur, það þarf að gera eitthvað fyrir
hann.“ Þessi umræða kemur aUtaf
upp á haustin þegar fólk er að rísa
upp úr sukki og svínaríi sumarsins. Þá
á að fara að vinna sig í jólakjólinn. Svo
eftír áramót þarf að vinna sig út úr jól-
unum. Svo er það eins með páskana
og á sumrin gefur fólk skít í aiit, það
þykir bara töff að vera með bjórvömb
að grilla og fólk ákveður að taka sig á
um haustið."
Sykraðir hamborgarar á
McDonalds
„Við erum alveg meðvituð um
hvað er í gangi en þegjum þetta hel-
vítis til," segir Gaui og er mikið niðri
fyrir. „Það er engin ein lausn til.
Stærsta vandamál heilbrigðisstofn-
ana í Bandaríkjunum er að þær ná
ekki tíi almennings með boðskapinn
vegna ofgnóttar af skyndilausnum.
Skyndilausnaiðnaðurinn veltir tug-
um mifljarða á ári, tölumar em
gígantískar. Þetta er ekki jafnslæmt
hérna heima þótt ástandið sé hvergi
nærri gott." Hann segir ýmis fyrirtæki
gera iflt vena í þeim tilgangi að hala
inn hærri summur. „Það er orðið 20%
meira í kexpökkunum, þú borgar
meira fyrir venjulegt Snickers en
júmbóstærðina og McDonald’s-
menn sykra hamborgarana sína. Það
em þessir óbeinu hlutir á gráum
svæðum sem höfða til undirmeðvit-
undarinnar og hvetja til ofneyslu."
Getum við sjálfum okkur um
kennt?
Sjálfur segist Gaui ekki hafa verið
feitt barn. „Ég er náttúrulega bæði
stór og þrekinn. Erfi það úr föðurætt-
inni. Bræður mínir vom það mjóir að
þeir blotnuðu ekki í sturtu. Ég er af
þeirri kynslóð sem þurfti að ganga í
fötum eldri systkina. Ég passaði ekki í
föt bræðra minna og smám saman sí-
aðist það inn í undirmeðvitundina að
ég væri feitur. Þegar ég skoða gamiar
myndir af mér í dag sé ég að ég er það
alls ekki. Ég byrjaði að fitna á síðari
hluta unglingsáranna þegar ailt var
komið í óefni og er enn að kijást við
þetta vandamál í dag.“ Gaui segist
hafa gengið bæjarfélaganna á milii
sem bam. „Hér skutla ég dóttur minn
í skólann sem er í 500 metra fjarlægð.
Kannski getum við sjálfúm okkur um
kennt að stórum hluta. Hraðinn er
meiri og aðstæður öðmvísi. Það já-
kvæða er að foreldrar em farnir að
kveikja fyrr en þeir gerðu. Það er grát-
legt þegar þeir dúkka upp með ferm-
ingarbam sem þarf að létta um 20-30
kíló til að það passi í einhver föt.“
þitt of
Til er tiltölulega einföld
leið til þess að greina
ofiitu barna. Notaður er^
sérstakur iíkams- .4jpí
þyngdarstuðull
(LÞS) sem er fund-
inn út svona:
LÞS = Þyngd i kíló-
grömmum/hæð i
metrum i öðru veldi.
EfLÞS er hærri en
19,7er barnið ofþungt.
Ef LÞS er hærri en 23 er barnið of
feitt.
Fyrir tveimur árum var stofnaður
sérstakur vinnuhópur um greiningu
og meðferð offitu og ofþyngdar en
hann skipaði fólk úr hinum ýmsum
stéttum heilbrigðisgeirans. Fyrir
nokkrum dögum síðan birti hópur-
inn drög að klínískum leiðbeining-
um um efríið á vef Landlæknisemb-
ættisins. Eftirfarandi punktar em
meðal þess sem þar kemur fram en
drögin í heild sinni má finna á
www.landlaeknir.is.
• Gróflega má ætla að um fimmt-
ungur íslenskra bama sé ofþungur
og eitt af hverjum 20 of feitt.
• Helstu ástæður em aukið fram-
boð á orkuríkum og gimilegum mat
og að ekki hefur tekist að aðlaga
orkuneyslu að minnkandi orkuþörf
sem fylgir minni líkamlegri áreynslu
f nútímaþjóðfélagi.
• Offita á unglingsárum leiðir oft-
ast til offitu á fuilorðinsaldri og er
ávísun á fjölmörg heilsufarsvanda-
mál sem oft em vanmetin, svo sem
háþrýsting, sykursýki, blóðfiturask-
anir ásamt álagi á bein og liðamót
auk sálrænna og félagslegra vanda-
mála (svo sem þunglyndis og einelt-
is).
• Meðferð offitu hjá bömum og
unglingum er vandasöm og árangur
yfirleitt lélegur og því em fyrirbyggj-
andi aðgerðir afar mikilvægar.
• Engin einföld meðferð er til sem
er áhrifarfk gegn offitu. Mikilvægt er
að hafa í huga að meðferð offitu hjá
bömum felst fýrst og fremst í lífs-
stílsbreytingu með megináherslu á
mataræðisbreytingu, aukna hreyf-
ingu og minnkaða kyrrsetu.
• Langtímaárangur næst ekki
nema með viðhorfsbreytingu.
Heilsusamlegt mataræði er eindreg-
ið ráðlagt en lagst er gegn ströngum
einhæfum matarkúrum sem geta
gert ástandið verra og hindrað eðli-
legan líkamlegan þroska. Asættan-
legt markmið meðferðar fyrir flest
of feit eða of þung böm, sem ekki
hafa lokið hæðarvexti, er að við-
halda óbreyttri líkamsþyngd eða
hægja verulega á þyngdaraukningu.
• Undirliggjandi sjúkdómar, s.s.
efnaskipta- eða hormónasjúkdómar
em sárasjaldgæfar orsakir offitu hjá
bömum og unglingum.
• Markmið meðferðar er fyrst og
fremst að styðja viðleitni fjölskyldu
barnsins til að breyta lífsstfl og lífs-
háttum. Fullyrða má að ekki næst
árangur nema með fullri þátttöku
foreldra eða forráðamanna bams-
ins.