Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. APRlL 2004
Fréttir TJV
Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags íslands, telur að læknar ættu nú
þegar að rjúfa tengsl risnu og fræðslu hjá lyfjafyrirtækjum. „Mál er að linni,“ segir
formaðurinn.
Lseknar eiga að rjúfa
tengsl við lyfjarisana
Sigurbjöm Sveinsson, formaður Læknafélags íslands, telur að
læknar ættu nú þegar að rjúfa tengsl risnu og fræðslu hjá lyfja-
fyrirtækjunum. Þessi tengsl em að hans mati í senn auðmýkj-
andi og andlega heilsuspillandi. „Mál er að linni,“ segir formað-
urinn í grein um málið í nýjasta hefti Læknablaðsins.
Sigurbjöm segir einnig í þessari
grein að leggja beri niður fræðslu-
starf lyfjaframleiðenda fyrir lækna.
„Það er þó ekki einfalt fýrirtæki og
verður ekki hrundið í framkvæmd
nema með þátttöku eða öllu heldur
stuðningi heilbrigðisyfirvalda.
Læknar munu eiga erfitt með að
sætta sig við samdrátt í fræðslustarfi
og símenntun nema eitthvað komi í
staðinn" segir Sigurbjörn. „Afla þarf
skilnings þeirra meðal annars með
framtaki við endurmenntun þeirra á
annan hátt. Lyfjareikningur lands-
manna er vel á annan tug milljarða.
Verði til dæmis 0,1% þeirrar upp-
hæðar varið til sameiginlegrar end-
urmenntunar lækna, gætu áhuga-
menn um heppilegri samskipti
lækna og lyfjafyrirtækja átt von um
betri tíð með blóm í haga.“
Hagsmunaárekstrar
í grein sinni fjallar Sigurgeir
einnig um hugsanlega hagsmuna-
árekstra og trúnað milli lækna og al-
mennings „Það liggur fyrir að ffam-
leiðendur og dreifingaraðilar lyfja
leggja verulegt fé til fræðslu lækna
og þar með símenntunar þeirra. Er
þá ekki átt við beinar auglýsingar,
sem birtast læknum í ffæðiritum
eða á annan hátt, heldur heimsókn-
ir lyfjakynna til lækna, ffæðslufundi
á vegum lyfjafyrirtækjanna og beina
og óbeina styrki til ffæðslustarfs á
vegum lækna og samtaka þeirra. Þá
er stuðningur mikilvægur við þekk-
ingarleit lækna erlendis og þátttöku
í vísindastarfi, ýmist skipulögðu af
lyfjafyrirtækjunum eða utan þeirra.
Því verður ekki neitað að allir þessir
þættir hafa umtalsverða þýðingu
fyrir lækna og heilbrigðisþjónustuna
en bjóða jafnframt þeirri hættu
heim sem vikið er að í inngangi
þessa pistils og varðar hugsanlega
hagsmunaárekstra," segir Sigurgeir
Trúnaður
„Þeirri skoðun hefur verið á loft
haldið, að enginn munur sé á
penna og utanlandsferð eða lykla
kippu og kvöldverði. Þessi saman
burður er fjarri öllu lagi... Ef mörg
hundruð manna kvöldverðar-
boð heimilislækna á vegum J
Astra, sams konar teiti á veg-
um Delta fyrir vísindaþing
lyflækna eða utanlands-
ferðir á auglýsingafundi um
lyf á vegum GlaxoSmithKlein
stinga í augu almennings fyr-
ir utan að vera þýðingarlaust
ffamtak fyrir menntun lækna,
þá verða læknar að taka tillit til
þeirra sjónarmiða. Mikil áhersla
er lögð á trúnaðarsamband
læknis og sjúklings og gera lækn-
ar sér skýra grein fyrir þýðingu
þess. Þess heldur ætti lækna-
stéttin að rækta trúnaðar
samband sitt við al-
menning í landinu og
láta ekki einskis nýta
hluti eins og risnu
lyfjafyrirtækja valda
trúnaðarbresti milli
sín og almennings
að nauðsynjalausu."
Sigurbjörn Sveinsson „Lyfja-
reikningur landsmanna er vel
annan tug milljarða.
Verði til dæmis 0,1 %
þeirrar upphæðar
varið tilsameigin-
legrar endur-
menntunar
lækna.gætu
áhugamenn um
heppilegri sam-
skipti lækna og
lyfjafyrirtækja átt
von um betri tið
með blóm I haga."
„Það liggur fyrir að framleiðendur og dreifing-
araðilar lyfja leggja verulegt fé til fræðslu
lækna og þar með símenntunar þeirra."
Pizzahöllin Maður var dæmdur I gær fyrir að særa blygðunarkennd pítsusendla. Hann kenndi
rússneskum sjóara um ófögnuðinn.
Pantaði pítsur og gældi við sig
Sat nakinn fyrir pítsusendlum
Síbrotamaðurinn Stefán Logi Sívarsson
Hann var ofbeldis-
maður ellefu ára
Skúli dæmirí
máliJóns og
Davíðs
Ákveðið hefur ver-
ið að Skúli Magnús-
son nýskipaður hér-
aðsdómari í Reykjavík
dæmi í meiðyrðamáli
Jóns Ólafssonar og
Davíðs Oddssonar. Jón
höfðaði mál vegna ummæla
Davíðs í sinn garð sem hann
taldi meiðandi og krefst þess
að þau verði dæmd dauð og
ómerk og að Davíð verði
dæmdur til að greiða sektir.
RÚV hættirvið
Friðrik Þór
Ríkissjónvarpið hefur
hætt við að kaupa sýning-
arrétt á kvikmyndum fs-
lensku kvikmyndasam-
steypunnar, sem er í eigu
Friðriks Þórs Friðrikssonar
leikstjóra. Fyrirtækið er í
greiðslustöðvun, en á sýn-
ingarrétt á fjórða tug kvik-
mynda. Ákveðið var að
kaupin væm ekki rétt -
lætanleg ímiðjum
niðurskurði RUV.
Gjaldeyrir fyrir
40 milljarða
íslendingar eyddu tæp-
lega 40 milljörðum króna
erlendis árið 2003. Þetta
kemur fram í „Hálf fimm
fréttum" KB banka. Þetta er
25% aukning frá árinu 2002
á föstu gengi. Erlend neysla
jafngilti árið 2003 um 9% af
allri einkaneyslu í landinu,
sem samsvarar því að hvert
mannsbarn hérlendis hafi
eytt 138 þúsund krónum
erlendis.
Vegur um
Storasand?
Magnús Þór Hafsteinsson
þingmaður Frjálslynda flokksins.
„Ég vil aö vegakerfi landsins
veröi sem skilvirkast og aö það
verði gert átak I aö laga eldri
vegi, leggja nýja vegi og bora
jarðgöng þar sem þaö á við.
Verkefnin I vegagerð eru ekki
svo mörg að þau mætti af-
greiða á fáum árum. Ég minni
á að verið er að bora jarðgöng
fyrir vatn í Kárahnjúkum, i
samanburði við það eru jarð-
göng fyrir fólk smámunir."
Hann segir / Hún segir
„Ég skil ekki hvað menn eru að
pæla meö þessum vegi. Menn
segja að þetta sé út frá
byggðastefnu en hvað blasir
við þeim sem búa á litlu stöð-
unum við þjóðveginn og hafa
byggt upp ýmsa þjónustu?
Mér þykir miklu fórnaö fyrir
ekki meiri styttingu á leiðinni
norður. Þessi hugmynd er í alla
staði ömurleg."
Aslaug Thorlacius
myndlistamaöur.
Ríkissjóður fær 140 þúsund krón-
ur frá rúmlega þrítugum manni
vegna þess að hann særði blygðunar-
kennd fjögurra pítsusendla, sam-
kvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavík-
ur í gær. Maðurinn hafði það að sið
að panta pítsu í kjallaraíbúð stna í
Reykjavík og bíða komu sendlanna
nakinn og fróa sér þegar þeir komu til
að afhenda veitingamar. Hann bauð
sendlunum 500 til 1000 krónur fyrir
að bíða eftir að hann lyki sér af. Fyrst
varð vart við athæfið í janúar eða
febrúar í fýrra þegar maðurinn pant-
aði pítsu frá Pizzahöllinni og stóð
nakinn í dyrum herbergis síns þegar
sendillinn kom, í fyrrgreindum kyn-
lífsathöfhum með sjálfum sér. Þenn-
an leik endurtók hann við sama
sendil nokkrum vikum síðar og í kjöl-
farið við tvo aðra sendla frá Pizza-
höllinni og einn frá Dominos. Sendl-
arnir vom frá frá 17 ára til tvítugs.
Samkvæmt heimildum DV er
maðurinn Rússi en hann hélt því
fram fýrir dómi að honum væri mgl-
að saman við rússneskan sjómann
sem hefði dvalist hjá honum á því
skeiði sem athæfið átti sér stað. Hann
kallaði fram vitni sem gátu ekki al-
mennilega staðfest tilvist rússneska
sjóarans, en staðfestu að kannast
ekki við brenglaða kynhegðun hjá
manninum. Þótti dómnum ffarn-
burðurinn ekki byggja á raunveruleg-
um atvikum málsins. „Framferði
ákærða gagnvart kærendum var
ógeðfellt og þykir bera vott um sér-
kennilegar hvatir," segir í dómnum
sem féll honum í óhag. jontrausti@dv.is
Stefán Logi Sívarsson síbrota-
maður hélt áfr am löngum glæpaferli
sínum í fyrrakvöld þegar hann tók
þátt í árásum á fólk í miðbænum.
Hann var handtekinn í annað sinn á
tveimur dögum í fýrrakvöld eftir að
hafa tekið þátt í ofbeldisverkum
ásamt tveimur öðrum mönnum.
Einn mannanna slóst við annan rétt
við lögreglustöðina við Hlemm eftir-
miðdag mánudags, tveir þeirra réð-
ust á mann í heimahúsi á Hverfis-
götu og síðan lögðu þeir á flótta á
bíl. Þeir lögðu hendur á stúlku sem
var í bflnum en voru handteknir á
gatnamótum Snorrabrautar og
Eirflcsgötu.
Stefáni Loga var sleppt úr varð-
haldi á sunnudag eftir hrottafengna
árás á 16 ára pilt á heimili sínu á
laugardag. Beiðni lögreglunnar um
gæsluvarðhald á grundvelli rann-
sóknarhagsmuna var hafnað. Hörð-
ur Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í
Reykjavík, sagði í gærkvöldi að
beðið hefði verið um gæsluvarðhald
yfir tveimur mannanna á grundvelli
rannsóknar- og almannahagsmuna.
Hann gagnrýnir að manninum
skyldi hafa verið sleppt á sunnudag.
„Þó það lægi fýrir vísir að játningu á
Stefán Logi Sívarsson Hann var 11 ára
þegar hann gerði árás á unga móöur á Eiðis-
torgi ásamt eldri bróöursinum. Meðfylgjandi
mynd er frá 1993, eða um það leyti sem árás-
in var gerð.
þessum tímapunkti voru atvikin
óljós," segir hann.
Stefán Logi hefur framið afbrot
frá blautu barnsbeini. í aprfl 1993,
þegar hann var 11 ára, réðst hann
ásamt bróður sínum að ungri móður
á Eiðistorgi með bitúm og spörkum,
en hún reyndi að koma í veg fyrir
einelti þeirra og þjófnað frá
toinbólubörnum.
Stefán var úrskurðaður í
gæsluvarðhald í gærkvöldi til 21.
aprfl en félagi hans til 14. aprfl
jontrausti@dv.is