Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2004 13
Ekki heiðurs-
borgari
„Betra seint en aldrei,"
segja bæjarfulltrúar í
Haslach í Austur-
ríki sem á dögun-
um sviptu Adolf
Hitler heiðursnafn-
bót bæjarins.
Hitler var sæmdur
nafnbótinni árið
1938 og hefur verið
heiðursborgari í 66
ár. Bæjarstjórinn, Norbert
Leimer, segir sviptingu
nafnbótarinnar hafa verið
nauðsynlega hreinsun sem
gerð hafi verið með lýðræð-
islegum hætt.
Sushi á nökt-
um líkama
Japanskt veitingahús
veldur nú miklum usla
vegna þeirrar ný-
breytni að bera
fram sushi á
nöktum kvenlík-
ama. Hafa tvær
grannvaxnar og fallegar há-
skólastúdínur verið ráðnar
sem „borð“ á veitingahús-
inu og kostar máltíðin um
sjö þúsund krónur.
Jóhannes Páll páfi hefur aldrei heyrt minnst á David Beckham
Leiðtogarnir orðlausir
yfir íramhjáhaldinu
Þjóðarleiðtogar heims áttu erfitt með að tjá sig
um meint framhjáhald fótboltasnillings Davids
Beckham. Fjölmiðlar, einkum á Bretlandi, hafa
undanfama daga fjallað um lítið annað en eldheitt
ástarsamband Beckhams og hollenskrar aðstoðar-
konu hans, Rebbecu Loos. Breska dagblaðið The
Sun gerði tilraun til að fá viðbrögð málsmetandi
manna víða um lönd en viðbrögðin voru satt að
segjaekki hörð.
Aðstoðarmaður George Bush Bandaríkjaforseta
var heldur spar á yfirlýsingarnar. „Hvað segirðu,
var Beckham að halda framhjá? Er ykkur alvara
með þetta? Tony Blair, forsætisráðherra Breta,
fékkst ekki til að tjá sig um málið og skilaboðin frá
Downingstræti 10 voru eftirfarandi: „Við segjum
ekkert, en við skulum taka símanúmerið ykkar ef
eitthvað breytist."
Elísabet Englandsdrottning baðst undan því að
segja sitt álit á málinu en talsmaður Buckingham-
hallar lét hafa eftir sér að fféttir af meintu framhjá-
haldi væru ekki sérlega traustar og þess vegna væri
ekkert um málið að segja. Jacques Chirac, forseti
Fralcklands, svaraði ekki skilaboðum The Sun en
aðstoðarmaður hans setti upp snúð: „Ástarsam-
band? Er þetta mikilvægt? Þetta hefur ekkert með
forsetann að gera," sagði aðstoðarmaðurinn og
kvaddi síðan
blaðamann-
inn.
Jóhannes
Páll páfi II
vildi heldur
ekki láta neitt
uppi um sína
skoðun. Talsmað-
ur páfa kvað
Vatikanið ekld
þekkja tU Davids
Beckham. „Ég
hef bara ekki
hugmynd um
hvað málið
snýst," var
svar
Vatikansins.
2S
Þú vinnur allt i senn öryggi, þægindi og vellíðan
þegar þú tryggir þér Securitas öryggi áður en þú ferð í fríið.
Auk þess sem þú gætir sparað þér stórfé vegna tjóns.
• Bíllinn verður I öruggri varðveislu I Leifsstöð
og þú getur stigið upp I hann tandurhreinan við heimkomu.
• Heimili þitt nýtur gæslu gegn innþrotum, leka eða þruna.
Tryggðu þér Securitas öryggi
Eitt símtal núna, síminn er 580 7000
og við gerum okkar til þess að þú njótir góðrar ferðar.
j ára
SIX ’IJKIT AS
með áhyggjur af heimili og bíl