Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2004 Fréttir DV Vinstri- og hægrimenn tókust á á aðalfundi Stúdentafélagsins 1976. Allt ætlaði um koll að keyra með hrópum, köllum, stympingum og það lá við handalögmálum. Hannes Hólmsteinn sagði að læknanemi hefði reynt að leggja á sig hendur og árás var afstýrt á Kjartan Gunnarsson. Jón Steinar fór með málið alla leið til Hæstaréttar - en tapaði. Hægrimenn töpuðu á ólöglegri tillögu Geirs Waage guðfræðinema. ann 23. mars 1976 fjölmenntu stúdentar á aðalfund Stúd- entafélags Háskólans. Vinstri- menn réðu stjórninni en hægrimenn vildu velta þeim úr sessi og smöluðu grimmt. Formaður félagsins var Garðar Mýrdal eðlisfræðinemi og hafði hann boðað til fundarins í litl- um hliðarsal, sem óðum fylltist af æstu fólki. Fremstur í hópi hægrimanna fór Kjartan Gunnarsson laganemi, nú framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, en honum þétt við hlið var Hannes Hólmsteinn Gissurarson þjóðfélagsfræðinemi. Aðdragandinn var að vinstrimenn höfðu náð völd- um í Stúdentaráði um 1970 og við- höfðu þar pólitíska baráttu, t.d. gegn Víetnamstríðunu. Hægrimenn laumuðust til að yfirtaka Stúdenta- félagið, sem hafði verið skemmti- og málfundafélag, en notuðu það til að senda frá sér mótvægisályktanir til stuðnings t.d. hernum og NATO. Lykilmaður í því plotti var Davíð Oddsson laganemi. Vinstrimenn þar var kosið um tillögu Garðars um að stjórnarkjöri yrði frestað til ffam- haldsaðalfundar - hún var felld 88:37. Hægrimenn samþykktu síðan tillögu um að Jóni Guðna yrði vikið frá sem fundarstjóra og var Kjartan kosinn í staðinn. Einnig var Hannes Hólmsteinn kosinn fundarritari við hlið Eiríks. Valdayfirtaka hægrimanna var þar með algjör og upphófst mikil upplausn á fundinum. Ekki batnaði ástandið þegar guðfræðineminn Geir Waage lagði fram tillögu um að dagskrá fundarins yrði riðlað þannig að stjórnarkosning yrði tekin fyrst fyrir. Það samþykkti meirihlutinn og var Kjartan kjörinn formaður, en þau Geir Waage, Anna K. Jónsdóttir, Tryggvi Agnarsson og Sigurður Helgason sagnfræðinemi urðu með- stjórnendur. Reynt að lemja Kjartan Síðan var tekið til að að afgreiða lagabreytingartillögur og á sama tíma gaus upp megn ókyrrð meðal Eftir lögbannsmálastapp höfð- uðu hægrimenn dómsmál til að fá með meiru viðurkenningu á lög- mæti stjórnarsetu sinnar og flutti mál þeirra ungur héraðsdómslög- maður að nafni Jón Steinar Gunn- laugsson. Við málflutninginn komu mergjaðar lýsingar á því sem gerðist á aðalfundinum. Hér eru dæmi: Kjartan Gunnarsson: „... ég sem fundarstjóri taldi mér eldci fært að bera ábyrgð á því, að fundarstörf gætu farið fram með eðlilegum hætti vegna óróa og hrindinga ... til marks um alvarleika þessa óróa vil ég geta þess, að gerð var tilraun til þess að ráðast á mig, er ég hafði frestað fundi, en komið var í veg fyr- ir þá árás, m.a. af formanni Stúd- entaráðs ... Að gefnu tilefni vil ég taka fram... að köll fundarmanna... voru.... tilraun til að trufla og tefja fundarstörf." Óp, köll og háreysti Geir Waage: „Það var svo mfltil óregla á fundinum... að mér virtist „Til dæmis um upplausnina á fundinum má nefna, að hópur manna hafði þyrpst að fundarstjóra og ritaranum. Atli Árnason hafði gert tilraun til að leggja hendur á mig, en verið stöðvaður afAdolf Guðmundssyni." Atli Árnason Reyndi ekki að lemja Hannes. vinstrimanna vegna þróunar mála og upphófust stympingar, hróp og köll. A meðan skrifúðu Eiríkur og Hannes gjörólíkar fundargerðir. Gylfi Kristinsson, nú sérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu, lagði fram vantrauststillögu á Kjartan sem fundarstjóra, en hún var felld. í kjöl- farið var eklci lengur talið fundarfært vegna ókyrrðar og frestaði þá Kjartan aðalfundi um óákveðinn tíma. Hann krafðist þess að fá gögn félagsins en því hafnaði Garðar. Hægrimenn yfir- gáfu síðan samkunduna en vinstri- menn lýstu þá og þar yfir að stjórnar- kosningin hefði verið ólögmæt og héldu fundi áfram. Niðurstaða þeirra var að stjórn Garðars væri enn við völd og boðaði hann að framhalds- aðalfundur yrði auglýstur. Jón Guöni Kristjánsson Barátta upp á llfog dauða. Gunnlaugur Ástgeirs- son Vinstri hipparnir stóðu sig betur. Eiríkur Brynjplfsson Ritari við hlið Hannesar. höfðu síðan náð félaginu aftur og íhuguðu að leggja það niður með þeim rökum að nóg væri að hafa Stúdentaráð. Garðar Myrdal Leiddi vinstrimenn. Afdrifarík tillaga séra Geirs Auk Garðars voru í sitjandi stjórn félagsins Eiríkur Brynjólfsson, nú stærðfræðikennari, Gunnlaugur Ást- geirsson, kennari, Jón Guðni Krist- jánsson, nú fréttamaður og Halldór Á. Sigurðsson, nú prófessor. Jón Guðni var skipaður fundarstjóri aðalfundarins en Eiríkur fundarrit- ari. Ákveðið var að færa fundinn yfir í aðalsal- inn einsýnt, að fundurinn færi út um þúfur, ef ekkert breyttist... þessi óregla hélst, eftir að búið var að kjósa nýjan fundarstjóra." Hannes Hólmsteinn: „... óp, köll og háreysti einkenndu fundinn, þannig að varla var hægt að greina orðaskil hjá þeim fundarmönnum sem kölluðu... Menn höfðu gert sig líldega til áfloga, stoldcið upp á borð, haldið þar ræður, æpt og kall- að... Til dæmis um upplausnina á fundinum má nefna, að hópur manna hafði þyrpst að fundarstjóra og ritaranum. Atli Árnason hafði gert tilraun til að leggja hendur á mig, en verið stöðvaður af Adolf Guðmundssyni. Arnlín Óladóttir hafði stokkið upp á borð og hélt þar ræður, og Páll (Baldvin) Baldvins- son kallaði í sífellu og hvatti menn til að sæta ekki því, sem var að ger- ast... ekki var val annars kostar en að slíta fundi.“ Garðar Mýrdal: „Ókyrrðin á fundinum fólst í því, að einhverjir fundarmenn töldu, að (Kjartan) fundarstjóri hefði ekki staðið rétt að atkvæðagreiðslu um lagabreytingar. Einnig var að streyma að nýtt fólk, það var nokkur umgangur... ég tel það valdníðslu gagnvart fundar- mönnum að neyða þá til þess að taka afstöðu til stjórnarkjörs, áður en þeir höfðu heyrt skýrslu fráfar- andi formanns og niðurstöður reikninga.“ Fyrir dómi var niðurstaðan vinstrimönnum í vil. Aðalfundurinn var löglegur þar til röð dagskrárliða var breytt. Gamla vinstristjórnin var því enn við völd en hallarbylting hægrimanna ónýt. Æfing í skylmingum Reyndi Atli Árnason að leggja hendur á Hannes? „Nei,“ segir Atli, sem í dag er læknir í Grafarvogi. „Ég man alls ekki eftir því að hafa reynt að leggja hendur á Hannes. Enda væri skömm af slíku," segir Atli. ------------------------------------------------------------------1 „Menn voru svo í kjölfarið eitthvað að æfa sig í lögfræði," bætir hann við. Þetta var prófmál hjá Jóni Steinari fyrir Hæstarétti. Anna, nú lyijafræðingur og fyrr- um borgarfulltrúi, segist eldci sjálf hafa lent í stympingum. „Ég er svo róleg manneskja, en ég sá einhver læti útundan mér. Samt ekkert í fúl- ustu alvöru, því menn voru flestir vinir og kunningjar og mér finnst eftir á að þetta hafi verið meira svona æfing í skylmingum". Anna segir að þótt málið hafi tapast fyrir dómi hafl hægrimenn náð árangri. „Ég veit ekki annað en að okkur hafi tekist að koma í veg fyrir áformin um að leggja félagið niður." Gunnlaugur segist muna það best úr þessu máli að vinstrimenn hafi sigrað. „Þetta var skemmtileg- ur slagur, mikill uppsteytur og kannski það skemmtilegasta að vinstri hipparnir stóðu sig betur í formsatriðunum en laganemarnir úr hægra slektinu. Eftir aðalfund- inn var haldinn fjölmennur fram- haldsaðalfundur, sem íhaldið fékk lögbann á og er mér minnisstætt hversu hræddur fulltrúi sýslu- manns var." Garðar, sem nú er forstöðueðlis- fræðingur hjá Landspítalanum, segir að í þessu máli hafi hægri- mennirnir gert afdrifaríkt glappa- skot. „Það var vissulega hiti í mönn- um, en hins vegar finnst mér að of mikið hafi verið gert úr því að ein- hverjar stympingar hafi átt sér stað og legið við handalögmálum. Og málið fjaraði fljótt út. Eftir að við fengum lögbanninu aflétt var kjörin ný stjórn og ég held að deyfðin hafi tekið þar við. Ég heyrði aldrei meir af þessu félagi eftir námslok". Sveimhugar og rugludallar Tryggvi Agnarsson, nú lögfræð- ingur, segist eiga mjög góðar minn- ingar um þetta mál. „Þá var mikið fjör og mikið gaman. Andstæðurn- ar sterkar. Þægilega glögg skil á réttu og röngu í pólitíkinni og góðu og vondu fólki. Við Vökufólk töld- um okkar fulltrúa alls hins góða, skemmtilega og rétta og við vorum orðin hundleið á ofríki kommanna í félagslífinu í Háskólanum. Þeir voru flestir pólitískir sveimhugar og rugludallar eða ofstækismenn að okkar viti. Fyrir fundinn var ákveðið að hittast heima hjá Kjart- ani, en stutt var þaðan á vettvang. Og við tókum þá gersamlega í bólinu. Við urðum þó undir fyrir dómi og þar með voru dagar félags- ins taldir. Án þess að ég hafi nú lagt það í vana minn að deila við dóm- ara þá hef ég alltaf álitið að niður- staða Hæstaréttar sé í besta falli röng í þessu máli." Jón Guðni segir að á þessum árum hafi vinstri- og hægrimenn tekist á eins og um líf og dauða væri að tefla. „Það var haldinn ár- angurslaus sáttafundur eftir þenn- an sögulega aðalfund. Ég man að við Gunnlaugur mættum þar og að mig minnir Geir Waage fýrir hina. Þegar sýnt var að ekki næðust sætt- ir sagði séra Geir við mig: „Þetta fer þá sína leið fyrir dómstólana. En mundu það Jón að einn dómari er æðstur. Og við eigum allir eftir að mæta frammi fyrir Honum." Svo að það er óvíst að þessu máli sé loltið. Ég vona bara að Hann hafi öðrum og veigameiri málum að sinna þeg- ar þar að kemur." Geir vildi ekki tala við DV um málið. Kjartan, nú framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflolcksins, segist minnast þess best hversu þetta var skemmtileg barátta og þá eltiti síst þessi tiltekni slagur. „Við vorum auðvitað ekki sammála niðurstöðu dómaranna, en vorum samt ekkert sérstaklega sárir. Ég held að þetta hafi ekki verið slík illindi sem mætti ætla af lýsingum sumra. Einhverj- um varð jú heitara í hamsi en öðr- um, en það var elckert til að taka nærri sér. Þetta var fróðlegt og ágætt meðan á því stóð." fridrik@dv.is Geir Waage Átti tillög- Anna K, Jónsdóttir una sem felldi byltinguna. „Æfingar í skylmingum". Kjartan Gunnarsson Tryggvi Agnarsson Leiddi hægrimenn en féll á „Vorum orðin hundleið á formsatriðum. ofriki kommanna." Hannes Hólmsteinn Fundarritarí hægrí- byltingaraflanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.