Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2004, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2004 Fókus DV Nú er verið að ferma ungviðið vinstri hægri. Rætt er um hvort unglingarnir játi kristna trú til þess eins að fá gjafir. DV leggur ekkert mat á það en hins vegar er fróðlegt að skoða hver þróunin hefur verið í fermingargjöfunum, sem óneitan- lega skipta miklu máli þegar unglingurinn gengur í tölu fullorðinna - burtséð frá trúarhita viðkomandi. Haft var samband við átta konur og þær spurðar út í ferminguna. Sú yngsta fermdist í fyrra en næstum sjötíu ár skilja hana og Báru Sigurjónsdóttur að. En hvað hefur breyst á þessum langa tíma? Fartölva oq hnakKur „Stærsta gjöfin sem ég fékk var fartölva og hún var líka verðmæt- ust og flottasta gjöfin. Svo fékk ég líka hnakk sem er mjög flottur. I peningum fékk ég 125 þúsund og fullt af smádóti. Veislan var haldin í sal og ætli það hafi ekki verið um 70-80 manns, fjölskylda, vinir og kunningjar. Ég var í hvítri flauels- dragt sem ég fékk í Hagkaupum og brúnum bundnum háhæluðum skóm og ég nota þetta sem spari- föt í dag. Ég fór í hárgreiðslu á Sel- fossi og var hárið allt tekið upp með spennum og ég fékk blóm í hárið. Ég fór í förðun og var förðuð mjög venjulega. Ég held að það eftirminnilegasta hafi verið í kirkj- unni. Maður var með vinum sín- um sem var skemmtilegt og svo var líka rosalega gaman í veislunni þar sem ég var miðpunktur at- hyglinnar." Amdís Hrefna Siguijónsdótár Fermdist 2003 íKáifholtskirkju Steríóqræjur qg sVonguloKKar „Þegar ég fermdist fengu allir steríógræjur og ég fékk einar frá mömmu. Það var stærsta gjöfin sem ég fékk og jafnframt sú flottasta. Á þessum tíma var ég að safna mér fýrir ldarínetti þannig að ég hef ábyggilega fengið 60-70 þúsund því ég fékk stórar fjárhæð- ir frá ömmum og skyldfólki. Verð- mætasta gjöfin var klarínettið sem ég keypti mér fyrir peningana. Veislan var haldin heima og var fjölskyldunni boðið. Hún er ágæt- lega stór þannig að það hafa verið á bilinu 60-80 manns. Ég lét sauma á mig kjól úr einhverju flaueli sem var gráblár og er sér- staklega hallærislegur í dag. Éf fór í hárgreiðlsu og fékk slöngulokka- greiðslu sem er mjög hallærisleg. Hárgreiðslukonan brenndi mig í andlitinu, setti krullujárnið upp við kinnina á mér þannig að ég var með lítið brunafar á fermingar- daginn." Elva DöggMelsted Fermdist áriö 1993 (Laugameskirkju mmMfM >í °Ailstand Urogstift undirpils „Þetta var óskaplega ládaust hjá mér. Ég ætlaði ekki að fermast og tilkynnti það snemma. Ég kem úr fjölskyldu þar sem allir hafa fermst svo ákveðið var að ég gerði það lfka. Tilkynnti þeim jafnffamt að foreldrar : mínir yrðu alfarið að sjá um þetta mál. Ég lærði trúarjátninguna og Faðir vorið en nennti ekki að fara og finna neinn kjól svo mamma saum- aði á mig einhvern kjól en fermingarsystur mínar voru allar í hvítum blúndukjólum. Eng- in hárgreiðsla og engin myndataka, ekkert. Eg fékk silfurlitað reiðhjól frá mömmu og pabba sem var stærsta og flottasta gjöfin. Ég held að ég hafi ekki fengið neina peninga, þá kannski mjög lítið ef einhverjir voru. Veislan var haldin heima hjá mér og bakaði mamma mín fyrir hana. Ætli það hafi ekki verið um 60 manns í mesta lagi í veislunni." Guölaug Elísabet Ólafsdóttir Fermdist áriö 1983 í Selfosskkkju Hvítt skatthol..... og gulur kjoll „Mín setning í kirkjunni var Sjá guðs lambið sem ber synd heims- ins. Stærsta gjöfin sem ég fékk í fermingargjöf var hvítt skatthol úr Húsgagnahöllinni sem mamma gaf mér. Skattholinu fylgdi stóll og þetta var langflottasta gjöfin. Svo fékk ég bjútíbox og rosalega mikið af skartgripum. Mig minnir að ég hafi fengið 36 þúsund krónur í peningum. Veislan var haldin í Glæsibæ og það hafa ábyggilega verið um 70 manns í veislunni. Ég fékk ný föt úr versluninni Evu, ótrúlega gulan kjól, alveg rosalega stuttan, gular sokkabuxur í stfl og gráa kápu og lakkskó. Á ferming- ardaginn var ég með slöngulokka og blóm öðrum megin í hárinu. Svo var ég með kross um hálsinn sem amma gaf mér.“ Eilen Kristjánsdóttir Fermdist áriÖ 1973 ÍHall- grímsidrkju „Veislan var haldin heima hjá foreldrum mínum á Hvolsvelli. Það var hádegishiaðborð ■ því á þeim tíma voru þau að byrja ög við vorum voða mikið í tísku. Ætli það hafi ekki verið í kringum 50 manns í veislunni. Foreldrar mín- ir gáfu mér úr og var það fyrsta úrið sem ég eignaðist og hafði það mesta notagildið enda stærsta gjöfin. Amma og afi gáfu mér hring með rauðum steini og hefur hann fylgt mér alla tíð síðan. Flottasta gjöfin var snyrtipungur sem ég fékk með öllum græjum og hann toppaði allt á þessum tíma og vinkonur mínar öfund- uðu mig mikið enda veiðigræjur þess tíma. Mamma saumaði á mig hvítan kjól með löngum erm- um og rykktu pilsi. Svo var maður í stífu undirpilsi en það var mikið í tísku þá. Það kom hárgreiðslu- dama á Hvolsvöll og greiddi ferm- ingarstúlkunum og mæðrum þeirra enda ekki nema sjö börn sem fermdust þetta árið.“ Ingibjörg Pálmadóttir Fermdist áriÖ 1963 í Stóróifs- hvolskirkju Úrog hejma-. geroarkokur „Stærsta gjöfin sem ég fékk var armbandsúr frá foreldrum mfn- um. Úrið var tákn þess að maður væri orðinn fullorðinn. Veislan var haidin heima hjá okkur á Ak- ureyri. Gestirnir fengu kaffi og heimagerðar kökur. Ég fermdist í kyrtli sem er afbrigði af íslenskum . búningi en afi hafði gefið frænku minni búninginn. Þetta var síð- asta árið fyrir tíð fermingarkyrtla en þeir komu árið eftir að ég fermdist. Svo í veislunni var ég í rósrauðum taftkjól sem foreldrar mínir létu sauma á mig fyrir þennan dag. Kápan sem ég fékk var einnig saumuð hjá klæðskera því stelpur á þessum aldri áttu yf- irleitt ekki kápur. Svo fór ég auð- vitað í hárgreiðslu þar sem höfuð- búnaðurinn við búninginn var stórt atriði. En það var mikið mál að festa hann á." Sofffa Jakobsdóttir Fermdist áriö 1953 í Akureyrarkkkju „Við fermdust systurnar 16. april og var það faðir okkar séra Jakob Jónsson sem fermdi okkur. Ég og Svava fengum sitthvort hjól- ið í fermingargjöf frá mömmu og pabba og var það stærsta, flottasta og dýrasta gjöfin. Við fengum einnig pening og mér fannst ég á þeim tíma vera ógurlega rík að eiga pening í banka. Haldin var stór matarveisla heima hjá okkur og var dansað fram eftir nóttu við grammófón sem við fengum lán- aðan. Ætli það hafi ekki verið 50-60 manns í veislunni. Við vomm báð- ar í hvítum síðum silkikjólum sem vom saumaðir sérstaklega fyrir okkur. Svo fórum við í hárgreiðslu þar sem við fengum blóm í hárið. Silkikj ólar vom mikið í tísku á þess- um tíma en ekki vom komnir ferm- ingarkyrtlar þegar við fermdumst." Guörún Sigríöur Jakobsdóttk Fermdist áriÖ 1944 í Dómkkkjunni „Stærsta gjöfin sem ég fékk var úr frá foreldmm mínum. Þetta var fyrsta úrið mitt og mætti segja að það hafi verið flottasta gjöfin líka. Á þessum tíma vom börnum ekki gefriir peningar og því fékk ég enga. Veislan var haldin heima. Það var matarboð og sennilega hafa ekki verið mjög margir í veislunni af því að það var setið til borðs. Pabbi var ekki heima þennan dag því hann var sjómaður. En ég fékk voðalega fallegt bréf frá honum á fermingar- daginn og það er það verðmætasta og ég á það enn þann dag í dag. Ég var í síðum hvítum kjól sem var sér- saumaður á mig. Stelpurnar vom yfirleitt í síðum hvítum kjólum sem vom heimasaumaðir á þessum tíma. Ég var með fléttur og mikið hár en ekkert blóm í því og ekkert vesen. Bara natural. Það tíðkaðist heldur ekki að farða svona ungar dömur á þessum tíma svo ég var ekkert förðuð." Bára Sigurjónsdóttk Fermdist áriÖ 1935 í Hafn arfjaröarkkkju

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.