Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Side 2
2 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: GunnarSmári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson Mikael Torfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- an auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um Laxness 1. Hver var afmælisdagur Halldórs? 2. Hvað hét fyrsta útgefna skáldsaga hans? 3. Hvað hét önnur útgefna 'skáldsaga hans? 4. Hvað hét sú amma hans sem hann vitnaði gjarnan tU? 5. Hvaða ár fékk hann Nóbelsverðlaunin? Svör neðst á síðunni Mánuðurdauðans Yflrskrift leiðara sænska blaðsins Aftonbladet er „Mánuður dauðans". Gerir leiðarahöfundur þarhin miklu dauðsföll í írak að umtalsefni sínu en aukin harka hefur færst i átökin þar síðustu vikur og aldrei hafa fleiri látist í atökum í landinu frá því að stríðið hófst. Fjöldi látinna vegna strfðsátakanna i aprfl- mánuði er um 1.200 þúsund manns, frakar jafnt sem eriendir her- menn. Gagnrýnir blaðið rfldsstjóm George Bush fyrir að gera ekki í betur i að koma í veg fyrir átök í landinu en blaðið segir þau helst líkjast borgara- styrjöld. Blöndal Málið Ættarnafniö Blöndal er komiö frá Birni Auöunar- syni sýslumanni sem fædd- ist 1787 og tók sér nafniö þegar hann fór til náms I Kaupmannahöfn. Þaö er dregiö afheimahögum hans í Blöndudal. Björn Blöndal þótti heilmikill skörungur en er kunnastur fyrir að hafa staöiö fyrir síö- ustu aftöku á íslandi þegar þau skötuhjú Agnes og Friðrik voru hálshöggvin fyrir morö á Natan Ketils- syni. Hann gekk aö eiga GuÖ- rúnu Þóröardóttur sem þótti ekki síöri skörungur en hann og sanna hiö forn- kveöna aö margur sé knár þótt hann sé smár, en hún var afar lágvaxin og þurfti aö standa uppi á stól þegar hún taldi ástæöu til aö slá vinnumennina utan undir. Þau áttu fímmtán börn og komust langflest upp og er afþeim mikill ættbogi. Svörvið spurningum: 1.23. apríl - 2. Barn náttúrunnar— 3. Und- ir Helgahnúk - 4. Guðný Klængsdóttir - 5. 1955 Endurkoma Krists TT" ristur er sagður koma aftur, þegar þrennt hefur gerzt: f fyrsta lagi hefiir JLmlsrael orðið til sem rfld. f öðm lagi hefur það hertekið lönd Biblíunnar, Mið- austurlönd. í þriðja lagi hefur þriðja must- erið verið reist á Musterishæðinni í Jerúsal- em, þar sem nú standa helztu moskur Palestínumanna. Sjötti hver Bandaríkjamaður trúir þessari kenningu og þriðji hver kjósandi flokks repúblikana, þar á meðal John Ashcroft dómsmálaráðherra og Tom DeLay þing- flokksformaður. f augum þessa fólks em at- burðirnir í Palestínu og írak vegvísar að næsta heimsstríði og endanlegum sigri kristinnar trúar. f krafti þessara kenninga tveggja spá- manna á nftjándu öid styðja margar ofsatrú- arkirkjur ofbeldi Bandaríkjanna og ísraels, reyna markvisst að koma af stað heimsstyrj- öld og sjá And-krist í mönnum á borð við Jaiver Solana hjá Evrópusambandinu og Kofl Annan hjá Sameinuðu þjóðunum. Við skiljum ekki svona firringu hér á landi og skiljum ekki heldur hversu alvar- legar afleiðingar hún getur haft f heimsmál- unum. Þriðjungur repúblikana trúir botn- lausu mgli og mikið af hinum, þar á meðal forsetinn, styður aðrar ofsatrúarkirkjur, sem ganga ekki eins langt og þessar. Við höldum að stórborgir austur- og vest- urstrandarinnar séu Bandarfkin, en þær em það ekki. Völdin f landinu hafa færzt inn í landið, þar sem menn dá George W. Bush, ganga um með byssur, halda að frak hafí staðið fyrir árásum á Bandarfldn og stunda samkomur ofsatrúarsafnaða á hverjum sunnudegi. Engu máli skiptir, þótt út komi reglulega bækur innherja, er lýsa undarlegum forseta, sem les ekki einnar blaðsíðu greinargerðir embættismanna, tekur ekki mark á stað- reyndum, sér allt í svart-hvítum myndum og er algerlega háður ráðgjöfum, sem koma úr svart-hvítum heimi ofsatrúarmanna. Þótt allar uppljóstranir innherja og allar fréttir af gangi mála í heiminum hafl verið neikvæðar forsetanum undanfarnar vikur, er engan bflbug að finna á kjósendum hans. Hann hefur sem fyrr 45% fylgi á móti 45% fylgi demókratans John Kerry. Þessi hlutföll hafa haldizt í föstum skorðum vikum sam- an. Hér á landi og víðast hvar í Evrópu utan Bretlands eru ofsatrúarmenn taldir vera sér- vitringar, sem ekki séu nothæfir til stjóm- mála. Ofsatrúarmenn á jaðri geðveildnnar em híns vegar ekki aðeins viðurkenndir stjómmálamenn f Bandaríkjunum, heldur sitja beinlínis við stjómvölinn. Vandamál fslands er hið sama og vanda- mál alls mannkyns um þessar rnundir, hvernig eigi að haga seglum eftir vindum er blása frá heimsveldi, sem rambar um eins og dauðadrukkið sé. Jónas Krístjánsson Pulitzer á slandi NÚ ERU BLAÐAMENN á íslandi byrj- aðir að verðlauna hvern annan fýrir vel unnin störf. Við hér á DV viður- kennum að í upphafi leist okkur ekki nema mátulega á hugmyndina. Hvað átti að verðlauna, hvers konar blaðamennska hefur verið verðlaun- anna virði á síðasta ári í landi þar sem' eiginleg rannsóknarblaða- mennska hefúr ekki verið almenni- lega stunduð? Við fussuðum smá- vegis og sveiuðum, rifjuðum upp árið og okkur fannst í fljótu bragði fátt þess virði að veita verðlaun. Ástæðan er að varla er hægt að segja að íslenskir blaðamenn hafi verið að aflijúpa ofsafengna skandala. Til þess hafa þeir yfirleitt of h'tinn tíma og litlir peningar eru til skiptanna til að verja þeim til rannsókna af því tagi sem alvöru rannsóknarblaða- mennska krefst. Stórfréttir verða frekar til þegar einhverjum vel tengdum blaðamanninum dettur í hug að spyrja um eitthvað sem ekki hefur áður verið spurt um. EN SV0 HUGSUÐUM VIÐ 0KKUR DÁLÍT- IÐ BETUR UM, byijuðum að rifja upp árið og komumst að því að þessi plagaða stétt íslenskra blaðamanna eigi kannski ekki skilið að talað sé svona um hana. Flestir blaðamenn leggja sig verulega fram í starfi, reyna að upplýsa eins mikið og þeir geta á takmörkuðum tíma og með tak- mörkuð fjárráð. Það er ennþá ein- hverskonar minnimáttarkennd að plaga stéttina. Of mikil virðing er borin fyrir sérftæðingum og of lítil fyrir hinu almenna sjónarhorni sem blaðamennskan hefúr. Auðvitað á að bera virðingu fyrir sérfræðingum, en þeir eiga ekki að skrifa fréttir, þær verður að matreiða fyrir almenna lesendur, hlutverk fjölmiðlanna er að upplýsa almenning um þann veruleika sem fólk býr við, kafa und- ir yfirborðið, greina kjarnann í því sem sérfræðingarnir eru að segja. Þeir eiga líka að veita valdhöfunum aðhald, fylgjast með því sem þeir eru að gera og greina almenningi frá því. Því miður þrífst ennþá alltof mikið pukur með hluti sem ættu að vera opinberir. Við skiljum ekki þetta pukur, hafa menn eitthvað að fela? ÞANNIG AÐ VIÐ K0MUMST AÐ ÞVÍ að þessi blaðamannaverðlaun væm kannski hið besta mál. Ekki kannski endilega vegna þess sem þau verð- launa nú í fyrsta skiptið, heldur vegna þeirrar hvatningar sem þau Blaðamenn þurfa að vera for- vitnir og gagnrýnir og forðast að viðmælendur komist upp með að svara út í hött eða víkja sér undan spurn- ingum. Blaðamenn þurfa að hlusta vel á viðmælandann og spyrja um það sem ekki er útskýrt. Fyrst og fremst geta verið fyrir blaðamenn þessa lands. Það er gott að hvetja fólk til góðra verka, til að vanda vinnubrögð sín og upplýsa almenning um samfé- lagið. Einn verðlaunahafanna sagði í sjónvarpsviðtali að það sem gerði góðan blaðamann að góðum blaða- manni, væri forvitnin. Það em orð að sönnu. Við eigum að vera forvitin og gagnrýnin, eigum ekki að beygja okk- ur undir valdið eða láta aðra segja okkur hvemig við eigum að vinna okkar vinnu. Hér á íslandi hefur það viðgengist að ráðamenn hafa þóst hafa einkarétt á um hvað sé fjallað og hvernig. Menn hafa litið á eign fjöl- miðla sem valdastöðu sem hægt sé að tefla með í pólitískri valdabaráttu. Þeir sem líta þannig á hlutina em fastir í tfma flokksblaðanna. VIÐ ERUM NÁTTÚRLEGA ST0LT af okk- ar manni. Reyni Traustasyni sem fékk verðlaun fyrir fréttir af samráði olíufélaganna sem byggðu á leyni- skýrslu Samkeppnisstofhunar. Þær skrifaði hann á meðan hann vann enn á Fréttablaðinu og DV var í höndum annarra. Fréttir Reynis drógu fram hvernig forsprakkar olíu- félaganna tryggðu eigin hag með því að forða samkeppni. Þessar frétúr sögðu lesendum margt um samfé- lagið sem þeir bjuggu í. Hinir verð- launahafarnir eiga líka hrós skilið fyrir sína vinnu. Það er fáheyrt að blaðamaður fái svo mikinn tíma og svo mikið pláss sem Agnes Braga- dóttir hefur fengið á Morgunblað- inu. Okkur finnst meira að segja dá- lítið skrýúð að mogginn geri ekki meira af því að kafa ofan í hlutina eins og Agnes hefur gert. Greinar Pulitzer sjálfur Joseph Pulitzer var Bandaríkjamaður, fæddur í Ungverja- landi.Hannvartal- fl inn færasti blaðaút- gefandinn á seinni fl hluta 19. aldarinnar. Hannvareinlægur baráttumaöur gegn spillt- um stjórnvöldum, harður í sam- keppni og hikaöi ekki við að höfða til tilfínninga fólks í haröri samkeppni milli blaöa. Hann var einnig mikill hugsjónamaöur sem lagði mikið til fjölmiölastéttarinnar. Blöö hans, New York World og St. Louis Post-Dispatch breyttu dagblaðaheiminum I Banda- ríkjunum. Verölaun sem kennd eru viö hann hafa veriö veitt í um hundr- aö ár og þykja virðulegustu verðlaun sem blaðamönnum í Bandaríkjunum getur hlotnast. hennar um valdabaráttuna í íslands- banka sögðu okkur margt um það hvemig hluúrnir gerast á bakvið tjöldin og hvemig kaupin gerast á eyrinni í íslensku viðskiptalífi. Að sama skapi tókst Brynhildi Ólafs- dóttur á Stöð 2 að upplýsa þjóðina um hluú sem stjómvöld höfðu líúnn áhuga á að þjóðin yrði upplýst um. Hún sagði okkur frá því að Banda- ríkjamenn vildu taka af okkur þot- urnar sem tryggja loftvamir landsins að maú íslenskra stjómvalda. í þeim fréttaflutningi hafði Brynhildur ótví- ræða forystu. ÞANNIG AÐ, að öllu þessu sögðu, þá emm við bjartsýn fyrir hönd þess- arar blaðamannastéttar. Fólk þarf að hafa aðeins meira sjálfstraust, spyija aðeins beittari spuminga, láta vald- hafana hafa dálítið fyrir vinnunni sinm. Blaðamenn þurfa að vera for- vitnir og gagnrýnir og forðast að við- mælendur komist upp með að svara út í höú eða víkja sér undan spurn- ingum. Blaðamenn þurfa að hlusta vel á viðmælandann og spyrja um það sem ekki er útskýrt. Það er gott að blaðamenn hafi að einhverjum verðlaunum að keppa. Þeir eiga líka að vera duglegir að keppa hver við annan um það hver segir bestu frétt- irnar, hverjum tekst að upplýsa al- menning best um það sem gerist í samfélaginu. Hver á sinn hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.