Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Side 6
6 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 Fréttir DV Leikari gegn snjóflóða- vörnum Pálmi Gestsson, leikari og Bolvfldngur, gagnrýndi fyrirhugaðar snjóflóðavarnir í ræðu á 30 ára afmælishátíð Bolungavíkurkaupstaðar fyrir nokkru síðan: „Látum það ekki spyrjast að við eyðileggjum heilu fjöllin okkar í þeim misskilda til- gangi að vernda nokkur hús. Gefum heldur fólkinu okkar raunverulegan kost: að byggja aftur eða flytja húsin á öruggan stað í bænum, því af þeim eigum við nóg, eða flytja á brott með reisn," sagði leikarinn góðkunni. Ræða hans er birt á vef- miðlinum vikari.is. Benz-stríð Ræsir missti um daginn samning sinn við Daimler Chrysler - umboðsaðila Mercedes Benz bifreiða. í kjölfarið kviknuðu raddir um að mercedes.is myndi næla sér í samninginn. Hjörtur Jónsson, einn eiganda Mercedes.is, segir viðræður standa yfir við Daimler Chrysler en ekkert sé staðfest í augnablikinu. Eignarhald á fjölmiðlum? Runólfur Agústsson Rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. „Ég er á móti óþarfa afskipt- um ríkisvaldsirts afatvinnulífi eða fjölmiölum! Löggjafanum er hins vegar rétt og skylt að setja almennan ramma um starfsemi á markaði til að tryggja eðlilega og heilbrigða samkeppni. Besta skrefið í þeim efnum á fjölmiðlamark- aðnum væri að frelsa rlkisút- varpið undan pólitlsku valdi, t.d. þannig að því yrði breytt I óháða sjálfseignarstofnun þar sem saman færu fjárhagsleg ábyrgð og faglegt sjálfstæði. “ Hann segir / Hún segir „Sllkar reglur eru til mjög víða, meðal annars I Evrópu og Bandaríkjunum og eru geröar til að tryggja frelsi fjölmiðla. Ég tel að setja eigi slíkar reglur hér á landi til að tryggja frelsi fjölmiðla og til að upplýsinga- miðlun til almennings sé óháð. Þróunin slðustu misser- in bentir til þess að þörfsé á sllkum reglum hér á landi." Asta Möller Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Umdeilt gjaldfellingarákvæði í skuldabréfum bílalána torveldar fólki að skipta um tryggingarfélag. Steingrímur Stefnisson leitaði álits lögfræðings sem sagði að það væri ekki fótur fyrir slíku samningsákvæði. Eg hélt að það væri frjáls samkeppni á mm Stelngrímur Stefnlsson Maður verður að vekja atygli á svona löguðu. Sagði upp tryggingu - var refsað með uppsögn láns „Ég ákvað að skipta um tryggingarfélag þegar mér voru gerð til- boð sem lækkuðu útgjöld mín um allt að fjörutíu prósent. En þar sem ég er með bílalán hjá Vátryggingafélagi íslands (VÍS) verð ég að gera það upp áður en ég flyt mig milli félaga," segir Stein- grímur Stefnisson, veitingamaður í samtali við DV. Hann segist hafa haldið að það væri frjáls samkeppni á trygginga- markaðnum. „En til að geta skipt um tryggingarfélag verð ég sam- kvæmt þessu að taka lánið af bfln- um eða borga fjörutíu prósent hærri tryggingar." Innanhússreglur Hann hefur undanfarin tíu ár verið með tryggingar sínar hjá VÍS en hugðist skipta um félag til að lækka útgjöld sín. „Það stendur ekkert um þetta í samningnum og þegar ég leitaði álits hjá lögfræðingi sagði hann að það væri enginn fót- ur fyrir þessu, lögum samkvæmt væri þetta ekki hægt nema maður væri í vanskilum við félagið. Þegar ég benti þeim hjá VÍS á þetta var sagt að þetta væru innanhússregl- ur. Lögfræðingurinn ráðlagði mér að fara með tryggingarnar annað en færa ekki lánið. Það er ekki eins og þeir séu að gefa okkur lánin, ég hef staðið í skilum, borgað af mínu láni, vexti og verðbætur. Maður verður að vekja athygli á svona lög- uðu,“ segir Steingrímur. Þessa dag- ana er hann að skoða tilboð frá öðr- um tryggingarfélögum en það tryggingarfélag sem Steingrímur hugðist flytja sig til er ekki með neina lánastarfsemi. Skriflegur samningur „Það er gjaldfellingarákvæði í skuldabréfi bflaláns sem er skrifleg- ur samningur," segir Helgi M. Bald- vinsson, deildarstjóri lánadeildar VÍS. „Það er kvöð í skuldabréfi sem kemur fram í texta þess, ef viðkom- andi er ekki með bflinn ábyrgðar- og kaskótryggðan hjá okkur, má gjald- fella skuldabréfið. Þetta stenst alveg samkvæmt lögum. Þú mátt í sjálfu sér setja hvaða skilyrði sem er inn í skuldabréf eða samning sem þú býrð til. Það er svo undir hverjum og einum, hvort hann gengur að þeim skilyrðum sem þar eru. Guðmundur Sigurðsson hjá Samkeppnisstofnun vildi ekki tjá sig um þetta einstaka tilfelli að órann- sökuðu máli. En aldrei er of oft kveðið: Lestu allt vel og vandlega áður en þú skrif- ar undir, þó það taki þig árið! Gáleysisleg ummæli Jónasar Valda skjálfta í Hæstarétti Rannsókn lokið á dauða Vaidasar Líkfundarmál til ríkissaksóknara Samkvæmt heimildum DV hefur lögreglan í Reykjavík formlega lokið rannsókn líkfundarmálsins og sent niðurstöður sínar til Rfldssaksókn- ara. Það embætti hefur nú fáeinar vikur til að ákvarða framhald máls- ins. Fastlega má búast við ákærum á hendur Grétari Sigurðarsyni, Jónasi Inga Ragnarssyni og Tómasi Mala- kauskas vegna andláts Vaidas Jucevicius og meðferðarinnar á líki hans, en óvíst verður að teljast hvort og þá hverjir verða ákærðir vegna fíkniefnanna í maga hins látna. Bú- ast má við þingfestingu málsins í héraðsdómi í lok maí og að mál- flutningur hefjist næsta haust. „Þetta er byggt á misskilningi. Ég lét þessi orð falia í samtali við blaða- mann DV en til umræðu var hversu lítið fsland er þegar allt kemur til alls. Meira að segja hefði einn dómarinn í málinu setið í stjórn Listasafns ís- lands. Ekki var eina mínútu efast um hæfrú Garðars til að dæma í málinu, enda hefði það þá verið sett fram ef svo hefði verið,“ segir Jónas Freydal. Jónas segir að ef sá misskilngur sé viðvarandi muni hann með glöðu geði biðjast afsökunar á þessum um- mælum sínum. Hæstiréttur sendi frá sér yfirlýs- ingu vegna umfjöllunar DV um mál ákæruvalds á hendur þeim Pétri Þór Gunnarssyni og Jónasi í því sem nefht hefur verið Stóra málverkaföls- unarmálið. í myndatexta segir að Jónas haldi því ffam að einn dómar- anna, Garðar Gíslason, hafi verið í stjórn Listasafhs íslands þegar þrjú af verkunum sem í málinu eru vom keypt. „Af þessu tilefni vill Hæstiréttur ís- lands taka fram að af hálfu ákærða var hvorki í munnlegum málflutningi né á annan hátt haldið ff am að umrædd- ur dómari væri vanhæfur til meðferð- Jónas Freydal Segir ummæli sin gáleysis- leg. Garðar hafi verið formaður safnráðs Listasafns íslands til ársins 1992 en elsta verkið sem Listasafn Islands áogerl málinu er hins vegar frá árinu 1994. ar málsins. Það skal sérstaklega tekið ffam að Hæstiréttur telur að dómar- inn hafi ekki þau tengsl við atvik málsins að til vanhæfis geti leitt.“ Jónas segir að samkvæmt upplýs- ingum sinum hafi Garðar verið for- maður safhráðs Listasafns íslands til ársins 1992. Elsta verkið sem Lista- safn íslands á og er í málinu er hins vegar ffá árinu 1994. „Þetta hljóta því að teljast gáleysisleg ummæli hjá mér,“ segir Jónas Freydal sem nú bíð- ur dóms Hæstaréttar-.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.