Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Side 14
14 LAUGARDAGUR 24. APRtL 2004 Fréttir J3V Tvö nýtilfelli Heilbrigðisráðuneyti Kína staðfesti í gær að tveir hefðu greinst með bráðalungnabólgu og grun- ur léki á að tveir til viðbótar hefðu smitast. Fimm manns eru í einangrun í landinu og grannt fylgst með tugum manna. Bráðalungnabólgunnar hefur ekki orðið vart í nokkurn tíma en á síðasta ári létust 774 úr sjúkdómn- um og ríflega átta þúsund manns veiktust. Þrír Palest- ínumenn myrtir ísraelskar hersveitir drápu í gær þrjá Palestínu- menn á Vesturbakkanum. Alls hafa 25 Palestínumenn látið líflð í átökum síðan leiðtogi Hamas, Rantisi, var veginn í síðustu viku. Að sögn ísraelshers voru þre- menningarnir eftirlýstir hryðjuverkamenn. Heim- ildir hermdu jafnframt að fjórði maðurinn hefði kom- ist undan og þar hafi verið á ferð foringi AI Aqsa píslar- vottanna. Tuair létust í eldhafinu Talið er að 54 hafi látist ogríflegatólfhundruð ■ manns hafi slasast þegar tvær eldsneytislestir rákust saman í Norður-Kóreu í fyrradag. í fyrstu var talið að fjöldi látinna væri mun meiri en lögregla á svæðinu telur að fórnarlömbin kunni að vera fleiri. Gríðarlegir eldar kviknuðu við árekstur- inn og misstu tæplega tvö þúsund fjölskyldur heimiii sín. Rúmiega sex þúsund íbúðarhús eru mikið skemmd eftir eldsvoðann. Steypustöðin lokar sand- og malarnámu sinni á Kjalarnesi. Bifreiðaeigendur hafa oft lent í stórtjóni vegna sand- og malarfoks á þessum slóðum. Hannes Sigurgeirs- son hjá Steypustöðinni segir að gengið verði frá svæðinu í samræmi við umhverf- isstefnu fyrirtækisins en bendir á að þarna séu fleiri opin svæði sem fokið geti af. Sandnámur Steypustöðin hefur ákveðið að loka sand- og malar- námum smum á Kjalarnesi Steypustöðin hefur ákveðið að loka sand- og malarnámum sín- um á Kjalarnesi og er nú unnið á fullu við að ganga frá svæðinu. Bifreiðaeigendur hafa oft lent í stórfelldu tjóni og dæmi um að bílar hafi komið grjótbarðir undan verstu hviðunum þegar stormurinn stendur niður Esjuna. Hannes Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri Steypustöðvarinnar, segir að gengið verði frá at- hafnasvæði fyrirtækisins í samræmi við umhverfisstefnu þess en bendir jafnframt á að þarna séu fleiri opin svæði eftir aðra aðila sem fokið geti af. Því sé vandamálið enn til staðar þótt Steypu- stöðin hætti vinnslu sinni. tryggingarfélögunum," segir Sum- arliði. „Og fyrir einhverjum árum reyndi einn bifreiðaeigandi mál- sókn gegn Steypustöðinni en í dómi var fyrirtækið sýknað af kröfu hans.“ „Ég hef mikla samúð með þeim bifreiðaeigendum sem lent hafa í slæmum tjónum þegar vindhvið- urnar eru sem verstar. Ég hef sjálfur lent í tjóni vegna sandfoks á jök- ulsöndunum á Suðausturlandi," ségir Hannes. „Og það er ekki hægt að fá tryggingar gegn þessum tjón- um eins og flestir vita." Sumarliði Guðbjörnsson, deild- arstjóri hjá bifreiðatjónadeild Sjóvá, segir að þeim berist að jafnaði á annan tug fyrirspurna á ári hverju frá bifreiða- eigendum sem lent hafa í tjónum vegna sand- eða malarfoks á þess- um vegkafla á Kjalarnesinu. „Fok á lausum jarðefnum er undanskilið frá kaskótryggingu þannig að þessi tjón eru ekki bætt af Vecjurinn færður I máli Sumarliða kemur einnig fram að á síðasta áratug var aðal- vegurinn um svæðið færður frá því að liggja fyrir ofan athafnasvæði Steypustöðvarinnar og liggur nú fyrir neðan svæðið. Það hafi gert þetta vandamál verra. Dæmi séu um að tjón bifreiðaeigenda geti hlaupið á hundruðum þúsunda króna, það er að í sumum tilvika hefur þurft að sprauta viðkom- andi bíl upp á nýtt og skipta um rúður í honum. Hannes Sigurgeirsson segir að Steypustöðin muni kaupa sitt efni annarsstaðar frá nú eftir að námun- um hefur verið lokað. Hann útilok- ar þó ekki að þær verði teknar í notkun aftur í framtíðinni, sérstak- lega ef stór vegagerðárverkefni koma upp á höfuðborgarsvæðinu. „Á meðan munum við ganga frá svæðinu eins vel og unnt er. En það er alveg sama hve vel við göngum frá eftir okkur, vandamálið hverfur ekki fyrr en öllum þessum opnu sárum í hlíðinni hefur verið lokað," segir Hann- es. Gömul skjöl úr Víetnamstríðinu um forsetaframbjóðanda demókrata grafin upp Öskrað inn um bréflúgu í morgunsárið á sumar- daginn fyrsta var kvartað undan ölvuðum manni sem var að kalla inn um bréfalúgu íbúðarhúss á Suðurnesjum. Lögregl- an í Keflavík fjarlægði manninn og kom hon- um til síns heima. í hádeg- inu var maðurinn síðan kominn aftur á ferðina og lét dólgslega í verslun nokkurri og urðu lögreglu- menn þá að taka hann aft- ur úr umferð og fékk hann að sofa úr sér áfengis- vímuna í fangaklefa á lög- reglustöðinni í Keflavík. John Kerry drap 20 íVíetnam um mönnum að fara í land og ganga frá óvininum. Sjálfur hljóp hann einn þeirra uppi og drap. Þetta er aðeins ein af mörgum hetjusögum um John Kerry úr Víetnamstríðinu en í umræddum skjölum eru honum eignuð 20 dráp á óvinahermönnum. John Kerry særð- ist þrisvar þegar hann var í Víetnam og var sendur heim eftir síðustu meiðslin. Honum voru veittar nokkr- ar orður fyrir störf sín í hemum þ.á.m. svokallaða Silfiirstjörnu, Bronsstjömu auk þriggja Purple Heart-viðurkenninga. Þegar hann sneri svo aftur til Bandaríkjanna tók hann virkan þátt í mótmælum gegn stríðsrekstr- inum og var einn helstu andstæðinga stríðsins í Víetnam. JoJm Kerry, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjun- um fyrir komandi forsetakosningar, drap 20 óvinahermenn þegar hann gegndi herþjónustu í Víetnam. Þetta ér meðal þess sem ffam kemur í skjölum úr Víetnamsm'ðinu sem nú hafa verið grafin upp. í skjölunum kemur fram að þótt hann hafi ekki gegnt herþjónustu lengi hafi hann á þessum stutta tfma sannað að hann hafði allt sem góður yfirmaður þarf að hafa og rúmlega það. Kerry var í fimm mánuði árið 1969 yfirmaður á litlu herskipi í Víemam sem varð oft fyrir árásum óvina. í eitt skiptið var gerð árás á Kerry og félaga Kerry ásamt undirmönnum John Kerryer sagður hafa drepið 20 manns í Vietnam. frá árbalcka eins fljótsins í Víetnam og lenti handsprengja ekki nema þrjá metra ffá Kerry. Hann skipaði þá sín-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.