Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Side 20
20 LAUGARDAGUR 24. APRlL 2004
Fókus 0V
Það hefur verið frekar hljótt um vinsælasta rappara heims, Eminem, undanfarna mánuði. Síðustu daga
hefur sú þögn verið rofin með nýja D12-laginu, My Band, en í því gera þeir félagar grín að þeirri stöðu
sem myndast þegar einn meðlimur hljómsveitar er miklu frægari en hinir... Trausti Júlíusson hlustaði á
nýju D12-plötuna, D12 World, sem er væntanleg í verslanir út um allan heim eftir helgina.
Emmemniætiur aftu
d) Kr3 (§
1]
r...."i
D-12 stendur fyrir Dirty Dozen. Þao
6 meðlimir í bandinu sem hver og é
er með sitt aukasiálfó + 6- 12... Þe
eru
\: *
momsffin
* Bizarre (Rufus Johnson). Hann þyl
einn afþeim klikkaðri þegar hann
karakter að rappa, en er víst alveg ói
lega prúður og rólegur efþú hittir hann
þar fyrir utan. Hann er lika meölimui
Outsidaz. Bizarre gafút sina fyrstu
sólóplötu, EP-plötuna Attack OfThe .
Weirdos árið 1997. Hann hefur lika ver-
ið þekktur undir nöfnunum Bizarre Kid,
Idiotic Bizarre og The Fabulous Bizzarn-
ey Rubble.
* Kon Artis (Deníne Porter). Hann er
pródúserinn i D12. Hann lærði fagið hjá
mönnum eins og JayDee úr Slum Villa-
ge og Dr. Dre. Hann er að verða einn af
heitustu pródúserunum i hip-hop
heiminum eftir að hann gerði P.I.M.P.
fyrir 50 Cent og Stunt 101 með G-Unit.
Hann er að vinna lög fyrir næstu plötur
Dr. Dre, Snoop Dogg, Method Man og
Bilal. Áðuren þeir byrjuðu að rappa
saman unnu Kon Artis og Eminem
saman á pizzastaðnum Gilbert's Loun-
ge. Kon Artis var efnilegur i körfubolta,
en hætti eftir að hann fékk skot í fótinn.
* Proof (DeShaun Holton). Hann ólst
upp nátægt Eminem, en gekk i annan
skóla. Þegar þeir voru unglingar laum-
aði Proof Eminem inn i sinn skóla til
þess að hann gæti battlað við skólafé-
lagana hans. Proofer snillingur i
spunaflæði (freestyle). Hann vann
freestyle-keppni tímaritsins The Source
árið 1999. Það var Proofsem fékk hug-
myndina að D12 nafninu árið eftir.
Proofsat nýlega inni fyrir óspektir og
drykkjulæti á fatafellustað i úthverfi
Detroit. Hann ernúá skilorði og var
dæmdur til að sækja AA-fundi...
* Kuniva (Von Carlisle). Hann varásamt
Kon Artis i hljómsveitinni Da Brigade.
Kuniva er herramaðurinn i bandinu.
Hann ersérstaklega vinsæll hjá kven-
þjóðinni. Hann er eini meðlimur D12
sem á ekki barn.
*Swift (Ondre Moore). Hann var siðast-
ur til að ganga ÍD12, tók við afBugz
eftir að sá siðarnefndi dó afskotsárum
sem hann fékk í garðveislu árið 1998.
Hann var áður i hljómsveitinni Rabeez
sem var á samningi við BMG.
* Eminem (Slim Shady) ersvo sjötti
maðurinn. Hann þarfekki að kynna.
Eminem ferá kostum I My Band-mynd-
bandinu. Það vekur athygli að í þvi
kemur hann enn eina ferðina fram í
kvenmannsfötum. Áður var hann m.a.
búinn að klæða sig upp sem Britney
Spears og sem mamma hans, en nú er
hann I hlutverki leikkonunnar Jessicu
Alba og afar kynþokkafullrar súludans-
meyjar...
D-12 Viðbrögðin við nýja laginu, My Band, hafa verið gríðarleg. Lagið setti
sölumet á Hot Digital Tracks-iistanum serr\ mælir mest seldu lögin á netinu.
Yfir 20 þúsund manns keyptu lagiö fyrstu vikuna.
„Hann hjálpar okkur að koma
hlutunum frá okkur,“ segir Kon Artis,
einn af meðlimum hljómsveitarinnar
D12 um langfrægasta meðlim sveitar-
innar, Eminem, „Hann er þannig ná-
ungi að það er sama hvað kemur fyrir,
þetta snýst alltaf fyrst og fremst um
sanna vináttu."
Eins og kunnugt er brást Eminem
ekki gömlu félögunum í hljómsveit-
inni D12 þegar hann sló í gegn. Hann
gerði plötuna Devil’s Night með þeim
og gaf út hjá plötufyrirtækinu sínu
Shady Records árið 2001. Sú plata
seldist í fjórum milljónum eintaka og
innihélt smellina Shit on You og
Purple Pills. Önnur plata sveitarinnar,
D12 World, kemur út á mánudaginn.
Æskufélagar frá Detroit
D12 er skipuð Eminem, Bizarre,
Kon Artis, Swift, Kuniva og Proof. Þeir
eru ailir frá Detroit og kynntust í
æsku. Þeir byrjuðu að rappa saman og
battla þegar þeir voru unglingar. Þeg-
ar þeir fóru að taka þátt í rímnaflæði-
keppnum í Hip-Hop Shop-klúbbnum
þá tóku þeir eftir því að flestir rappar-
arnir voru meðlimir í einhverju krúi
og ákváðu þá að stofna sitt eigið krú.
Upphaflega var Bugz sjötti maðurinn í
hljómsveitinni, en eftir að hann var
skotinn í garðveislu og dó af sárum
sínum var Swift tekinn inn í bandið í
hans stað. Eftirlifandi meðlimir D12
hafa samt alls ekki gleymt Bugz. Þeir
eru allir með nafnið hans tattóverað á
sig og lagið Good Die Young á nýju
plötunni fjallar um hann. D12 gerðu
10 laga EP-plötu árið 1997 sem aldrei
var gefin út, en eins og áður segir kom
fyrsta platan þeirra, Devil’s Night út
vorið 2001. Síðan hafa þeir ferðast
töluvert og haldið tónleika og svo ver-
ið að vinna í sitthvoru lagi...
Óþolandi söngstjarna í stráka-
bandi
Fyrsta smáskífulagið afD12World,
My Band, er þegar komið í mikla spil-
un, bæði á útvarpsstöðvum og á tón-
listarsjónvarpsstöðvunum. í laginu er
Eminem í hlutverki óþolandi aðal-
söngvara í strákahljómsveit. Hann er
aðalmaðurinn sem fær alla athyglina
(og grúppíurnar) og er mjög ánægður
með þá stöðu, en hinir meðlimirnir
vita ekki almennilega hvort þeir eigi
að vera brjálaðir og kála honum eða
að reyna hanga sem mest utan í hon-
um tÚ þess að fá smávegis af sviðsljós-
inu. Eminem er auðvitað langfrægasti
meðhmurinn í D12 og sumt í My
Band minnir á stöðuna í D12, en í
staðinn fyrir að vera í klessu yflr þessu
þá taka þeir þetta bara á húmornum.
Viðbrögðin við My Band hafa verið
gríðarleg. Lagið setti sölumet á Hot
Digital Tracks-listanum sem mælir
mest seldu lögin á netinu. Yfir 20 þús-
und manns keyptu lagið fyrstu vik-
una. Það sló þar með út fýrra metið
sem var 16 þúsund eintök, en það átti
Hey Ya! með OutKast...
Kominn tími til að gera eitt-
hvað brjálað!
Það eru fáir gestarapparar á D12
World,
enda
varla
þörf á því
þegar þú ert með sex rappara í hljóm-
sveitinni. Obie Trice kemur samt við
sögu í laginu Loyalty og sjálfur B-Real
úr Cypress Hill kemur ffam í laginu
American Psycho II sem Dr. Dre
pródúserar. Bæði eru á meðal bestu
laga plötunnar. Það er 21 lag á D12
World. Þar á meðal má nefna Get My
Gun sem fjallar um náunga sem grípa
til byssunnar af minnstu ástæðu, titil-
lagið D12 World sem heitasta hip-hop
stjarna ársins 2004, Kanye West,
pródúserar, I’ll Be Damned sem Kon
Artis pródúserar, en það lag er að
hans sögn gert í anda gömlu Detroit
fönk-meistaranna George Clinton og
Larry Graham og Just Like U sem er
eitt af skemmtilegri lögunum á plöt-
unni, en þar er Bizarre í hlutverki föð-
ur sem er að reyna að útskýra fyrir
syni sínum að það sé kannski ekkert
sniðugt að hann feti í fótspor pabba
(sem er auðvitað slæpingi, dópisti og
tugthúslimur). Auk Eminem, Kon Art-
is, Dr. Dre og Kanye West pródúsera
Hi-Tek, Trackboyz, Night & Day, Red
Spyda og Sick Notes lög á plötunni.
Þeim gagnrýnendum, sem hafa
þegar skrifað um plötuna, ber saman
um að D12 World sé töluvert fjöl-
breyttari og skemmtilegri plata en
Devil’s Night. Kunivaer sammála því:
„Fyrsta platan var bara upphitun, á
nýju plötunni var kominn tími til að
gera eitthvað brjálað!”
Siðustu vikur hafa allir helstu hip-
hop-fjölmiðlar vestanhafs verið fullir
af umræðum um gamlar upptökur
með Eminem sem komu upp á yfir-
borðið nýlega og sem hatursmenn
hans segja að sanni aðhann sé fullur
af kynþáttafordómum og kvenfyrir-
litningu. Timaritið The Source, sem er
frægasta hip-hop tímarit sögunnar, er
fremst í flokki þeirra sem ráðast að
honum. Marsbiað þess er að miklu
leiti helgað málinu og einn afstofn-
endum og eigendum biaðsins, rapp-
arinn Benzino, héit nýiega blaða-
mannafund þarsem hann spilaði
tóndæmi til að sanna málið. Og hvað
er'svo málið?
Jú, einhvers staðar á þessum upptök-
um sem eru frá 1989 rappar Eminem
um „niggaratikur" (Nigga Bitches).
Þetta brot á að sýna að Eminem sé
rasisti og ýmis þekkt nöfn úr hip-hop-
heiminum hafa lýstyfir vanþóknun
sinni, t.d. Suge Knight, Irv Gotti og
Mack 10 úr Westside Connection. I The
Source er líka takað um að Eminem sé
i raun eins og Elvis, hann hafi stolið
menningu svartra.
Questlove trommari The Roots tekur
málið fyrir á heimasiðunni sinni.
Hann segist taka þessa umræðu álika
alvarlega og „jólasveininn eða
páskakanínuna". Hann minnir á að
lce Cube rappaði einu sinni„kick that
bitch in the tummy" (sparkaðu i mall-
ann á tlkinni) og þá sagði enginn
rappari neitt. Questlove segir að þetta
sé sennilega frekar örvæntingarfull
tilraun til að selja blöð heldur en að
þetta komi hip-hop menningunni
nokkuð við. Og hann bætir við:„EfThe
Source hefði áhuga á að bjarga hip-
hop-menningunni þá mundu þeir
setja eitthvað almennilegt eins og
DeadPrez og Talib Kweli á forsið-
una"...
Kannski rétt hjá honum. Nú i vikunni
bárust þær fréttir að The Source ætti i
mjög alvarlegum fjárhagsörðugleik-