Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Qupperneq 30
r 30 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 Fókus DV 0 V það sé einfaldlega tækni hjá Kára Stefánssyni að gera sér upp skap- vonsku? Það er kannski hvorki aðdá- unarverð aðferð í mannlegum sam- skiptum né æskileg. En það þarf ekki að rista djúpt og þetta getur líka bara verið aðferð til að prófa viðmæland- ann. Hann sé bara að mæla einhver viðbrögð hjáfólki." En Páil flýtir sér að bæta við að skapferli forstjórans hafi aldrei pirrað sig þessi misseri hjá deCode, enda sjaldan orðið fyrir hinni róm- uðu skapvonsku. Eftir fjölmiðlaharkið er önnur vist daufleg Eftir þessar lýsingar á farsælu samstarfi þeirra Kára hlýt ég að spyrja hvað hafi eiginlega orðið til þess að Páll hætti hjá honum og fór aftur á Stöð 2. „Ja, mér var eiginlega bara boðin draumastaðan," segir hann. „Mér fannst ég enn eiga ýmislegt ógert í sjónvarpi og útvarpi og bauðst þá þetta starf sem sameinaði flest það sem mig langaði til að gera. Svo ég sló til. Hiuti af því er líklega sú stað- reynd að þegar maður er búinn að vera í þessu fjölmiölaharki nánast alla starfsævina, þá ... ja, hvernig á að orða það? Þá skemmist maður svoh'tið, held ég. Manni finnst óneit- anlega að flest annað virki sem held- ur daufleg vist og grámuskuleg. öll „venjuleg" vinna verður frekar lit- laus í samanburðinum." Svo bætir hann reyndar við - og glottir - að sú vinna sem feli í sér dag- leg samskipti við Kára Stefánsson verði að vísu seint talin „venjuleg". „En það er samt frekar ógnvæn- „Hver veit nema það sé einfaldlega tækni hjá Kára Stefánssyni að gera sér upp skapvonsku?“ starfað í nokkur ár sem yfirmaður upplýsingamála hjá íslenskri erfða- greiningu. Páll var á dögunum ráð- inn framkvæmdastjóri dagskrár- sviðs Norðurljósa og Stöðvar 2- menn gripu tækifærið til að láta hann lesa fréttirnar líka. Og það er fleirum en Páli sjálfum sem finnst að þá sé allt orðið aftur eins og það á að vera. Hann hefur í gegnum árin ver- ið einn ástsælasti fréttaþulur lands- ins og undirrituð getur vottað það sjálf að hafa óstjórnlega tilhneigingu til að trúa og treysta hverju orði sem hann segir. Hann brosir örlítið þegar ég játa það fyrir honum. „Ég vona að ég hafi hagað minni fréttamennsku þannig á sínum tíma að fólki hneigist frekar til að trúa við Edda Andrésdóttir að lesa saman fréttirnar hjá Ríkissjónvarpinu þegar Ingvi Hrafn Jónsson var þar frétta- stjóri. Svo samstarf okkar Eddu er orðið langt og farsælt. Við vorum aðalþulir RÚV um tíma en 1986 kom svo Jón Óttar Ragnarsson til sög- unnar með Stöð 2 og fékk mig til að setja saman nýja fféttastofu. Og það gerði ég og las fréttirnar sjálfur sjö kvöld vikunnar meðan stöðin og fréttastofan voru að koma undir sig fótunum. Árið 1990 varð ég fram- kvæmdastjóri framleiðslusviðs', sem kallað var, og er reyndar svipað starf og ég gegni í dag, en hélt áfram að lesa frétdmar. Svo varð ég forstjóri íslenska útvarpsfélagsins 1991 en árið 1994 fór ég í sjálfskipaða údegð frá fyrirtækinu. Þá varð mikið upp- árið 1996. Og gamla fréttamanns- hjartað tók aftur kipp og ég lét til leiðast. Svo ég hef sem sagt verið hjá Stöð 2 lungann úr minni starfsævi." Það var árið 2000 sem Páll hætti öðru sinni hjá Stöð 2 og réði sig til íslenskrar erfðagreiningar þar sem hann kallaðist framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsingasviðs og sá um öll samskiptamál fyrirtækis- ins bæði inn á við og út á við. Mér leikur forvitni á að vita hvernig honum lynti við Kára Stefánsson forstjóra en það eru varla nein tíð- indi að sögur ganga um að hann eigi til að vera heldur erfiður í um- gengni. Ég hef sjálf lent í Kára einu sinni og hann hótaði að skvetta yfir mig vatni af því ég þvældist eitt- hvað fyrir honum. ég hef ekki yfir neinu að kvarta í samstarfinu við Kára. Það var bæði heilt og heiðarlegt. Kári er auðvitað ekki allra en það er ég ekki heldur," segir Páll yfirvegað. Hann riíjar upp vísu sem faðir Kára, Stefán Jónsson fréttamaður, ord um fyrsta fréttastjóra Ríkissjón- varpsins, séra Emil Björnsson: Séra Emil giftir og grefur glatt er íhimna ranninum. Eru á ferli úlfur og refur feinum ogsama manninum. „Kári er náttúrlega maður ekki einhamur," bætir Páll síðan við. „Og það er alkunna að fólk kemur sér upp ákveðinni framhlið í mannleg- um samskiptum. Hver veit nema Það hefur ekki farið framhjá neinum að Páll Magnússon er siiúinn aftur á Stöð 2 og les fréttirnar af meira öryggi en nokkru sinni fyrr. í viðtali við DV talar hann um endurkomuna, lífið með Kára Stefánssyni, drykkjuskapinn og sextugs- aldurinn sem nálgast óðfluga. „Ég held það hafi verið þriðja eða fjórða daginn eftir að ég fór aftur að lesa fréttirnar núna síðast. Þá var ég sestur við hliðina á Eddu rétt iyrir útsendingu og ég fann að ég var eitt- hvað annars hugar. Svo varð mér lit- ið á hana, hún svona fín eins og alltaf, nema þá þyrmir allt í einu yfir mig einhvern veginn. Og þeirri hugsun laust niður í höfuðið á mér hvort ég hefði kannski aldrei farið neitt. Er ég búinn að vera hér allan tímann? Var mig bara að dreyma þetta deCode-mál? Að ég hefði gengið þarna út fyrir þremur árum og farið að vinna hjá Kára Stefáns- syni? Þetta var afar sérkennileg til- finning, og furðu sterk. Það var allt eins og þegar ég fór síðast frá fýrir- tækinu: sama settíð, sama tækni- fólkið, sömu upptökustrákarnir, og Edda sú sama. Og ég, ég var líka sá sami. Allt í einu fannst mér eins og þessi þrjú ár sem ég hafði verið í burtu væru alls ekki raunveruleg, þau gufuðu upp og ég hafði alltaf verið þarna. Þetta var einhvers kon- ar deja vu, og dálítið óþægilegt með- an á því stóð. En svo hrökk ég út úr þessu, Edda brosti til mín og ég fann að þetta var allt í lagi. Ég hafði verið í burtu en nú var ég kominn aftur. Á heimaslóðir, ef maður vill taka svo til orða. Og fféttastefið byrjaði og það var aftur allt eins og það átti að vera." Þannig lýsir Páll Magnússon endurkomu sinni í fréttalesturinn á Stöð 2 en þar er hann aftur sestur við hlið Eddu Andrésdóttur eftir að hafa mér heldur en rengja mig,“ segir hann. „Ég held annars að fólk geti borið með sér ákveðinn trúverðug- leika án þess að hægt sé að mæla það eða útskýra. Trúverðugleikinn er bara þarna og enginn veit eigin- lega af hverju. Vonandi finnst fólki að ég beri með mér þennan trúverð- ugleika og það segir þá kannski ein- hverja sögu ef mér hefur ekki tekist að grafa neitt að ráði undan hon- um.“ Sjálfskipuð útlegð frá Stöð 2 Þetta segir hann kankvís. En um leið svo traustvekjandi á svip. Það er reyndar engin tilviljun að fólk trúir fremur þeim sem eldri eru. Stóru stöðvarnar útí í heimi hanga eins og hundar á roði á þeim eldri frétta- mönnum og fréttaþulum sem þær hafa góða reynslu af. Páll samsinnir því og nefnir Dan Rather hjá CBS sem er langt genginn á áttræðisald- urinn en stýrir enn fréttaþættinum 60 mínútum samhliða því að hafa lesið fréttirnar áratugum saman. „Væntanlega til að gefa þeim þætti þann trúverðugleika sem hann hefúr sem fréttaþulur," segir Páll. Stelpu eins og mér finnst hún hafa alist upp með Páli Magnússyni; hann hefur verið í sjónvarpinu frá því ég man eftír mér. Ég bið hann að rekja stuttlega feril sinn og það kem- ur í ljós að hann byrjaði í blaða- mennsku árið 1979. „Svo byrjaði ég í sjónvarpi 1982 og þremur árum seinna byrjuðum nárn innan fyrirtækisins, og deilur og djöfulskapur innan eigendahóps- • „ u tns. Eigendur Stöðvar 2 eins og hundar og kettir Páll hristir höfuðið þegar hann rifjar upp þessa tíma. „Það var einfaldlega óþolandi staða að reyna að vera forstjóri í fyr- irtæki þar sem eigendurnir slógust eins og hundar og kettir og maður vissi aldrei á hverju var von ffá ann- að hvort meirihlutanum eða minni- hlutanum í stjórninni. Ég fór þá aft- ur í blaðamennsku um tíma en ári seinna var ég beðinn að koma aftur og setjá sjónvarpsstöðina Sýn á lagg- irnar. Ég gerði það og svo var ég beð- inn að taka aftur við fréttastofunni Samstarfið við Kára Stefánsson Það er ekki laust við að smá bros kvikni hjá Páli þegar ég spyr hvort Kári sé sá skaphundur sem hann er orðlagður fyrir að vera. „Við áttum mjög gott samstarf, við Kári," segir hann. „Ég hef náttúr- lega unnið með alls konar karakter- um gegnum tíðina svo ég er ýmsu vanur. Galdurinn í mannlegum samskiptum er að finna réttu sam- skiptaleiðirnar, sérstaklega milli yf- irmanns og undirmanns. Það þarf að finna landamærin milli manna og síðan þurfa báðir að þekkja þau og .virða. Ég og Kári fundum þessi landamæri fljótlega. Auðvitað geta verið heilmikil átök í byrjun, þegar menn eru að læra hver á annan, en Fréttaþulur fslands Páll Magnússon snýr aftur, betri en nokkru sinni fyrr: éH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.