Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Blaðsíða 43
DV Fókus LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004 43 Sr. Örn Bárður Jónsson Vill rvýti safnaðarhelmilið i Neskirkju betur. Á sunnudaginn eftir viku verður sr. Sigurður Árni Þórðarson settur í embætti sóknarprests við Neskirkju í Reykjavík, við hlið sr. Arnar Bárðar Jónssonar. Þeir félagar hyggjast bjóða upp á ýmis nýmæli í safnaðarstarfinu, m.a. að elda upp úr sjálfri Biblíunni. „Það er mikið talað um mat og krydd í Biblíunni," segir sr. Sigurður Árni, verðandi prestur í Neskirkju, „og hugmyndin er að nýta sér nýja safnaðarheimilið til matargerðar- lestra úr Biblíunni, menningar- og matreiðslunámskeiða. Við hyggj- umst kalla til sérfræðinga og áhuga- menn á þessum sviðum, fræðast af þeim, ræða texta og innihald, elda úr Biblíunni og snæða saman. í stórmörkuðum og sérverslunum má nú orðið fá flest sem nauðsyn- legt telst til eldamennskunnar." Sr. Sigurður Árni segist ekki efast um áhuga safnaðarmeðlima í 101 og 107 á fornri matargerðarlistinni, „enda hefur töluvert verið skrifað um hana á undanförnum árum og af nógu af taka. Okkar bíður eigin- lega ærinn starfi." Matreiðslan í Biblíunni Ein þeirra sem lagt hafa sig eftir matargerð eftir Biblíunni er ísraelsk blaðakona, Ruth Keenan. Fyrir nokkrum árum kom út í Frakklandi bók hennar „La cuisine de la Bible“ um matargerðarlistina í hinni helgu bók. Þar kynnir hún til sögunnar ýmsa rétti sem hún hefur þefað uppi, einkum úr gamla testament- inu. Hún leitaði þó víðar fanga, kynnti sér sögu akuryrkju og land- búnaðar, inn- og útflutning fyrir Miðjarðarhafsbotni fyrir margt löngu, segist enda fremur sækja sér innblástur í gamla testamentið en uppskriftir. Samson og Dalíla ísraelsmenn áttu forð- um í erjum við Fílistea ættaða norðan úr Litlu- Asíu en þeir höfðu sest að á strandlengjunni meðfram Miðjarðarhafs- strönd í Kaanan á 13. öld fyrir okkar tímatal. Ein borga Fílistea var Askalon og þar varð hetjan Samson ástfanginn af stúlku. Fílistear voru ekki hrifnir af því sambandi, höfðu af hon- um konuna og var Samson illur út í þá síðan. Ekki löngu síðar féll hann fýrir Dalílu en hana fengu Fflistear til að svíkja Samson fyrir silfursjóð; komast að leyndarmálinu um styrk- leika hans, sem bjó í hárinu. f Dóm- arabók gamla testamentisins segir: „En hún svæfði hann á skauti sínu og kallaði á mann og lét skera hár- lokkana sjö afhöfðihonum. Oghún tók að þjá hann, en afi hans var frá honum horfið. Þá sagði hún: „Filist- ar yfir þig Samson!" Þá vaknaði hann af svefninum og hugsaði: Ég slepp í þetta sinn sem hin fyrri og slít mig lausan! En hann vissi ekki, að Drottinn var vikinn frá honum. “ Andabringur í hun- angs- og vínsósu Ruth Keenan telur tæl- ingu Dalílu á Samsoni ekki síst hafa falist í mat- argerðarlist. Pakksaddur og vær af víni hafi hann hvílt í skauti hennar, þrátt fyrir að hún hefði svikið hann nokkrum sinnum áður. Ruth Keenan telur ekki útlokað að Dalfla hafi fært Samsoni andabring- ur í hunangs- og vínsósu með grænu salati og kapers- berjum í sinneps- °g ediksósu. Dalfla hefur staðið góða stund yfir pottunum þann dag og Ruth Keenan reiknar með að upp- skrift hennar hafi verið eitthvað á þessa leið: 3 andabringur (tæplega kg.) salt og grófmalaður hvítur pipar sósa: 250 ml. rauðvín 100 ml. kjúklingasoð 1 matskeið hveiti 1 matskeið hunang 1/2 teskeið sinnepskorn salt og pipar eftir smekk Dalfla hefur steikt andabring- urnar á pönnu sinni við góðan hita í um 10 mín., eða þangað til húðin var næstum brennd. Þá hefur hún snúið þeim við og steikt þær á hinni hliðinni í 2 mín. Svo hefur Dalfla tekið bring- urnar af pönnunni, stráð á þær salti og pipar og haldið þeim heitum í ofni meðan hún sneri sér að sósunni. Hún hefur byrjað á að henda andafitunni sem eftir varð á pönnunni en skellt pönnunni svo á eldinn, hellt víninu út á og ef eitthvað af kjöti hefur fest við pönnuna hefur hún skrapað það laust með hnífi. Dalfla hefur sennilega látið vínið sjóða niður um þriðjung og þá bætt í það 50 ml. af kjúklingasoði. Hveitið hef- ur hún Sr. Sigurður Árni Þórðarson „Mikið afmatog kryddi i Bibiíunni." I svo sett út í afganginn af soðinu og hrært kekklaust og steypt því út á pönnuna og hrært mikinn. Síðast hefur hún sett sinnepskornin og hunangið og bragðbætt með pipar og salti. Dalfla hefur soðið þetta við vægan hita í um mínútu, þá tekið fram andabringurnar, skorið þær í þunnar sneiðar, raðað þeim á fat og hellt sósunni yfir. Með þessu hefur hún borið fram salat, nokkrar teg- undir grænar, saman. Hent á þær 50 gr. af kapersberjum og öðru eins af t.d. ristuðum furuhnetum. Salatolíu hefur Dalfla lagað úr því sem sam- svarar matskeið af sinn- epi, 100 ml. af ólífuolíu, teskeið af hunangi og salti eftir smekk. Út í hef- ur hún sett 20 gr. af smátt söxuðum kapersberjum og eitt kramið hvítlauks- rif. Hrært vel og dreift yfir salatið. Og þetta stóðst Samson ekki, át og drakk yfir sig, sofnaði, missti máttinn svo Fflistear fengu unnið á honum. Af því má draga þá ályktun að þennan rétt má laga ef mikið stendur til. rgj@dv.is Ör þróun í fornleifa- fræðinni „f framtíðinni hverfum við sennilega frá sögustöðum til flóknari rannsóknarspurn- inga,“ segir Adolf Friðriksson fornleifafræðingur, „hættum að leita að landnámsárinu en hugum að framvindu land- námsins, hvemig fólkinu reiddi af.“ Adolf er meðal frummælenda á málþingi um fornleifafræði sem hefst í dag ld. 13:30 í öskju - náttúm- fræðahúsi HÍ. „Þróunin í ís- lenskri fornleifafræði hefur verið ákaflega ör síðustu ár, mikið hefur verið grafið og kortlagt. Úr því þarf að vinna. Þar að auki þurfa fornleifa- fr æðingar hreinlega að ná átt- um, hefja naflaskoðun og átta sig á árangri fornleifarann- sókna hér á landi ffá upphafi fram á okkar daga.“ Adolf segir ^ og að á síðustu ámm hafi mikil áhersla verið lögð á að innleiða hér nýja tækni við fornleifa- rannsóknir og að bæta að- ferðafræðina. „Almenningur og stjórnvöld hafa sýnt störf- um okkar mikinn áhuga enda mikið verið grafið og sérhæf- ingin alltaf að aukast. Nýnem- ar í fornleifafræði við HI geta nú valið um sérsvið; tileinkað sér fommeinafr æði í beina- rannsóknum, forngripafræði og fornvistfræði svo nokkuð sé nefnt.“ Ritið - tímarit Hugvís- * indastofnunar gengst fyrir málþinginu og þingstjórar verða Jón Ólafsson og Svan- hildur Óskarsdóttir. Biblíuleg matreiðsli handa lífsnautnafólki í Neskirkju r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.