Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Síða 45
DV Fókus LAUGARDAGUR 24. APRlL 2004 45 a McDonalds Eurovision-stjarnan verðandi Jón Jósep Snæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi, söngvari hljóm- sveitarinnar í svörtum fötum, fagn- ar því nú að smáskífan Heaven með framlagi fslendinga í keppninni í ár er komin út. Af þessu tilefni ætlar Jónsi að skella sér á McDonalds við Suðurlandsbraut í dag til þess að árita gripinn fyrir áhugasama. Nú styttist óðum í að keppnin í Tyrk- landi fari fram og í byrjun næsta mánaðar mun hópurinn halda út til undirbúnings. Undanúrslitakeppn- in fer fram þann 12. maí en íslend- ingar taka ekki þátt í henni þar sem Birgitta Haukdal tryggði okkur ör- uggt sæti í úrslitum með góðri frammistöðu í fyrra. Úrslitin fara svo ffam þann 15. maí og að sjálf- sögðu verður öllu sjónvarpað beint á RÚV. Jónsi verður 17. keppandi á svið, þar mun hann klæðast fötum frá Gallerí 17 og dansa eftir upp- skrift Selmu Björns. Söngkonan Beyonce Know- les hefur það í hyggju að sleikja sólina í sumar. Til þess að verða ekki trufluð af fjöl- miðlum og geta sprangað um berbrjósta hefur hún ráðið til sín lítinn her sem sam- anstendur af 15 kyn- þokkafullum tvíförum hennar. Hún hefur verið elt af pap- arazzi-ljósmyndurum þegar hún hefur legið berbrjósta í gegnum U'ð- ina og vill fá að vera í friði. Ef íjöl- miðlar ætla að ná af henni myndum verður þeim sjálfsagt starfið erfitt þar sem hún og herinn munu dreifa sér vítt og breytt um svæðið. Undanfarin ár hafa stelpurnar verið að láta meira til sín taka á hjólabrettum, snjóbrettum, brimbrettum og öðrum svokölluð- um jaðaríþróttum. Linda Björk Sumarliðadóttir og vinkonur hennar vilja samt að stelpurnar verði duglegri í því að keppa og halda þess vegna hjólabrettanámskeið fyrir stelpur í dag. „Við viljum að stelpur séu virkari í þessum íþróttagreinum sem flokkast undir jaðarsport og þess vegna stofnuðum við sérstakt brettafélag fyrir stelpur," segir Linda Björk Sumarliðadóttir sem ætlar að kenna þeim stelpum sem áhuga hafa grundvallaratriðin á hjólabretti í dag. „Það er fullt af stelpum sem eru t.d. á brimbrett- um, snjóbrettum, hjólabrettum og í ísklifri en svo þegar það á að halda mót þá er eins og þær þori ekki að taka þátt. Það voru t.d. nokkrar stelpur skráðar til leiks á íslands- mótinu í snjóbrettum en svo þegar kom að keppninni sjálfri voru sum- ar sem létu ekki sjá sig. Þetta er eitt- hvað sem við viljum að breytist," segir Linda. „Þetta hjólabrettanám- skeið sem haldið verður í dag er lið- ur í þessu. Stelpurnar eiga oft erfitt með að byrja innan um strákana sem eru í miklum meirihluta brettafólks og þess vegna er tilvalið að halda sérstakt námskeið fyrir þær,“ segir Linda og bætir því við að alltaf séu fleiri og fleiri stelpur að bætast í hópinn. „Við vinkonurnar erum fimm til sex sem stundum þetta reglulega, svo veit maður um einhverjar fleiri og það er alltaf að bætast í hópinn. Við vilj- um bara að þær taki meiri þátt og verði sjáan- legri." Þegar hafa bretta- stelpurnar haldið svo- kallað skatesession þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestu frammistöð- Stelpurnar eiga oft erfítt með að byrja innan um strákana sem eru í miklum meirihluta bretta- fólks og þess vegna er tilvalið að halda sérstakt námskeið fyrirþær, Lilja Rut KrljtJínidóttir Mun ásamt Lindu Björk hatda hjólabrettanám- skeiö fyrirstelpur ídag við Nikita- rampinn i Ármúla. una. Til stendur að halda fleiri slíkar uppákomur og jafnvel mót fyrir kvenkynsbrettafólk lands- ins. Allar stelpur sem hafa áhuga á hjólabrettum eru því hvattar til að mæta á námskeiðið í dag en það mun hefjast kl. 14 við Nildta-hjóla- brettarampinn að Ármúla 17b, fyrir neðan Júdófélag Reykjavíkur. Nám- skeiðið mun standa í fjóra tíma og þar verður farið í helstu undir- stöðuatriði hjólabrettalistarinnar. Það kostar ekld nema 1000 kall að vera með og allar nánari upplýsing- ar má nálgast á netinu á slóðinni www.bigjump.is. Nashymingur nauðgar bíl Safaríferð nokkurra Breta tók óvænta stefnu þegar nashymingur réðst að bQnum sem fólkið var í og reyndi að hafa mök við hann. Atburður- inn átti sér stað í Safarigarði á Bretlandi. Fólkið hafði gert sér glaðan dag í dýragarðinum og stöðvaði bifreið sína við tvo nashyminga til þess að taka af þeim myndir. Nashymingarnir, Sharka og Trixie, vom í mökunarhugleiðingum þegar fólkið bar að garði en þegar Sharka sá bfl- inn missti hann skyndilega áhugann á Trixie og sneri sér að bflnum. Hinn tólf ára gamli nas- hymingur skellti sér á bflinn og hóf mökunarhreyfingar á meðan fólkið reyndi að átta sig á því hvað væri að gerast. „Þetta er ekkert smá dýr og okkur brá talsvert þegar hann lagðist utan í bílinn. Ég kom bílnum þó aftur í gang fljót- lega og bmnaði burt,“ segir Dave AJsop bflstjóri „fórnarlambsins". Sam- kvæmt upplýsingum frá dýragarðinum mun Sharka vera sérlega vinsæll meðal kvennashyrn- inganna og er hann meðal annars faðir tveggja kálfa sem fæðst hafa í garðinum á síðustu fimm árum. Stjörnuspá Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona er 33 ára í dag. „Hún er fær um að komast í snert- ingu við hið eilífa andar- tak ef hún veitir andar- drætti sínum nánari eftir- tekt og tekur meðvitað eftir því hvernig hann flæðir. Hún býr yfir öfl- ugum mætti sem hún er fær um að nota til að þjóna mannkyn- inu," segir í stjörnu- spá hennar. Eva María Jónsdóttir M VY Vatnsberinn (20.jan.-i8. febr.) \f\j Þú átt það til að vera óút- reiknanleg/ur og oftar en ekki einu skrefi á undan öllum. Frelsi og sjálf- stæði á vel við þig en þú kýst hér að vera frjáls eins og loftið eða vindurinn. Hér kemur að sama skapi fram að þú kýst ekki að vera bundin/n af ábyrgð eða skyldum. (19.febr.-20.mm) Ljúktu við verkefni sem þú hefur látið sitja á hakanum allt of lengi. Atburðir sem virðast hafa átt sér stað í fortíð þinni virðast há þér í dag. CV5 Hrúturinn (21.mars-19.aprii) Sköpunargáfa þín kemur að góðu gagni en þú átt það til að reyna að breyta fólkinu í kringum þig eftir þínu höfði og ættir að huga frekar að sjálfinu í stað þess að einblína á náung- ann. Hér er þér að sama skapi ráðlagt að yfirvinna sem fyrst eigingirni þína, kæri hrútur. Ö Nautið (20. apríl-20. mai) Gættu þess vel að hafa gott jafnvægi í kringum þig sem skapar harmónískt umhverfi. Hvorki flýta þér né leita stöðugt að fljótustu leiðinni við það sem þú aðhefst hverju sinni. Þú ert fær um að njóta ávaxtanna af erf- iði þinu ef þú hægir á þér. I Tvíburamir ;?i. mai-21.júni) : ‘ Þú ættirað að undirbúa þig fyrir fegurð framtíðar sem birtist hér á sama tíma og hlutverk þitt breytist af einhverjum ástæðum.Veraldlega völd segja eingöngu til um falskt öryggi, hafðu það hugfast i framtíðinni. Krabbinngi .júní-22.júli) Hér kemur fram að þú átt ekki í vandræðum með að mynda góð sam- bönd og kannt einnig að rækta þau. Jl Ljóniðþj./ií//-27.íjiw Lærðu að meta þig að verð- leikum en það virðist þurfa að minna þig á það endrum og eins. Tl$ Meyjan (23. ágúst-22. septj Stígðu skref fram á við, í stað aftur til baka. Þú ættir að læra af fyrri reynslu og byggja sjálfið upp. Dagarnir framundan verða ánægjulegir svo sannarlega ef þú ætlar þér það. o (23.sept.-23.okt.) Næsta vika sýnir mikla gleði þar sem nýjar fréttir berast stjörnu vog- ar. Hér kemurfram að þú ættir að vera fær um að greina betur á milli stærri og minni ákvarðana sem þú virðist standa frammi fyrir um þessar mundir. ni Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0vj Þú býrð sannarlega yfir ein- stæðum hæfileikum sem þú getur not- að eins og þér sýnist. Þér er ráðlagt að leita að hærra sjálfinu sem býr innra með þér ef þú aðeins hlustar og hug- leiðir. / Bogmaðurinno2n<íi'.-2j.<fe.j Stjarna bogmanns einkennist hér af göfugleika. Einhver spenna býr jafnvel í brjósti þér þessa dagana og þú ættir að nýta þér hana til góða. z Steingeitinp2.fc-/9.janj Frá upphafi hefur þú haft stjórn á því hvert þú ætlar þér og hverja þú kýst að umgangast. Þú ættir að halda mjög fast í sjálfstraustið og trúna á getu þína næstu sjö daga af einhverj- um ástæðum. SPÁMAÐUR.IS^ 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.