Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2004, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2004
Síðast en ekki síst DV
Rétta myndin
Hundar á palli.
Miðinná1200 krónur
Ha?
Aðgöngumiðaverð í Bláa lónið
vekur furðu sumra sem þangað
koma. Heilar 1200 krónur fyrir einn
miða og er verðið farið að slaga upp
í miðaverð á sæmilegum tónleikum
í Laugardalshöll. Ráðist hefur verið
í miklar endurbætur og
framkvæmdir í Bláa lón-
inu sem á móti kölluðu á
hækkað aðgöngumiðaverð. Gestir
Bláa lónsins í fyrra voru 320 þúsund
talsins og er staðurinn því orðinn
einn mest sótti ferðamannastaður
landsins og gefur Gullfoss og Geysi
ekkert eftir. Utlendingar eru 70 pró-
sent gesta en íslendingar 30 pró-
sent.
Sé aðgöngumiðaverð margfald-
að með gestafjölda síðasta árs hefur
Bláa lónið velt 384 milljónum króna
á síðasta ári. Forráðamenn lónsins
taka þó fram að margskonar tilboð
séu í gangi og börn greiði ekki nema
tæplega helming af verði fullorð-
inna. Aðstaðan í Bláa lóninu er nú
allt önnur og betri en áður þó legg-
ja mætti meira upp úr þrifum og til-
tekt í búningsklefum. Þar mundu
tvö stöðugildi skipta sköpum.
Bláa Lóniö
Erað sláGullfoss
og Geysi út.
• Sjálfstæðismenn hafa verið dug-
legir við að finna sínum mönnum
vinnu. Nú heyrist
um það talað að til
standi að sá fallni
þingmaður Vil-
hjálmur Egilsson,
ráðuneytisstjóri
sj ávarútvegsráðu-
neytisins, verði
^Jærður um set og
gerður að ráðu-
neytisstjóra fjármála í stað Baldurs
Guðlaugssonar sem yrði færður til
Alþingis. Friðrik Ólafsson skrif-
stofustjóri er að komast á eftir-
launaaldur og hugmyndin er sögð
sú að Baldur setjist í stól hans...
Síðast en ekki síst
• Ríkisstjórnin á nokkuð erfitt upp-
dráttar í umræðunni. Stuðnings-
menn hennar hafa áhyggjur af því
aðherferð Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra gegn JóniÁsgeiri Jó-
hannessyni virðist vera hans eina
pólitíska markmið. Innan Fram-
sóknarflokksins er hrollur í mönn-
um vegna þessa en
fæstir þora að
æmta þar sem nú
styttist óðfluga í að
HalldórÁsgríms-
son nái því mark-
miði lífs síns að
verða forsætisráð-
herra. Þetta vita
Sjálfstæðismenn og valta yfir fram-
sóknarmenn í hverju málinu af
öðru vitandi að stjórnarslit hugnast
mörgum Sjallanum betur en sjá for-
ingjann niðurlægðan sem fagráð-
herra....
• Trú Vestfirðinga á ríkisstjórnina
fer minnkandi þótt stuðningsmenn
hennar hafi haft hljótt um sig. Á
valdatíma Davíðs
Oddssonar hefiir
Vestfirðingum
fækkað gríðarlega
svo nú blasir við
með sama fram-
haldi að þorp legg-
istaf. Guðnajó-
hannessyni, leið-
toga Framsóknar-
^flokks í meirihluta bæjarstjórnar,
virðist nóg boðið því hann hefur nú
lýst opinberlega eftir aðgerðum
stjórnarinnar og segir Davíð og fé-
laga hvorki hlusta á Vestfirðinga né
vinna fyrir þá..
HANN ER FYRRVERANÖIFAN6I
06 ÞAÖ VITA ALLIR AO FANSAR KUNNA
At> 6RAFA 6ÖN6 - ÞAB FYLSIR
NAFNBÓTINNI
Ástþóp á Thorvaldsen Neitaöi að
borga reikninginn og lenti í löggunni
Arnar Gfslason rekstrarstjóri Hringdi i lögregluna þegarÁstþór neitaði að þorga.
„Þetta sýnir bara að ég læt ekki
ganga yfir mig - maður ber fólk ekki
sjálfur heldur hringir í lögregluna,"
segir Ástþór Magnússon forseta-
frambjóðandi. Að kvöldi sumar-
dagsins fyrsta sat Ástþór að drykkju
með Natalíu Wium, eigi'nkonu sinni,
og systur hennar á Thorvaldsen bar.
Þegar reikningurinn kom neitaði
Ástþór að borga og á endanum varð
að kalla á lögregluna.
„Ég bað sjálfur um að lögreglan
yrði kölluð til því reikningurinn var
svimandi hár,“ segirÁstþór. „Eftir að
löggan mætti á svæðið kom leiðrétt-
ur reikningur og að sjálfsögðu
greiddi ég hann.“
Ástþór segir eigendur Thorvald-
sen Bar mega skammast sín fyrir að
málin þurfi að ganga svona langt.
Reikningurinn hafi augljóslega verið
rangur og enginn svindli á Ástþóri
Magnússyni.
Arnar Þór Gíslason, rekstrarstjóri
Thorvaldsen Bar, hefur aðeins aðra
sögu að segja. „Sannleikurinn er sá
að Ástþór hélt því fram að reikning-
urinn væri rangur," segir Arnar. „Eg
fór sjálfur yfir reikninginn og komst
að því að Ástþór hafði rétt fyrir sér -
það vantaði þrjú glös upp á!“
Arnar segir að í framhaldi af því
hafi eiginkona Ástþórs skammast
sín svo mikið að hún hafl boðist til
að borga reikninginn sem hljóðaði
upp á 11.150. Það hafi þó ekki verið
næg heimild á kortinu nema fyrir
6000 krónum.
„Ástþór sat hins vegar fastur við
sinn keip og neitaði að borga 5000
krónurnar," segir Arnar. „Hann
sagði mér annaðhvort að henda sér
út eða hringja á lögregluna - sem ég
og gerði."
Eftir stutt stopp lögreglunnar
borgaði Ástþór reikninginn. Þá
höfðu tveir fastakúnnar þegar boðist
Ástþór Magnússon „Maður þer fólk ekki
sjálfur heldur hringir á lögregluna."
til að borga brúsann til að málinu
lyki farsællega. Vitni segja að Ástþór
hafi neitað því en staðið upp og bók-
að mótmæli við illri meðferð þeirra
hjóna á barnum.
Arnar segir að þrátt fyrir allan
hamaganginn hafi þetta gengið
nokkuð hljóðlega fyrir sig og gestir
staðarins haft nokkuð gaman af.
„Við bjóðum baraÁstþór velkominn
aftur og erum tUbúin að láta hann
persónulega vita af öllum tUboðum
á barnum," segir Arnar sem stóð í
ströngu með forsetaframbjóðand-
anum á sumardeginum fyrsta.
simon@dv.is
FLOTT eins og fyrri daginn hjá Tómasi
A. Tómassyni þegar hann opnaði
Hamborgarabúlluna við Geirsgötu.
Eldhús eins og á fimm stjörnu hóteli
og loftræsting eftirþvi í einhverju
minnsta veitingahúsi í Evrópu. Það er
V sama hvar Tómas stingur niður fæti -
alltafer það gert með stæl.
• Frétt í DV um drykkjuveislu hátt í
hundrað unglinga undir lögaldri í
húsakynnum Sjálfstæðisflokksins í
Vestmannaeyjum hefur vakið verð-
skuldaða athygli þar í
bænum, enda hafa
yfirvöld bæjarins
unnið hörðum hönd-
um að því að minn-
ka vímuefnaneyslu
unglinga. Birtar voru
myndir af drykkj-
unni sem vefsíðan
Birta.net sýnir á netinu. Á
vefsíðunni má sjá að þetta var ekki
fýrsta unglingafylleríið I Vest-
mannaeyjum, en vaninn virðist
vera að þau fari fram í heimahús-
um. DeÚt er um hvort eigendur
húsnæðisins beri ábyrgð á því sem
fer fram þar eða ungu mennirnir úr
ísknattleiksfélaginu Jökunum. Við-
brögð Selmu Ragnarsdóttur, kenn-
ara og formanns Eyverja, félags
ungra sjálfstæðismanna í Eyjum,
eru þau að hún heldur því fram í
grein sem skrifuð er á vefsíðuna
Eyjar.net að málið sé áf pólitísku
tagi þar sem verið sé að
reyna að upphefja
sjálfan sig og koma
óorði á hina. Sig-
uröur E. VUhelms-
son, annar kennari í
Eyjum, telur engan
upphafinn af ung-
lingafylleríi og ritar
grein um viðbrögð
Selmu formanns undir yfirskriftinni
„Það læra börnin sem fyrir þeim er
haft“. Hann bendir á að staðfest sé
að ungar stúlkur, nýskriðnar af
fermingaraldri, hafi áður hlotið
áfengi í félagsheimili Selmu og sjálf-
stæðismanna og óskar þess að hún
einbeiti sér að vandamálinu en
smíði ekki pólitískar samsæriskenn-
ingar...
Veðrið
**<o
NokkuM
vindur
+10
jL<4<| Nokkur
T * 1 vindur
+14 Gola
*• o
+9^Í
Strekkingur
ola
+5
Allhvasst
4 *
4,C Strekkingur
'. +>10* *
ö
t1&
vindur
X
Nokkur
vindur
+84 *
Allhvasst
V