Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Page 9
TÍMARIT
VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS
5.—6. hefti
1964
49. árg.
REIKNISTOFNUN HÁSKÓLANS
Nýlega kom til landsins fyrsti rafeindareikn-
irinn, sem getur leyst flókin tæknileg og vís-
indaleg verkefni. Með komu þessa rafeinda-
reiknis er brotið blað í atvinnu- og tæknisögu
landsins.
Verk, sem fram að þessu hefur aðeins verið
hægt að leysa að takmörkuðu leyti, verður nú
hægt að vinna með þeirri nákvæmni sem verkið
krefst. Mun fyllri niðurstöður verður hægt að
fá úr margskonar upplýsingum, sem safnað er.
Verk, sem áður hefur verið óleysanlegt, verður
nú auðleyst. Allt þetta byggist á einu mesta
furðutæki okkar aldar, rafeindareikninum.
Háskóli Islands hefur eignazt fullkominn raf-
eindareikni og fteiknistofnun Háskólans hefur
verið sett á laggirnar til að annast rekstur þessa
tækis. í dag munu vera fjögur eða fimm ár liðin
frá því að nokkrir íslenzkir verkfræðingar og
vísindamenn stofnuðu óformlega nefnd til að
reyna að örva þróun þessara mála hér á landi.
M. a. var dr. Beck frá Regnecentralen í Kaup-
mannahöfn fenginn hingað til lands til að kynna
þessa tækni. Verulegur skriður komst þó fyrst
á gang þessara mála haustið 1963 fyrir framsýni
og áræði Ottós Michelsens, umboðsmanns IBM
á íslandi, er hann fékk hingað til lands um
þriggja vikna skeið rafreikni af sömu gerð og nú
er kominn hingað. Smiðshöggið var þó fyrst rek-
ið, er Framkvæmdabanki íslands gaf Háskólan-
um í tilefni 10 ára starfsafmælis síns 2,8 millj.
kr., sem samsvaraði kaupverði reiknisins.
Varla getur nokkur vafi leikið á því að þetta
tæki á eftir að verða íslenzku atvinnulífi og ís-
lenzkum vísindarannsóknum mikil lyftistöng.
Til að svo verði þarf þó að tryggja að reiknir-
inn verði nýttur vel. Við íslendingar höfum mörg
dæmi þess að hafið sé starf á sviði vísinda eða
tækni, þar sem mönnum hefur ekki samtímis
verið sköpuð nógu góð vinnuskilyrði til að hægt
væri að leysa verkefnin sem skyldi. Slíkt má ekki
ske með Reiknistofnun Háskólans. Varast verð-
ur að gera hana eingöngu að þjónustufyrirtæki,
sem engin tök hefur að sinna sjálfstæðum rann-
sóknum, sem sérfræðingar hennar telja að þessi
nýja tækni geti leyst.
Tímarit Verkfræðingafélags Islands birtir í
þessu hefti nokkrar greinar um hinn nýja raf-
eindareikni. Með þessu vill ritstjórnin beina at-
hygli íslenzkra verkfræðinga að þessari mikil-
virku tækni.
Við óskum Háskóla íslands til hamingju með
hið nýja tæki og vonum að þetta verði fyrsta
skrefið að þeirri eflingu Háskólans, sem Ármann
Snævarr rektor ræddi í hinni athyglisverðu ræðu
sinni 1. des. s.l.
Framhaldsmenntun íslenzkra verkfrœðinga
Flestir íslenzkir læknar sem leggja stund á
einhverja sérgrein munu leita til annarra landa
á nokkurra ára fresti til að kynna sér nýjungar
í sérgrein sinni og fá tækifæri til að hitta erlenda
kollega sína. Flestir þeirra eru sennilega áskrif-
endur að og lesa jafnaðarlega eitt eða fleiri fag-
tímarit.
En hvernig er þessu farið með íslenzka verk-
fræðinga? Sennilega verður að telja það frekar
til undantekninga að þeir lesi reglulega fagtíma-
rit eða fari í námsferðir til útlanda. Er þetta
e.t.v. vegna þess að framfarir í hinum ýmsu
greinum verkfræðinnar séu svo hægar að próf-
lærdómurinn og reynslan af starfinu endist allt
lífið? Varla.
Orsakir þessa er fyrst og fremst að finna í
launalegum og faglegum aðbúnaði íslenzkra
verkfræðinga og flestra háskólamenntaðra
manna síðasta áratuginn vegna skammsýni
stjórnarvaldanna. Þessir erfiðleikar mega þó
ekki standa í vegi fyrir viðleitni okkar til að
vinna gegn þessu ástandi að svo miklu leyti sem
það er á okkar valdi.