Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Side 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Side 10
66 TlMAKIT VFl 1964 ÖLD RAFEIIMDAREIKIMAIMNA Eftir Magnús Magnússon, prófessor. Tuttugu ár eru nú liðin frá upphafi rafeinda- reiknialdarinnar (computer age), sem svo hefur verið kölluð. Fyrsti rafeindareiknirinn, smíðaður af IBM fyrir Harvard háskóla í Bandaríkjunum, var tekinn í notkun í ágúst 1944. Fimm árum síðar tók fyrsti rafeindareiknirinn i Evrópu, EDSAC í Cambridge í Englandi, til starfa. Fyrstu tíu árin voru rafeindareiknar fáir, en upp úr 1955 fór þeim að fjölga mjög, en einkum þó síðustu fimm árin. Eftirfarandi tafla, sem sýnir fjölda rafeindareikna í ýmsum löndum á hverja milljón starfandi fólks (að fólki í landbúnaði og við fiskveiðar undanskildu), gefur góða hugmynd um þróunina. 1.jan. 1962 1. jan. 1964 Danmörk 6 44 Noregur 9 49 Austurríki 10 24 Italía 13 38 Bretland 15 28 Frakkland 17 56 Vestur-Þýzkaland 18 46 Belgía 20 43 Holland 20 45 Svíþjóð 28 59 Sviss 35 80 Bandaríkin — 240 1 Bandarikjunum voru á síðasta ári um 17.000 rafeindareiknar í notkun eða pöntun, að verð- mæti um 250.000 milljónir króna. Áætlað er, að eftir tuttugu ár verði teknir í notkun í Banda- ríkjunum rafeindareiknar að verðmæti um 400.000 milljónir króna á hverju ári. Til saman- burðar mætti minna á, að niðurstöður fjárlaga íslenzka ríkisins fyrir árið 1965 eru um 3500 milljónir króna. Fyrstu rafeindareiknarnir, eins og t.d. EDSAC, sem er þeim, er þetta ritar, vel kunnur, þar sem hann vann við hann á árunum 1950—1953, voru fyrirferðarmiklir og heldur óöruggir í rekstri. Gerbylting varð er transistorar komu í stað út- varpslampa. EDSAC fyllti eitt herbergi, en jafn- afkastamiklum reikni væri nú hægt að koma í ferðatösku, og arftaki hans eftir tíu ár getur orðið á stærð við meðalstóra bók. Rekstraröryggi hefur einnig aukizt mjög. Notkun rafeindareikna er mun auðveldari nú en áður var. Þar til fyrir um fimm árum þurfti að gera allar forskriftir (prógrömm) á svoköll- uðu vélamáli, sem er ekki auðvelt í notkun. Nú eru hins vegar komin fram ýmis mál, sem liggja mjög nærri venjulegu stærðfræðimáli, eins og t.d. FORTRAN (FORmula TRANslation) og ALGOL. Sérstakar forskriftir þýða svo það, sem skrifað er t.d. í Fortran, á vélamál viðkomandi reiknis. Fortran málið er ekki bundið við ein- staka tegund reikna eins og vélamálið, og for- skriftir á því má nota á allar þær gerðir véla, sem Fortran þýðingarforskrift er til fyrir. For- tranmálið er hægt að læra á 10—15 tíma nám- skeiði nægilega til að undirbúa verkefni fyrir rafeindareikna. Nú eru komin enn auðveldari mál, sem miðast við ákveðnar tegundir verkefna, eins og t.d. COGO, sem skýrt er frá á öðrum stað í þessu tímariti. Annað mál af sama tagi er STRESS, (STRuctural Engineering System Solver), sem gert er fyrir byggingaverkfræðilega útreikninga, eins og nafnið bendir til. Samfara þeirri þróun að auðvelda undirbúning verkefna fyrir rafeindareikna, er unnið að því að auðvelda aðgang að þeim á þann hátt að setja mörg innlestrar- og útskriftartæki við einn reikni, sum í annarri byggingu og sum jafnvel í öðr- um borgum en hann sjálfur er. Þannig kerfi er nú við MIT í Boston í Bandaríkjunum, og fleiri háskólar þar í landi munu hafa slík kerfi innan skamms. Hver, sem hefur slíkt tæki, getur sett verkefni inn í reikninn og fær þá svarið því sem næst á svipstundu. Fjölmörg dæmi mætti taka um notkun reikna á öllum sviðum verkfræði, en hér verða aðeins örfá nefnd. Vegna þess hve fljótvirkir rafeinda- reiknar eru, er nú hægt við ýmsar framkvæmdir, t.d. vegalagnir, stíflugerðir og fleira, að reikna út marga möguleika og á þann hátt finna þann, sem hagkvæmastur er. Á þennan hátt má spara stórfé. Skipulagning umferðaræða og strætis- vagnaleiða er nú víða framkvæmd með aðstoð rafeindareikna. Stöðugleika skipa má nú reikna út miklu auðveldar en áður. T.d. nota skipasmíða- stöðvar í Vestur-Þýzkalandi reikna af sömu gerð og Háskólinn hefur fengið, til slíkra útreikn- inga. I símaverkfræði eru reiknar notaðir til að leysa biðraðarverkefni, og svona mætti lengi telja. Yfirleitt má segja, að þróunin sé í þá átt að leysa beint reikningslega verkefni, sem áður voru leyst empirískt (með aðferðum byggðum á fenginni

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.