Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Qupperneq 12
68
TÍMARIT VFÍ 1964
UM MOTKUIM R/VFEIIMDAREIKMA
Eftir Odd Benediktsson, cand. phil.
1 greinarkorni þessu verður rætt lauslega um
eftirfarandi atriði: Að hvaða leyti rafeindareikn-
ar séu frábrugðnir venjulegum reiknivélum,
hvernig vélin vinnur innbyrðis og forskriftir eru
gerðar úr garði, og loks hvaða verkefni séu vel
faliin til lausnar á reikninn.
Reiknar eru einkum frábrugðnir venjulegum
reiknivélum að þrennu leyti. 1 fyrsta lagi hafa
þeir mikið minni, þ.e. vélin getur geymt innbyrð-
is aragrúa af tölustöfum. 1 öðru lagi þarf vélin
að geta tekið á móti og komið frá sér upplýs-
ingum á hraðvirkan hátt, svo sem með gata-
spjöldum eða segulbandi. Að lokum starfar vél-
in samkvæmt forskrift (program), sem geymd
er í minni vélarinnar. Þetta síðasta atriði er log-
iskur grundvöllur þessarar tækni og skulum við
ræða það nánar.
Gerum ráð fyrir, að operasjónunum, sem reikn-
irinn getur framkvæmt (svo sem +, + , •, :, at-
huga hvert sé forteikn tölu, gata spjald o.s.frv.),
séu gefin talnaheiti. Ennfremur eru minnishólf-
in í reikninum tölusett. Listi yfir það hvað gera
eigi við tölurnar, sem geymdar eru í vissum minn-
ishólfum verður þá talnaruna, sem geyma má í
minninu sem aðrar tölur. Þannig má gera ráð
fyrir, að hin innritaða forskrift (stored program)
sé í einum hluta minnisins og tölur þær, sem
vinna á úr, í öðrum. Sé svo farið að framkvæma
forskriftina, þegar allt hefur verið lesið í minnið,
þá framkvæmist hún með leifturhraða rafeind-
anna. Hluta forskriftarinnar eða hana alla má
svo endurtaka að vild.
Sérhver tegund reikna vinnur á ákveðinn hátt,
hlýðir ákveðnu talnakerfi sem forskrift og geym-
ir tölur á vissan máta. 1 heild köllum við það
grundvallarskipunarkerfi, sem vélin hlýðir, véla-
mál (machine language) hennar. Það er tíma-
frekt nákvæmnisverk að skrifa forskriftir á véla-
máli. Hins vegar má gera ráð fyrir, að notend-
ur vélanna vilji læra að notfæra sér þær á sem
skemmstum tíma og að geta sett verkefnin upp
á auðveldan hátt. Úr þessu hefur verið bætt með
því að sá, sem nota þarf reikninn, getur skrifað
forskrift sína á máli, sem er fljótlært og auð-
velt meðferðar, en vélin tekur svo þessa frum-
forskrift (source program) og snýr henni yfir á
vélamál. Forskrift þá, sem vélin notar til þess að
breyta frummáli á vélamál, köllum við þýðanda
Oddur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i
Reykjavík 1956. Fór hann þá til Bandarikjanna til verk-
frœðináms og lauk Bachelor of Mechanical Engineering
frá Rensselaer Polytechnic Institute, Troy, N.Y., 1960.
Tók Master of Science í stœrðfrœði 1961 frá sama skóla.
Vann hjá Bell Telephone Láboratories 1961—62. Var
1962—6if við framhaldsnám í stœrðfræði við R.P.I. Vinn-
ur nú við Reiknistofnun Háskólans.
(compiler, processor). Framleiðendur og notend-
ur hinna ýmsu reikna hafa búið til og eru enn
að vinna að margs konar frummálum og þýð-
endum fyrir hinar mismunandi vélar og verk-
efni. Meðal mála, sem sérlega eru ætluð til al-
mennra vísinda- og verkfræðiútreikninga, má
nefna Algol og Fortran. Algol hefur náð nokk-
urri útbreiðslu í Vestur-Evrópu. Fortran er
það mál, sem IBM-fyrirtækið hefur þróað, og
notað er á flestum reiknum þess. Einnig hafa
verið gerð enn sérhæfðari mál til lausnar á sér-
stæðum verkefnum. Meðal þeirra má t.d. nefna
COGO, sem er einungis ætlað til úrlausnar á
plangeometriskum vandamálum í landmælingum.
Nánari upplýsingar um COGO og Fortran má
finna í öðrum greinum í riti þessu.
Verkefni þau, sem liggja beinast við til lausn-
ar á stórvirkum reiknum, má greina í tvo aðal-
flokka: Fyrst má telja verkefni þau, sem krefj-
ast síendurtekninga á vissum útreikningum til
þess að útkoman náist. I þessum flokki eru lausn-
ir á jöfnum og líkingarkerfum, númerisk inte-
grasjon o.s.frv. í hinum flokknum eru svo verk-
efni, þar sem slíkt magn af tölum er fyrir hendi,
að illviðráðanlegt er að vinna úr þeim, nema stór-
virk tæki séu tekin í notkun. Það hversu beint
það liggur við að leysa verkefni í þessum flokk-
um í reikni byggist á því, að þegar forskriftin
hefur á annað borð verið innrituð í minni vélar-
innar er hægðarleikur að endurtaka operasjóna-
runur svo sem áður er getið.
I lok þessarar greinar er listi yfir nokkur rit,
sem gætu orðið gagnleg þeim, sem læra vilja
notkun á IBM 1620 reikninum. Rit tölusett 1, 2
og 3 eru einungis um Fortran-málið. Bókin eftir
McCracken er nothæf til sjálfskennslu. Bækurn-
ar 4 og 5 kenna vélamál og flest það sem við-
víkur forskriftum fyrir 1620 vélina. 1 þeim bók-
um er þó rætt um nokkuð eldri gerð af 1620 en