Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Síða 21

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Síða 21
TlMARIT V F1 1964 77 IMotkun rafreiknis til úrvinnslu gagna við jarðræktartilraunir Eftir Hólmgeir Björnsson, agronom. I reikniheilanum hafa í vetur verið gerðar upp jarðræktartilraunir framkvæmdar við Bænda- skólann á Hvanneyri. Uppgjörið er fólgið í út- reikningi á uppskeru á hektara og meðaltölum, og gerð var sveiflurannsókn (variansanalysa) á flestum tilraunaniðurstöðum. Samtals var reikn- að út fyrir um 850 tilraunareiti frá síðastliðnu sumri og sveiflurannsókn gerð á nokkrum eldri niðurstöðum. Sem dæmi um algenga tegund jarðræktartil- rauna má taka tilraun með vaxandi áburðar- skammta t.d. af köfnunarefni. Ef reyndir eru 4 misstórir áburðarskammtar, er tilraunin sögð f jórliða. Áburðarskammtarnir eru bornir á 4 Dæmi um skipun reita í jarðræktartilraun. Rcltur sá, sem uppskera er vegin af, er skyggður. jafnstóra reiti, sem liggja samhliða. Algengasta reitarstærð og lögun er nú um 9 x 4 m. Dregið er um innbyrðis röð reitanna. Þetta er svo end- urtekið, oftast fjórum sinnum. Hverjir 4 reitir niynda svonefnda endurtekningu eða bloklc, og er ávallt einn reitur af hverjum lið í blokkinni. Blokkirnar eru oftast látnar liggja saman, svo aó sem minnstur munur verði á landi innan til- raunarinnar. Uppskera er vegin af reitum, sem eru nokkru uunni en áburðarreitirnir til að forðast jarðar- ahrif. Þá eru einnig tekin sýnishorn af uppskeru til ákvörðunar á þurrefnisprósentu og efnagrein- Mga, og stundum gerðar ýmsar aðrar mælingar °g athuganii'. Uppskeru hvers reits má tákna þannig: X + Y, + Yo + Ýa X er raunverulegt uppskerumeðaltal reitanna. Hólmgeir útskrifaöist frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1956. Lagði stund á búvísindi við Landbúnaðarháskól- ann í Ultuna i Svíþjóð og lauk prófi þaðan 1961. Vinnur nú við Bœndaskólann að Hvanneyri. Y, er raunverulegt frávik meðaltals blokkarinnar frá X Y-2 er raunverulegt frávik meðaltals liðsins frá X Y;. er tilviljunarkennt frávik, sem stafar af frjó- semismun innan blokkar og skekkju vegna ónákvæmni í framkvæmd. Þetta frávik er oft nefnt skckkja. Sveiflurannsókn (variansanalysa) er fólgin í því að reiknað er meðaltal af kvaðrati ofantal- inna þriggja frávika. Útkomurnar eru nefndar varíans. Taka verður tillit til þess að raunveru- legt X er ekki þekkt og hinir fundnu varíansar cru áætlanir, sem verða því nákvæmari, sem end- urtekningum fjölgar. Að lokum er svo fundinn varíanskvótinn eða F-talan, sem er kvótinn milli varíans fyrir liði og varíans fyrir skekkju. í töfl- um má svo finna hvort og með hve miklum lík- um mismunur á uppskerumeðaltölum liða er raun- hæfur, þ.c. hvort sennilegt sé, að hann stafi af tilviljunum fyrst og fremst, eða að hann sé raun- verulegur. Yfirleitt er þess krafizt, að a.m.k. 95% líkur séu á, að mismunur sé á tilraunaliðum til þess að hann verði talinn raunhæfur. Auk einfaldra tilrauna eins og þeirrar, sem áður er nefnd, eru svo ýmsar viðameiri tilraunir, t.d. þar sem tveir eða fleiri þættir breytast inn- an sömu tilraunar. Einnig eru tilraunir, þar sem tilviljunin hefur minni áhrif á skipun reita en áður er lýst. Reikningar þeir, sem hér hefur verið sagt frá í nokkrum aðaldráttum, eru nokkuð tímafrekir og hafa til þessa orðið að sitja nokkuð á hakan- um, en þeir eru forsenda þess, að unnt sé að leggja raunhæft mat á gildi tilraunaniðurstaðna og þeir verða mikilvægari eftir því sem tilrauna- starfsemin verður umfangsmeiri. Úr þessu ræt- ist með tilkomu reikniheilans. Jafnvel hinir ein-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.