Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Qupperneq 22

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Qupperneq 22
78 TlMARIT VF1 1964 földustu reikningar ásamt afritun og samlestri eru nokkuð tímafrekir. Vegna þess tíma, sem þannig sparast, fá tilraunamenn tækifæri til að sinna öðrum mikilvægari verkefnum. Auk þess má telja til kosta að fá allar niðurstöður inn á gatakort, cem jafnan eru tiltæk. Utan Hvanneyrar eru framkvæmdar jarðrækt- artilraunir á f jcrum tilraunastöðvum jarðræktar og á vegum Atvinnudeildar Háskólans. Virðist eðlilegt að gera ráð fyrir, að þær verði gerðar upp á sama hátt í framtíðinni. Rafeindareiknirinn og segulmælingar Eftir dr. Þorstein Sæmundsson. Tæp átján ár eru liðin síðan fyrsta rafeinda- reiknivélin kom fram á sjónarsviðið. Á þessum stutta tíma hefur notkun slíkra véla rutt sér svo til rúms, að þær mega nú heita ómissandi í flest- um greinum vísinda og tækni. Rafeindareiknirinn, sem Reiknistofnun Háskólans hefur nú tekið í notkun, boðar því tímamót í tæknimálum hér á landi. Að vissu leyti mætti líkja þessum atburði við þá breytingu, sem varð, þegar jarðýtur og skurðgröfur tóku við af skóflu og haka. Þess hefur verið farið á leit, að ég lýsti að nokkru þeim verkefnum, sem ég hef átt þátt í að undirbúa fyrir hina nýju rafeindareiknivél Háskólans. Verkefni þessi hafa verið tvenns kon- ar, annars vegar útreikningar fyrir segulmæl- ingastöð Eðlisfræðistofnunarinnar, en hins vegar stjörnufræðilegir útreikningar í sambandi við ís- lenzka almanakið (Almanak Þjóðvinafélagsins). Ég mun láta nægja að gera hin fyrrnefndu verk- efni að umtalsefni hér. I segulmælingastöð Eðlisfræðistofnunarinnar er stöðugt safnað línuritum, sem sýn’a hvers kyns breytingar á stefnu og styrkleika jarðsegulsviðs- ins. Þessi línurit eru mæld með millimetrakvarða til að finna meðalgildi, sem síðan eru skráð í töflu. Meðalgildin eru tekin fyrir hvern klukku- tíma og fyrir hvern hinna þriggja höfuðþátta segulsviðsins um sig (lóðréttan styrkleika, lá- réttan styrkleika og lárétta stefnu). Taflan, sem þannig fæst, sýnir þó ekki meðalgildin beint, heldur einungis mæld frávik frá tilteknum grunn- línum á línuritunum. Eftir er að reikna stöðu hverrar grunnlínu og gildi hvers mm á línurit- unum, og er það gert með hliðsjón af sérstök- um prófmælingum. Þá fyrst er mögulegt að setja upp endanlega töflu, þar sem millimetragildum fyrri töflunnar hefur verið breytt í styrkleika- gildi ('/) eða stigagildi (°). Einnig eru reiknuð Þorsteinn útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykja- vík 195Jf. Lauk B.Sc. Hon. 1958 í stjörnufrœði frá XJni- versity of Sct. Andrews í Skotlandi. Framhaldsnám við TJniversity College, London 1958—62 og vann þar m. a. með rafreikni að korrelationsathugunum milli segul- storma og ýmiskonar fyrirbœra á sólu. Lauk doktors- prófi þar 1962. Réðst 1963 til Eðlisfrœðistofnunar Há- skólans og vinnur þar við rannsóknir á segulsviði jarðar og norðurljósum. dagsmeðaltöl, meðaltöl ,,rólegra“ daga og meðal- töl ,,órólegra“ daga. Bæði við mælingar og útreikninga verður að gæta fyllstu varúðar, því að nákvæmnin þarf að vera af stærðargráðunni 1 gamma í segulstyrk- leika, þ.e. fimmtugþúsundasti hluti af heildar- styrkleika segulsviðsins hér á landi. Þegar á það er litið, að meðaltalsgildin fyrir hvert ár eru rösklega 28000 talsins, er auðskilið, að útreikn- ingar með venjulegum aðferðum hljóta að taka drjúgan tíma. Mun ekki fjarri sanni, að vanur maður með góða rafmagnsreiknivél hafi til þessa verið heila viku að reikna meðalgildin fyrir hvern rnánuð. Að reikningunum afstöðnum þurfti svo að vélrita töflurnar upp, og var það eitt fyrir sig mikið verk og eftir því kostnaðarsamt. Þá voru töflurnar loksins tilbúnar til ljósprent- unar. Nú, þegar rafeindareiknivél er tiltæk, horfir málið öðruvísi við. Mælingarnar (millimetragild- in) eru nú einfaldlega settar á gataspjöld, sem reiknirinn les og vinnur síðan úr eftir fyrirfram- gerðri forskrift. Fyrir hvern dag þarf sex spjöld. Vélin er á að gizka tíu mínútur að reikna með- altölin fyrir hvern mánuð og skila þeim á gata- spjöldum. Spjöldin er siðan hægt að setja í skýrsluvélar, sem prenta tölurnar í töfluformi á þann hátt, sem óskað er eftir. Að sjálfsögðu

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.