Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Side 31

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Side 31
TlMARIT VFl 1964 87 2 «5 E g Greining £ $ Lektarmaelingar ^ Classificotion »1 Permeability tests II ISe t iS 1962 I n Annað Tungnadrhroun Second Tungnad Lava flow Mynd 3: Snið af borholu DI-3. Á myndinni eru sýnd þau tvö jarðvatnsboi'ð, sem vart var við, þegar holan var boruð. Neðra jarðvatnsborðið er vatnsþrýstingur í fyrsta millilagi í hraununum og er það sýnt á mynd 2. Neðri lagamót geta haft annan jarð- vatnsþrýsting en fyrstu lagamótin en munur er þar þó allsstaðar miklu minni en á jarðvatni í efsta hrauni og undir því. Jarðvatn í efsta hrauni virðist orsakað af leir- þéttingu Þjórsár og verður ekki vart við það þar sem leirþétting er engin. k'igure 3: Graphic log oí borehole DI-3. On the figure are shown two ground water tables which were observed while the hole was drilled. The lowcr ground water table is the water pressure in the first interbed between lava flows and that which is shown on figure 2. The lower flow contacts may have another waterpressure than the uppermost contact. but the difference is always much smaller tlian the water pressure difference in the uppermost lava flow and below it. Groundwater table in uppermost lava flow seems to be due to clay tightening by the Thjórsá water and is not observed where sueh tightening has never occured. lektin virðist mun minni í lektarmælingu I. Þessi munur stafar af því, að holan þéttist meðan á þessum próf- unum stendur. Af línuritum fyrir lektar- mælingu I sést, að holan er að þéttast meðan á prófun- inni stendur. Þetta lýsir sár í því að punktarnir á iínurit- inu mynda slaufu þannig að lektin er minni í seinni um- ferð þegar þrýstingur er minnkaður aftur en í fyrri umferð meðan þrýstingur er vaxandi og að línan beygir af niður á við. Þetta útlit lekt- armælingarlínurita er mjög algengt, þegar notað er jökul- vatn til prófunarinnar og uppgötvaðist þessi eiginleiki jökulvatnsins þegar á fyrsta ári, sem við gerðum lektarmælingar, eða 1960. Þá var verið að prófa holur í Þjórsárhrauninu við Árhraun á Skeið- um og var við það verk Haraldur Sigurðsson, nú jarðfræðinemi. Tók hann eftir því að holan tók stöðugt minna við hvern álestur. Gerði hann síðan tilraun með að nota lindarvatn og bar þá ekki á þessu. Hann útskýrði þetta þá réttilega þannig, að jökulvatnið væri að þétta holuna. Niðurstaða þéttingartilraunar I er á 4. mynd og í töflu IV. Magn aurs í sýnishornum, sem tekin voru af vatninu, og kornastærðardreifingu aursins var mælt í rannsóknarstofunni í Keldna- holti. Niðurstöður þeirra mælinga eru einnig í töflu III. I stuttu máli má segja, að eftir 14 daga hafði holan þétzt svo, að hún lak þá minna en 1/100 af því sem lak mest. Hafði þá verið dælt í hol- una 3,5 millj. lítra af vatni og 950 kg af aur. Af því voru 122 kg sandur, 496 kg méla og 332 kg leir. Við lektarmælingu II sprakk yfirleitt út sú þétting, sem myndast hafði við þéttingartilraun- ina. Þéttingin sprakk út við 1—2l/> kg/cm'-’ þrýst- ing. Sést þetta glögglega af lektarmælingarlínu- ritunum á 5. mynd til hægri. Þetta lýsir sér í því, að lektarmælingarlínuritið tekur snögga beygju upp á við við þann þrýsting, sem leirþétt- ingin springur út, og að lektin er meiri í seinni umferð, þegar þrýstingur er minnkaður aftur, en í fyrri umferð, þegar þrýstingur er vaxandi. Það má því segja, að lektarmælingarlínuritin í lektarmælingu I skrifi slaufu, sem stefnir með sól, en í lektarmælingu II á móti sól. Lektin er þó alls staðar mun minni í lektar- LEKTAR- þéttingar- þéítingartilroun - tightening test X MÆLING H . PERMEA t'gWening BILITY H TEST Mynd 4. — Figure 4. dogar I 2 days v----v---A LEKTAR - MÆLING I PERMEA - BILITY TEST

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.