Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Qupperneq 38
94
TlMARIT VFl 1964
stálpípur í tveim röðum (halli við lóðrétta línu
10—20°). Hver pípa ber max. 130 tonn. Einföld
bitakerfi tengja sívalninga og stálpípur. Gólf er
steinsteypt. Sívalningarnir með sandfyllingunni
mynda mjög stöðuga heild, auk þess sem fram-
kvæmdahraði er tiltölulega mikill.
Brimbrjótur nr. 5 ver Maya-garðana gegn
veðri og vindi. Hann er 1.2 km að lengd og byggð-
ur á 11 metra dýpi. Undirstaðan er 8—9 metra
þykk leirleðja. Þar sem dim. ölduhæð er einungis
3 m, er ekki nauðsynlegt að byggja garðinn úr
þungum kerjum. Með tilliti til þessa og hinnar
veiku undirstöðu var valið að byggja garðinn úr
léttum (240 tonna) forspenntum, steyptum rör-
um (0 15.5 m), sem flotkranar sökkva.
Rörin eru steypt í ,,verksmiðjum“. Forspenn-
an er eftir kerfi Freyssinets, B.B.R.V. aðferð.
Þegar flotkraninn hefur sökkt rörinu, stand-
andi, sekkur það af eigin þunga 4—5 metra nið-
ur í botnleðjuna. Þá er þétt stállok sett á rörið
og sjónum dælt úr rörinu. Við þann þrýstings-
mun, sem nú myndast utan og innan við rörið,
pressast rörið áfram gegnum leðjuna niður á
fastan grunn. Loks er annað samskonar rör sett
ofan á hið fyrra, allt rörið fyllt sandi og gólf
steypt.
Meginkostir þessarar aðferðar eru, að ekki
reynist nauðsynlegt að grípa til neinna sérstakra
ráðstafana vegna hinnar lélegu undirstöðu. Af
þessu leiðir, að aðferðin er tiltölulega ódýr, auk
þess sem framkvæmdahraði er mikill. Það tekur
ekki nema fáeinar klukkustundir að koma hverju
röri fyrir. Kostir aðferðarinnar njóta sín auð-
vitað einkum þar sem dýpi er mikið. Verkfræð-
ingar verksins tjáðu mér, að á einum degi væri
fullgengið frá báðum rörunum.
Járnbrautir.
Ég get ekki lokið svo þessum pistli um bygg-
ingaframkvæmdir í Japan, að ég minnist ekki á
járnbrautir þeirra.
Japan er mun betur vætt á þessu sviði, en menn
á Vesturlöndum gera sér yfirleitt grein fyrir.
Samanlögð brautarlengd er um 28.000 km og