Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1964, Page 40
96
TlMARIT VFl 1964
ast þá var hraðinn 215 km á klst. Ekki varð
fundið fyrir neinum titringi eða skakstri í lest-
inni, þótt hraðinn væri þetta mikill. Einu óþæg-
indin, sem ég gat merkt voru þau, að höggið
var svo mikið þegar ekið var inn í jarðgöng, að
farþegar fengu hellur fyrir eyrun. TJr þessu verð-
ur bætt með því að hafa vagnana loftþétta og
halda jöfnum þrýstingi í klefunum.
Rannsóknir og tilraunir vegna þessarar nýju
brautar, sem nefnist New Tokaido Line á jap-
anskri ensku, hafa farið fram á rannsóknarstöð
járnbrautanna, Railway Technical Research
Institute. Þar starfa 650 vísindamenn og verk-
fræðingar. Tækjakostur þessarar stofmmar var
ævintýralega mikill, enda leggja Japanir áherzlu
á, að brautin verði sem allra fullkomnust. Þar
með hafa þeir líka óvéfengjanlega skipað sér í
fremstu röð, hvað snertir jámbrautargerð.
Nýir félagsmenn
Óttar Pétur Halldórsson
(V. 1962), f. 19. júlí 1937
á Isafirði. For. Halldór
bankaútibússtj. þar, f. 27.
nóv. 1900, d. 5. des. 1949,
Halldórsson bankagjald-
kera í Rvík Jónssonar og
k.h. Lív, f. 5. jan. 1910,
dóttir Othars Ellingsens
kaupm. í Rvík.
Stúdent Rvík 1956, B. S.
próf í byggingaverkfræði
frá University of Wiscon-
sin 1962. Er við fram-
haldsnám þar.
K.h. 29. júlí 1961, Nina
Kristín, f. 17. júní 1936 í Rvík, Gísladóttir forstj. þar Sig-
urbjörnssonar og k.h. Helgu Björnsdóttur stórkaupm.
Arnórssonar. B.þ. Gísli Sigurbjörn, 1963 í Madison, Wis-
consin, Bandar.
Óttar er systursonur Erlings Ellingsens, bygginga-
verkfr.
Veitt innganga í VFÍ á stjórnarfundi 9. okt. 1962.
H. G.
Örn Baldvinsson (V.
1962), f. 19. maí 1935 á
Dalvík, Eyjaf. For. Bald-
vin Guðlaugur útibússtj.
■CíKE þar, f. 23. sept. 1906,
Jóhannsson útibússtj. Ú.
K.E. s.st. Jóhannssonar og
k.h. Stefanía Sóley, f. 5.
apr. 1912, Jónsdóttir for-
manns á Dalvík Halldórs-
sonar Lingstaðs.
Stúdent Akureyri 1954,
próf í vélaverkfræði frá
K.T.H. í Stokkhólmi 1960.
Verkfr. hjá Institutionen
för Verktugsmaskiner við
K.T.H. 1960—62, hjá teiknistofu Sambands ísl. samvinnu-
félaga 1962—63; hjá Fjarhitun sef., Rvík 1963, rak þá
einnig eigin verkfræðistarfsemi hjá Iðnaðarmálastofnun
Islands frá 1964.
K.h. 1. sept. 1956, Kolbrún, f. 10. nóv. 1934 í Rvík,
Björnsdóttir verzlunarm. þar Jónssonar og k.h. Ingileifar
Káradóttur sjóm. í Vestmannaeyjum Sigurðssonar. B.þ.
1) Inga Jakobína, f. 7. des. 1957 í Rvík, 2) Stefanía
Birna, f. 5. apr. 1960 í Stokkhólmi.
Veitt innganga í VFl á stjórnarfundi 9. okt. 1962.
H. G.
Jón Kristinn Björnsson
(V. 1962), f. 26. jan. 1931
að Borg á Mýrum, Borg.
For. Björn prof. theol. í
Rvík, f. 17. mai 1904,
Magnússon prófasts að
Prestsbakka, Síðu, V,-
Skaft., Bjarnarsonar og k.
h. Charlotta Kristjana, f.
6. júní 1905, Jónsdóttir
verzlunarm. í Stykkis-
hólmi Björnssonar.
Stúdent Rvík 1952, f.hl.
próf í verkfræði við T.H.
Miinehen 1957, próf í
vélaverkfræði frá T. H.
Darmstadt 1962. Verkfr. í teiknistofu Sambands ísl. sam-
vinnufélaga 1962—’63 og hjá Einarsson & Pálsson h.f.
frá 1963.
Veitt innganga í VFl á stjórnarfundi 2 nóv. 1962.
H. G.
Stefán Ingvi Her-
mannsson (V. 1963), f. 28.
des. 1935 á Akureyri. For.
Hermann menntaskóla-
kennari þar, f. 17. jan.
1904, Stefánsson útvegs-
bónda í Miðgörðum, Greni-
vík, S.-Þing., Stefánsson-
ar og k.h. Þórhildur, f. 31.
marz 1908, Steingríms-
dóttir frá Vöglum, Hálshr.,
S.-Þing., Þorsteinssonar.
Stúdent Akureyri 1955,
f.hl. próf í verkfræði frá
H.I. 1958, próf i bygginga-
verkfræði frá D.T.H. í
Khöfn 1961. Verkfr. hjá ráðunautunum Chr. Ostenfeld
& W. Jönson í Khöfn frá 1961, hjá varnarliðinu á
Keflavikurflugvelli 1963—’64 og hjá borgarverkfræðingi
í Rvik frá 1964.