Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 15. MAÍ2004 Fréttir 0V Danir kærðu pyntingar Danskir herlæknar segjast hafa séð tvo íraska fanga sem höfðu sætt miklum líkams- meiðingum; svo miklum að annar þeirra lést. Um var að ræða fanga sem höfðu verið í gæslu breskra hermanna og var tilvikið, sem átti sér stað í Basra, tilkynnt hermálayfir- völdum í september á síð- asta ári. Danskir hermenn vinna undir breskri stjórn í Irak. Þúsund nýir bílar daglega Meira en eitt þúsund nýir bílar koma á götuna í höfuðborg Kína, Péking, á degi hverjum, ográða vegirnir illa við þennan mikla Qölda. Rúmlega 100 þúsund manns létust í umferðar- slysum í Kína á siðasta ári en Kínverjar eru um 1,3 milljarðar. Nú eru bflarnir í Peking komnir yfir tvær milljónir og ef fer fram sem horfir verða 3,5 milljónir bfla í borg- inni árið 2008. Banna ekta hárkollur Strangtrúaðir gyðingar í Jerúsalem hafa lagt blátt bann við þvi að konur noti ind- verskar hárkollur sem unnar eru úr ekta hári. Telja gyð- ingarnir að hárkoll- urnar kunni að vera búnar til úr hári sem konur hafa lát- ið skera við trúarathafnir hindúa. Algengt mun með- al strangtrúaðra kvenna að ganga jafnan með hárkollu og leyfa einvörðungu eigin- manninum að sjá hár sitt. Brynjólfur Þ. Brynjólfsson útibússtjóri Landsbankans á Isafirði „Það er að sjálfsögðu ártægjulegt að starfa hér við bankann á þessum tímamótum. Ég hefunnið fyrir Landsbankann I um 36 ár og verið víða. En það er frábært að vera staðsettur hér á Isafirði. Vestfirðingar eru mjög Landsíminrt ekki spillir einstök náttúran hér heldur fyrir. Við hér í bankanum gerum okkur aö sjálfsögðu dagamun í tilefni af 100 ára afmælinu. Eins og fram hefur komið mun bankinn bjóða öllum bæjarbúum í kaffí og kökur á afmælisdaginn og okkur sem störfum fyrir bankann er boöiö í hátlðarkvöldverð ásamt öðrum gestum í Hafnarhúsið I kvöld." Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra, hringdi í forstöðumann Kvikmyndasjóðs þegar umsókn vegna Opinberunar Hannesar var til umfjöllunar. Ráðherrann vildi vekja athygli á bágindum Hrafns Gunnlaugssonar kvikmyndaframleiðanda. Björn Bjarnason segist ekki muna eftir símtalinu. Björn Bjarnason Hafði samband við Þorfinn Ómars- :Z-°f6uSÖ?ntilaðl*°<»yggj um afheilsufari Hrafns W Ntejpiósdóttir Hafnaði Opinberun Hannesa ÞorfinnurÓmarsso Gerði nefndarmonnurn arein fyrir simtalinu fra Zenntamálaráðherra. þrátt fyrir veikmdi framleiðandans. Þorfinnur Ómarsson, forstöðumaður Kvikmyndasjóðs, gerði út- hlutunarnefnd sjóðsins grein fyrir því árið 2001 að Björn Bjarna- son menntamálaráðherra hefði hringt í sig til að segja sér af veikindum Hrafns Gunnlaugssonar, framleiðanda kvikmyndar- innar Opinberunar Hannesar, sem þá hafði sótt um 64 milljónir króna vegna myndarinnar. Þetta var fyrsta og eina símtal menntamálaráðherra til forstöðumannsins. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað Björn sagði við Þorfinn en hann sagði okkur í nefndinni frá símtal- inu,“ segir Anna G. Magnúsdótdr kvikmyndaframleiðandi, sem átti sæti í úthlutunarnefnd Kvik- myndasjóðs árið 2001 þegar til umfjöllunar var styrkur vegna kvikmyndar Hrafns Gunnlaugs- sonar, Opinberunar Hannesar. Kvikmyndin var byggð á sögu Dav- íðs Oddssonar forsætisráðherra og var handritið sem fylgdi upphaf- legri umsókn merkt Davíð sem handritshöfundi. Anna segir að um þetta leyti hafi nefndin fjallað um umsóknir vegna 80 kvikmynda og einungis geta styrkt brot af þeim fjölda. í þriggja manna úthlutunarnefnd- inni var Christoff Wehmeier auk hennar og Þorfinns. Þrátt fyrir sím- tal Björns menntamálaráðherra hafnaði nefndin því að styrkja myndina. „Við vorum með 80 verkefni en gátum aðeins styrkt fimm þeirra. Ég vil ekki úttala mig um þessa umsókn," segir Anna, sem sat í eitt ár í úthlutunarnefndinni. „Það er rétt að Björn hringdi í mig í þetta eina sinn,“ var það eina sem Þorfinnur vildi segja um sím- talið. Um þetta leyti hafði Þorfinnur verið forstöðumaður Kvikmynda- sjóðs í sjö ár en aldrei fengið símtal frá menntamálaráðherra, sem sjóðurinn heyrði undir. Heimildir DV herma að Björn hafi í símtalinu viljað ræða afleiðingar bflslyss sem Hrafn hafði lent í. Ráðherrann „Ég man nú ekki eftir þessu símtali..." hafði nokkur orð um að líklega væri þetta seinasta verkefni Hrafns og skilningur Þorfinns á þeim tíma hafi verið sá að ráðherrann væri að reyna að kveikja samúð. Sjálfur harðneitar Þorfinnur að tjá sig um efni símtalsins. Á seinustu dögum sínum í embætti ákvað Þorfinnur að styrkja myndina um þriðjung þeirrar upphæðar sem sótt var um, eða rúmar 20 milljónir króna. Sjónvarpið keypti síðan Opinber- un Hannesar og sýndi um síðustu jól. Myndin hlaut slæma dóma. Aðspurður um það hvernig honum hefði svo þótt myndin var Þorfinnur snöggur til svars: „Ég vil ekkert tjá mig um það enda málinu óviðkomandi". „Ég man nú ekki eftir þessu símtali, en hitt þykir mér skrýtið, ef því er haldið fram, að ég hafi að- eins einu sinni rætt við Þorfinn all- an þann tíma, sem ég var mennta- málaráðherra. Hann kom á minn fund auk þess sem við hittumst alloft á mannamótum og tókum tal saman. Til að glöggva mig á því um hvað málið snýst, þarf ég frekari lýsingar á atvikum þess," segir Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra, aðspurður um málið. Forstöðumaðurinn lenti í rann- sókn Ríkisendurskoðunar og missti starf sitt skömmu eftir að Hrafn fékk styrkinn. rt@dv.is Björn vildi kveikja samúð með Hraíni Niðurskurður farinn að bitna harkalega á bráðadeildinni Of naumt skammtað í DV í fyrradag kemur fram að Jón Baldursson, yfirlæknir slysa- og bráðadeildar Landspítala - háskóla- sjúkrahúss, þarf sjálfur að sinna út- köllum vegna manneklu á deildinni: Hann segir þetta afleiðingar niður- skurðar sem sé farinn að bitna harkalega á deildinni. Jón hefur skrifað Brynjólfi Mogensen, sviðs- stjóra slysa- og bráðasviðs, bréf þar sem fram kemur óánægja lækna með ástandið. „Það er einfaldlega þannig að læknamönnun á slysa- og bráða- deild er mjög naumi,“segir Brynjólf- ur. „Slysa- og bráðasvið er til þess að gera ungt innan spítalans og frá upp- hafi hefur fé verið naumt skammtað. Ef byggja á upp nýja starfsemi þarf að koma til fjármagn, annað hvort í gegnum fjárveitingar Alþingis eða önnur svið láti fjármagn til sviðsins," segir Brynjólfur. „Við höfum lítinn mannskap til að sinna verkefnum og þegar einhver dettur úr skaftinu, til dæmis vegna veikinda, þá er erfitt að fá afleysara, það eru svo fáir læknar og flestir vinna mikið. Skertar fjár- veitingar á síðustu árum hafa gert okkur enn erfiðara fyrir. Við byrjuð- um með of lítið fé fyrir öll verkefnin og lítið er orðið minna," segir Brynjólfur. Stjórn spítalans er ekki búin að taka neinar ákvarðanir um hvernig eða hvar eigi að skera niður núna en stjórnvöld hafa boðað að skera þurfi niður um einn milljarð króna. En það er alveg á tandur- hreinu," segir Brynjólfur „að einhver þjónusta sem nú er á spítalanum verður minnkuð eða henni hætt, menn þurfa að velja og hafna." Landspítalinn Þar var byrjað með ofiitið fé til verkefna ognúer litið orðið minna. Fimm handteknir Fjórir Alsírbúar og einn Spán- verji voru handteknir á Spáni í gær grunaðir um að vera viðriðn- ir íslömsk öfgasamtök. Mennimir rnunu hafa haft það hlutverk að safna einstaklingum til þess að senda í þjálfunarbúðir á vegum < al-Kaída. Mennirnir voru allir handteknir f Bilbao í baska- héröðunum norðarlega á Spáni. Ekki er talið að þeir hafi tengst hryðjuverkaárásunum í Madríd- arborg í mars með beinum hætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.