Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 15. MAÍ2004 Fókus DV Kvikmynd Wolfgangs Petersen, Trója, verður frumsýnd í kvikmyndahúsum hér- lendis á miðvikudaginn kemur. Handrit kvikmyndarinnar byggir David Benioff á Ilíonskviðu og Eneasarkviðu, en Eneas var tengdasonur Trjóukóngs, lifði umsátrið af, sveik Didó í Karþagó og varð forfaðir Rómverja. „Kveð þú, gyðja, um hina fárs- fullu heiftarreiði Akkils....“, með þessum orðum hefst Ilíónskviða og segir þar af tíu ára umsátri Akkea eða Grikkja um borgina Trjóu í núverandi Tyrklandi. Akke- ar fylgdu yfirkonungi sínum, Agamemnoni, en mágkona hans, Helena fagra, hafði stungið af frá manni og börnum í konungshöllinni í Spörtu með Trójuprinsi. Yfir- konungurinn vill að sjálfsögðu hefna þessa fyrir sína hönd, bróður síns og allra Akkea. Goð og gyðjur taka virkan þátt í atburðarrásinni að grískum hætti og úr verður sígilt meistaraverk um mannlegt eðli í liði beggja, Ilíonskviða. Hinn hjálmkviki Hektor Einn af sonum Príams konungs í Trjóu og Heköbu drottningar. Mað- ur Andrómökku og faðir Astýnaxar. Dáð og lofsungin hetja þá og nú, heill og sannur sonur, eiginmaður og faðir. Þátturinn um hann og fjöl- skyldusamskipti hans í kviðunni tal- inn meðal gimsteina heimsbók- menntanna. Drepinn. Eric Bana leikur Hektor. Á 19. öld hélt þýskur kaupmaður til uppsveita Dardanellasunds með Ilíónskviðu undir hendinni. Hann íylgdi lýsingum hennar nákvæm- lega, fann hólinn Hissarlik og kvað þar í vera Trjóuborg. Reyndar eru borginar í hólnum tíu eða tólf, hver ofan á annarri, en eitt borgarlagið ber greinileg merki umsáturs, elda og eyðileggingar. Fornleifafræðingar telja það Tróju Príams kóngs, rann- sóknir sýna að henni var eytt á síðari hluta 13. aldar fyrir Krists burð. Kviðuna telja menn setta saman um 500 árum síðar og setja ekki fyrir sig frásagnir hennar af langdregnum styrjaldarrekstri Akkea í Litlu Asíu en telja nú orðið að hann hafl snúist um álögur, tolla og landvinninga fremur en fagra konu. Wolfgang Pet- ersen og David Benioff leggja enda megináherslu á þann þráð í mynd- inni, Agamemnon notar smán bróð- ur síns til að hefja landvinninga og stríð í Litlu Asíu. Þeir sleppa goðleg- um verum, gjörðum þeirra og áhrif- um, myndin fjallar um mannlegt eðli, völd og pólitík. Hinn fóthvati Akkilles Sonur Peleifs Þessalíukóngs og Þetisar sjávargyðju. Á honum er einn veikur blettur, hællinn, en um hann hélt móðir hans þegar hún dýfði drengnum í Styx til þess að gera hann ódauðlegan. Mestur kappi í liði Akkea í umsátrinu við Trjóu og fer fyrir vösku liði Myrmidóna. Þráir að verða ódauð- legur fyrir hetjudáðir sínar, ef ekki bókstaflega þá í sögum og sögn- um. Drápsvél Akkea, uppstökkur og reiðigjarn, jafnvel fýldur. Getur líka verið stilltur, kurteis, sáttfús og hógvær, einkum í samskiptum sínum við konur og gamalmenni. Á þátt í að draga umsátrið í áratug með dyntum sínum og rifrildum við Agamemnon. Samband hans og fóstbróður hans og frænda Patróklesar hefur löngum þótt spennandi. í honum holdgervist einn meginþráður kviðunnar, reiðin. Drepinn. Brad Pitt leikur Akkilles. Agamemnon konungur Mý- kenu Sonur Atreifs Mýkenukóngs. Ósvífmn og hrokafullur yfirkonung- ur Akkea. Etur Akkeum út í þetta stríð til að hefna smánar litla bróður síns, Menelásar. Fórnar annarri dætra sinna, Ífigeníu, til að fá byr í segl flota síns. Hrifsar herföng af mönnum sínum, m.a.s. Akkillesi. Kemst heim til Mýkenu og fer í bað, þar lætur Klýtemnestra, eiginkona hans, elskltuga sinn drepa hann. Leikinn af Brian Cox. Helena fagra Sögð dóttir sjálfs Seifs í svanslíki og Ledu, drottningar Tyndareifs Spörtukóngs. Systir Klýtemnestru konu Agamemnons og kona litla bróður hans, Menelásar Spörtu- kóngs. Hjónabandið fremur letðin- legt, ef ekki óhamingjusamt. Enda kolfellur hún fyrir París Trójuprinsi þegar hann kemur í óopinbera heimsókn til Spörtu. Þar með hefst sagan af umsátrinu um Ilíónsborg. Lifir af og fer til Egyptalands með Menelási. Diane Kruger leikur Hel- enu. Fundin Trója Heinrich Schliemann fæddist i Þýska- landi 1822 og voru foreldrar hans litilla efna. Ungur fékk hann áhuga á fornum grískum fræðum og dreymdi um að kom- ast til mennta. Vegna fátæktar varð hann að hverfa frá námi 14 ára og vinna fyrir sér með verslunarstörfum. Hann ákvað að komast i álnir og byrjaði á að læra átta tungumál, lifandi og dauð, einn afbók- um. Hann starfaði hjá inn- og útflutnings- fyrirtæki í Prússlandi i leiðinni, komst þar til nokkurra metorða og ferðaðist um ver- öldina á þess vegum. Þrítugur gekk hann að eiga frænku auðugs vinar, þau eignuð- ustþrjú börn en hjónabandið varslæmt og hann sótti um skitnað eftir 14 ár.Á þeim tíma græddi hann á tá og fingri og ákvað að halda til Grikklands að fínna fornleifar. Schliemann hófrannsóknir sinnar á eyju Ódysseifs en fann litið sem ekkert. Skilnaðurinn við fyrri eiginkonuna var ekki frágenginn þegar hann gekk að eiga grlska stúiku, Sófíu. Áður hafði hann París prins af Tróju Líka einn af sonum Príams Trjóu- kongs og Heköbu. Glæsilegur, ábygðarlaus og ástríðufullur. Hefur ekki mikið fyrir því að heilla Helenu fögru og taka hana með sér heim. Heldur uppteknum hætú þar, fer í mánaðalangar veiði- og skemmti- ferðir. Helena verður fljótt leið á honum. Fékk hann að launum fyrir að dæma Afródítu sigur í fegurðarsamkeppni hennar, Heru og Aþenu. Drepinn. Leikinn af Or- lando Bloom. Hinn ráðagóði Ódysseifur Konungur á eynni Iþöku, maður Penelópu og faðir Telemakkosar. Þrautseigur svo af ber, sbr. Ódysseifskviðu. Ráða- og úrræða- góður, sumir myndu segja undirför- ull svikahrappur. Lifir af en heim- ferð hans tekur tíu ár og frá henni er sagt í annarri kviðu. Sean Bean leik- ur Ódysseif. skotist um uppsveit- ir Dardanellasund, þar töldu menn vist að Trója værí við Bun- arbashi en Schliemann efaðist. Hann tók fram kviðu siná og með henni fann hann útað Trója væri i Hissarlik. Þau hjónin héldu svo til Tróju árið 1870 og hófu uppgröft. Og fundu nokkrar Trójur. Heinrích Schliem- ann er afsumum talinn faðir fornleif- aræðinnar, aðrir segja hann ágjarnan fúskara sem skemmdi meira en hann bjárgaði.Að þeirra tima sið smygluðu hjónin munum og minjum með sér heim og hefur Tyrkjum enn ekki tekist að heimta þá til baka. Heinrich og Sófiu Schiiemann varð tveggja barna auðið, þau hlutu að sjálfsögðu nöfnin Agamem- non og Andrómakka. Schliemann hét sið- an til Gríkklands að grafa, m.a. i Mykenu þar sem hann fann gullgrímu Agamem- nons. Hann lést árið 1890.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.