Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Page 22
22 LAUGARDAGUR 1S.MAÍ2004 Fókus DV Frá Gleðibankanum til Jónsa Framlög fslands tró unphafi 1986 - Gíeðibankirm - 16. sætí Icy-hópurinn með Eirík Hauksson, Pálma Gunnarsson og Helgu Möller í fararbroddi flutti Gleöibankann. Væntingar voru miklar en vonbrigðin meiri þegar úrslitin voru kunn. 1987 - Hmýt og hljótl -16. ssetí Valgeir Guðjónsson og Halla Margrét Árnadóttir fluttu Hægt oghljótt í Belgíu. Aftur varð þjóðin að sætta sig við 16. sætið. 1988 -Púoq þeir -16. sseti Þegar alvaran var ekki að virka var ákveðið að prófa grínið. Sverrir Stormsker og Stefán Hilmarsson fóru til Dublin og fluttu lagið Þú og þeir sem með tímanum hefur orðið þekktara sem Sókrates. ísland lenti í 16. sæti þriðja árið í röð. 1989 - Þaö sem enginn sér - ne&stasætí Fyrst grínið virkaði ekki var alvaran reynd á ný. Valgeir fór aftur út, nú með Dam'el Ágústi. Félagarnir fengu ekkert stig og höfnuðu í neðsta sæti. 1990 - Eitt lag enn - 4. sætí Eftir dapurt gengi varð eitthvað stórt að gerast og þess vegna var Stjórnin kölluð til árið 1990. Grétar Örvars og Sigga Beinteins fluttu Eittlag enn og náði 4. sæti og allir voru glaðir. 1991 - Nfna -15, sæti Væntingar voru miklar eftir gott gengi árið á undan. Eyjólfur Kristjánsson tók Stebba Hilmars með sér og sungu þeir Nínu sem með tímanum hefur orðið eitt vinsælasta dægurlag íslands. Stjörnumáltíð + CD McDonald's Kringlunni, smöratorgi og Suðurlandsbraut iiillÍlSiSIÍIÍfSS! Eurovisionlagið + Kariokiútgáfa --l.' 1 i mSSI þ&f&c 'p ÍVV - jjA-;:/'- ú . : Wjjm Evrópa var ekki sammála og 15. sætið var staðreynd. 1992 - Nef eða já - 7. sæti Sigríður Beinteinsdóttir og Sigrún Eva Ármannsdóttir fluttu lagið Nei eða já og höfnuðu í 7. sæti. Þjóðin hafði spáð þeim sigri. 1993 - M veistu svarið -13. sætí Ingibjörg Stefánsdóttir var sögð næsta stórstjarna íslands og send til Dublin til að sigra keppnina. Ekkert gekk og íslands endaði í 13. sæti með lagið Þá veistu svarið. 1994- Nætur-12. sæti „Það er bara ekkert gaman að taka þátt í keppni sem er ekki heiðarleg. Ég fer ekki aftur," sagði Sigga Beinteins sem sagði stigagjöfina hafa verið pólitíska og þess vegna hafl henni gengið svona illa. ísland endaði í 12. sæti. 1995 - Núna -15. sæti Eftir að hafa gengið fram hjá Bó Halldórssyni í tæpan áratug var ákveðið að senda Elvis sjálfan á svæðið. Hann flutti lag eftir sjálfan sig, Núna. Það skilaði þó litlu og 15. sætið var íslendinga. 1996-Sjúbfdú - 13. sati „Ég er sátt og glöð," sagði barbídúkkan og góðvinur Michael Jackson, Anna Mjöll, sem söng lagið Sjúbídú eftir sig og föður sinn Ólaf Gauk. Lagið hafnaði í 13. sæti sem var fjórði besti árangur íslands fram til þessa. 1997 - Minn hínsti dans - 20. saetí Páll Óskar var sendur af stáð og margir höfðu efasemdir. Hann gerði hlutina algerlega eftir sínu höfði, sem er virðingarvert út af fyrir sig, en Evrópa var einfaldlega ekki tilbúin. Lagið hafnaði í 20. sæti og ísland fékk þess vegna ekki að vera með að ári. 1999-All OutOfLuck-2. sætí Eftir hörmungar Páls Óskars var Selma Björnsdóttir send til að syngja lag eftir Þorvald Bjarna, All Out OfLuck. Laginu gekk betur en margir höfðu þorað að vona og hafnaði að lokum í 2. sæti. Besú árangur íslands og allir sáttir. 2000 - T«ll Me -12. s»tí Einar Ágúst var það heitasta á þessum tíma eftir allt Skómóævintýrið og einhver gróf Thelmu upp. Þau sungu lagið Tell Me sem var sagt stolið og endaði það í 12. sæti. Island var með að ári og flestir þess vegna sáttir. 2001 - Angel - 23. sastl Aftur var hóað í meðlim Skítamórals og Einar Bárðar samdi lagið. Þeir Gunnar Ólafsson og Kristján Gíslason fluttu lagið Angel eftir bestu getu sem var nóg til að skila okkur þrem stigum og þar með neðsta sætinu. 2003 - Open Your Heart - 9. sæti Eftir árs hlé var Birgitta Haukdal send til leiks með lagið Open YourHeart. Stelpan stóð sig bara ágæúega og hafhaði í 9. sæti. Það var síðasta sætið sem tryggði þátttökurétt í úrslitum að ári þannig að aflir voru sáttir. 2004 - Heaven - ??? Jónsi flytur Heaven. Veðbankar spá okkur á topp 10.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.