Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Side 43
DV-mynd Hari
DV Fókus
LAUGARDAGUR 15. MAÍ2004 Í3
Einn merkasti núlifandi myndlistarmaöur heims er kominn til íslands til þess að vera við öpnun Lista-
hátíðar. Jeff Koons er meðal þeirra sem eiga verk á sýningu á bandarískri samtímalist sem hefur verið
opnuð í Listasafni íslands. Koons er þekktur fyrir samband sitt við klámmyndaleikkonuna Cicciolinu,
sem sumir segja hafa verið gjörning, og frægt verk sitt af Michael Jackson og apanum Bubbles. Það
verk er einmitt á sýningunni hér.
.100 ■ 4Mfg
„Þegar ég kom á hótelherbergið á
fimmtudaginn var þetta ótrúlega
málverk á veggnum og mig langaði
helst að kaupa það á staðnum," segir
Jeff Koons sem er án efa einn fremsti
núlifandi myndlistarmaður heims.
Jeff fékk svo Ólaf Kvaran, forstöðu-
mann Ustasafns íslands, tfi þess að
skoða verkið, „Já, þetta er eftir
pabba," sagði Ólafur. Jeff er greini-
lega mjög heiliaður af þessu lida
samfélagi.
Allt mögulegt ef ég fjár-
magnaði sjálfur
Jeff kom tU íslands tU þess að
vera við opnun á sýningu um
bandaríska samtímalist sem opnar í
dag í Iistasafni fslands. Jeff kemur
fyrir sjónir sem frekar rólegur ná-
ungi, yfirvegaður, troðfullur af
heimsspekilegum vangaveltum um
lífið og listina. Hann lítur frekar út
fyrir að vera bankastjóri og það er í
raun erfitt að ímynda hann sér að
þetta sé sami maðurinn sem lá
allsnakinn í skautinu á klámmynda-
drottningunni Cicciolinu fyrir ekki
svo mörgum árum. Þessi fríði mað-
ur, í fallegu Armani-jakkafötunum,
sínum lítur ekki út fyrir að vera einn
djarfasti myndlistarmaður sögunar.
Tilfinningin er sú að þetta sé maður
sem aldrei tekur neina áhættu.
Svona getur nú fólk komið manni á
óvart og það gerir hann þessi ein-
lægi, yndislegi maður. Maður þarf
að hitta manninn til þess að skilja
hugmyndina um heimspeki Koons
um hið fagra í lífinu. Þannig öðlast
verkið nýjan skilning og verður auð-
veldlega hafið yfir það sem það
kanna að líta út fyrir að vera í fyrstu.
„Ég fékk frábært uppeldi. For-
eldrar mínir voru mér mikil hvatn-
ing, ég var eins og litla rakettan
þeirra sem þau notuðu í hvert skipti
i <r
til þess að skjóta mér upp á stjörnu-
himininn. Faðir minn var innanhús-
hönnuður og rak litla verslun þar
sem hann bjó til allskyns herbergi.
Frá því að ég var 9 ára fékk ég að
hengja málverk eftir mig upp í þess-
um herbergjum og svo seldi pabbi
þau með húsgögnunum. Það má því
segja að hann hafi verið fyrsti um-
boðsmaður minn. Hann var mikill
mannvinur og kenndi mér mikil-
vægi þess að vera jákvæður og elska
fólk. Ég var alinn upp við það að sjá
um mig sjálfur og var ábyrgur fyrir
sjálfum mér mjög ungur. Ég gekk í
hús og seldi gjafapappír, konfekt og
ýmislegt annað. Eg lærði þannig að
ég gæti gert hvað sem ég vildi, ég
þyrfti hins vegar að fjármagna það
með einhverjum hætti sem mér hef-
ur alltaf tekist síðan," segir Koons.
Athyglisverður arkitektúr á
fslandi
„Þegar ég flutti til New York og
gerðist myndlistarmaður nýtti ég
mér þessa reynslu. Ég var ákveðinn í
því að ég myndi ekki gera neinar
málamiðlanir og fór því að vinna sem
verðbréfasali á Wail Street þar sem ég
gat hæglega íjármagnað listina með
þeim hætti að hún væri fjárhagslega
framkvæmanleg. Ég gat þannig
framkvæmt hugmyndirnar mínar
nákvæmlega eins og ég ædaði mér.
Verkin kostuðu kannski 20.000.000
dollara í framleiðslu en ég seldi þau
fyrir 3000 dollara. Þannig náði ég að
byggja upp feril minn sem myndlist-
armaður.
Það sem vakd mesta athygli mína
við komuna Iiingað eru öll smáatrið-
in í umhverfinu, gróðurinn, textíllinn
og litirnir. Þetta eru allt atriði sem
skipta mig svo miklu máli. Svo er ar-
kitektúrinn mjög athyglisverður, allt
þetta bárujárn og mælikvarðinn á
húsunum er eitthvað svo réttur. Þetta
er mjög spennandi og ég hlakka til
þess að sjá meira. Ég tók íjölskyiduna
með mér, konuna mína og tvö yngstu
syni mína. Þau voru öll mjög spennt
að koma hingað. Ég reyni að taka þau
með á öll ferðalög, annars ferðast ég
mjög lítið. Ég eyði þriðjungi af mín-.
um tíma við sköpunina en legg samt
mikla áherslu á að eyða tíma með
lidu drengjunum mínu. Já, ég er mik-
ill íjölskyldumaður. Ég legg milda
áherslu á að gefa börnunum mínum
mikinn tíma til þess að örva huga
þeirra og forvitnina fyrir umhverfinu
og lífinu," segir Koons og er sérstak-
lega einlægur og ákveðinn í því að
víkka sjóndeildarhring barna sinna.
„Ég á fjögur böm og hef verið með
konunni minni Justine í 9 ár, næstum
á hverjum degi síðan við hittumst
fyrst. Við eigum saman tvo lida syni
sem hlökkuðu mikið til ferðarinnar
hingað. Við höfum séð íslenska hest-
inn á sýningum heima og okkur lang-
ar að skoða hann í sínu náttúrulega
umhverfi. Þetta er svo fallegt dýr með
heillandi hreyfingar. Strákarnir mínir
Sean, 3 ára, og Kurt, 10 ára, em mjög
spenndr yfir þessu, þá langar mikið að
sjá hvali, ég vona að við getum það.
Við erum alltaf á alls kyns sýningum
með strákana, fömm líka með þá í
lestarferðir og á rodeo. Mér finnst svo
mikilvægt að örva þá á þennan hátt.
Svo á ég 12 ára son á Ítalíu en ég
hef staðið í margra ára forræðisdeilu
yfir syni mínum Ludwig, sem ég á
með fyrri eiginkonu minni Ciccio-
linu. ftölsk yfirvöld hafa brotið alla
milliríkjasáttmála í þessari forræðis-
deilu en mér var dæmt forræðið fyrir
mörgum árum. Honum er hins vegar
haldið á ítah'u og ég get ekki verið í
neinu sambandi við
hann, ekki einu sinni í
gegnum síma eða e-
mail. Þetta hefur verið
skelfileg Kfsreynsla og
mikil dramatík búin að
vera í kringum þetta mál
síðustu 10 ár. Móðir
hans gefur ekkert efdr og
vill ekki einu sinni leyfa
mér að hitta hann. Það er
ótrúlegt hvernig kerfið
hefur virkað í þessu máli.
Það er eins og engir sáttmálar
séu virtir," segir Koons og lítur
leiður í kjöltu sér. Bömin hans eru
greinilega lykilatriði í lífi hans. „Svo á
ég 29 ára dóttur, ég gæti því orðið afi
hvenær sem er, það verður frábært."
Magnað verk í vinnslu í New
York
Hittir þú einhvemú'ma Michael
Jackson eftir að þú vannst verkið
fræga?
„Hann var alltaf á leiðinni og þegar
hann hafði fastsett tíma, mætd hann
ekki. Ég hittí hins vegar Bubbles,
apann hans, nokkmm sinnum, komst
reyndar að því að þeir vom fleiri en
einn apamir sem bám nafn Bubbles.
Þeir em reyndar allir látnir núna, éggfa
ekki ástæðu til þess að fylgja þeim til
grafar," segir Jeffbrosandi.
Verkið umtalaða er einmitt eitt af
þeim verkum sem er að finna á sýn-
ingunni f Listasafni fslands. Það er eitt
af 10 dýrustu verkum samtímalista-
manna, fór á tæpar 400 milljónir
króna þegar það var selt árið 2001.
„Ferðalag mitt sem listamaður
heldur áfram, ég er ekki kominn á leið-
arenda, langt í frá, ég æda að fara
miklu lengra. Núna er ég að vinna risa-
stórt verk í New York. Ég nota stóran
krana til þess að hífa upp gamla gufu-
lest. Svo setjum við hariSc
gang, lóðrétta í lausu lofti.
Ég er að vinna með verk-
fræðingum núna í undir-
búnmgsvinnunni. Þetta á
eftir að verða mjög magn-
að og er enn í vinnslu. Ég
er alltaf mest hrifinn af
því sem ég er að gera á
hverjum tíma, ég er mjög
embeittur í því að kom-
ast lengra með list mína,
ég veit að ég get
gengið mun lengra
og ætla mér að
komast á leiðSr-
Jeff Koons og Cicciolina
Giftist klámmyndastjörnu.
enda," segir Koon augljóslega fullur
eftírvæntíngar að klára verkið.
„Sýningin hér í Listasafni íslands
er alveg frábær, vel uppsett og endur-
speglar vel bandaríska samtímalist,"
segir Jeff að lokum um leið og hann
teiknar litla mynd í skissubók blaða-
manns og kveður svo innilega. Frá-
bært að eiga áritaða skissu eftír meist-
arann sjálfan, ems gott að passa upp a
litíu bókina mína og geyma hana á
góðum stað.
freyr@dv.is
Jeff Koons Einn frægasti
myndlistarmaður samtim-
ans staddur hér á iandi.
„Núna er ég að vinna risa-
stórt verk i New York. Ég
nota stóran krana tilþess
að hifa upp gamla gufu-
lest. Svo setjum við hana i
gang, ióðrétta í lausu lofti."
Metsölumafiur
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★"*
★
Rafmagnsgítar
magnari poki, ól- snúra -stillir
og auka
★ ★★
Söngkerfi Trommusett frá
frá 59.900,- 49.900,- stgr
Gítarinn ehf.
Stórhöfða 27, sími 552-2125
www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★1t
Klassískir gítarar
frá 9.900,- stgr.