Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2004, Blaðsíða 47
I3V Síðast en ekki síst
LAUGARDAGUR 15.MAÍ2004 47
Showdown?
„Ljóst er að veröldin er að taka
stakkaskiptum þegar þannig er í
pottinn búið að besti rapparinn er
hvítur, besti golfarinn svartur og
Þýskaland neitar sér um að taka þátt
í stríði."
Viðlíka umbreytingar gerast
nú á íslandi
Afstaða manna til fjölmiðlafrum-
arpins hefur kollvarpað flestu því
sem haft hefur verið fyrir satt í ís-
lenskum stjórnmálum til. þessa.
Sjálfstæðismenn virðast vera orðnir
kratar og kratar virðast orðnir hægri
menn. Formaður flokks frjálshyggju
og peningaaflanna stendur blóðug-
ur upp að öxlum í stríði við einka-
framtakið sem jafnaðarmenn hafa
slegið skjaldborg um. Þessi viðsnún-
ingur hefur greinilega keðjuverk-
andi áhrif til umskipta: Fyrrum krat-
inn og núverandi sjálfstæðismaður-
inn Ólafur Hannibalsson hefur tekið
lokaskrefið frá vinstri til hægri og ver
nú markaðsráðandi fyrirtæki gegn
formanni sínum. íhaldslögfræðing-
urinn Sigurður Líndal skorar á sósí-
alistaforsetann að láta sverfa til stáls
gegn íhaldinu. Davíð Oddsson er
óvinsælasti stjórnmálamaður þjóð-
arinnar, Samfylkingin stærsti flokk-
ur þjóðarinnar, Hannes Hólmsteinn
þegir, Hreinn Loftsson er genginn úr
Flokknum, blaðamenn verja auð-
mannaelítuna osfrv., osfrv. Sveita-
komminn Steingrímur J. er meira
segja hægra megin við íhaldið.
Umskiptingar
Stórkostlegasta umbyltingin
hlýtur þó að kristallast í því að olig-
arkarnir binda nú ráð sitt við refsi-
hala fyrrum formanns Alþýðu-
bandalagsins, sósíalistann og núver-
andi forseta lýðveldisins. Bjargir
frjálshyggjunnar liggja í höndum
mannsins sem holdgervingur
kapitalsins Björgólfur lagði fæð á og
keypti heilu síðurnar í Mogganum til
að fella í forsetakjöri. „Bjargvættur-
inn“ íhugar nú að beita málskots-
réttinum í fyrsta sinn í sögu lýðveld-
isins til að fella hugmyndir sem
hann barðist fyrir, gegn Sjálfstæðis-
flokknum, fyrir níu árum.
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson er
orðinn eina von fjármagnsins í bar-
áttu þess gegn formanni fhaldsins
hefur mikið vatn fallið til Dýrafjarð-
ar.
Sumt er þó það sem aldrei breyt-
ist þótt stríð geysi og aska falli: Öss-
ur Skarphéðinsson nýtur enn ekki
trausts, Halldór Ásgrímsson er enn-
þá var um sig og það sem meira er
um vert: Forsetinn og forsætisráð-
herrann geta ekki fremur en
endranær leynt gagnkvæmri forakt.
Eftir lognmolluna
Eftir níu ára lognmollu í íslensk-
um stjórnmálum virðist nú loks vera
að draga til tíðinda. Það stefnir í
showdown milli forsetans og forsæt-
isráðherrans. Eða hvað á forsetinn
annars við þegar hann óvænt kemur
heim og segir að forsetinn hafl auð-
vitað ýmsum skyldum að gegna?
Iiann sniðgengur ekki dönsku kon-
ungsfjölskylduna til að planta niður
trjám eða syngja ættjarðarsöngva -
er það? Ætli hann sér að fara að frýj-
unarorðum Líndals, þá fyrst er
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson er orðinn eina
von fjármagnsins í baráttu þess gegn formanni
íhaldsins hefur mikið vatn fallið til Dýrafjarðar.
Alþingi og stríðsglæpir í Írak
össur Skarphéðinsson, formað-
ur SamfyUdngarínnar, skrifar:
Nú er upplýst að hermenn sem
sendir voru til írak til að verja íraska
borgara hafa gerst sekir um skipu-
lagðar misþyrmingar á íröskum
stríðsföngum.
Varnarmálaráð-
herra Bandaríkj-
anna, Donald
Rumsfeld, viður-
kenndi í yflr-
heyrslum í
Bandaríkjaþingi
7. maí sl. að
bandarískir her-
menn hefðu staðið fyrir beinum
pyntingum einsog raflosti í kynfæri
og tungu, niðurlægingu einsog að
þröngva föngum til kynferðislegra
athafna og þvagláti hermanna yfir
fólk í fjötrum. Ráðherrann sagði við
yfirheyrslurnar að því miður ættu
eftir að koma í ljós mun verri dæmi
nm ifla meðferð á íröskum föngum.
Það reyndist rétt. í RÚV var
skömmu síðar haft eftir bandarísk-
um ijölmiðlum að bandarískir her-
menn væru sekir um nauðganir á
konum og unglingsbörnum.
I' ljós kom einnig af hálfu hátt-
settra herforingja, að leyniþjónusta
Bandaríkjanna hefur beinlínis lagt
fyrir hermenn að sýna föngum
hrottaskap og brjóta þá niður and-
lega til þess að auðveldara sé að
yfirheyra þá. Þá hefur verið fullyrt í
bandarískum fjölmiðlum að að-
ferðir sem þróaðar hafi verið í yfir-
heyrslum fanga frá Afganistan, sem
haldið er utan laga og réttar í Gu-
antanama búðunum á Kúbu, hafi
verið yfirfærðar til írak með vitund
og vilja bandarísku herstjórnarinn-
ar. Staðhæft er að sömu menn og
stýrðu yfirheyrslum í Guantanamo
búðunum séu meðal þeirra sem
stýrðu illri meðferð á íröskum
stríðsföngum.
íslenska þjóðin, sem með ólög-
mætum hætti var þröngvað til
stuðnings við innrásina í írak, er
höggdofa andspænis þessum upp-
lýsingum. Engum dylst ábyrgð okk-
ar á innrásinni í írak. Vissulega
sendum við ekki þangað vopnum
vædda stríðsmenn. Þeir buðu hins
vegar fram aðstoð og ijármagn til
að byggja upp í írak eftir niðurrifið
og hörmungarnar sem jafnan fylgja
stríði. Fyrir hönd íslensku þjóðar-
innar lögðu þeir blessun hennar
yfir innrásina, án leyfls hennar eða
fulltrúa hennar á Alþingi. Við ís-
lendingar erum því siðferðilega
samábyrgð gagnvart írösku þjóð-
inni engu síður en þegnar þjóðanna
sem tilheyra þeim dapra hópi sem
kallaður er öfugnefninu hinar 30
viljugu og staðföstu.
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra hefur sagt að voðaverkin í
írak megi á engan hátt verja, né þá
sem standa fyrir slíku. „Það er
skylda yfirstjórnar herliðsins í írak
að láta þegar í stað fara fram opin-
bera rannsókn á þeum alvarlegu
ásökunum sem fram hafa komið og
hinum seku verður að refsa," sagði
ráðherrann. Margar glæparann-
sóknir eru þegar hafnar í Bandaríkj-
unum vegna þessa máls og margar
kærur hafa verið lagðar fram. Eigi
að síður er brýnt að utanríkisráð-
herrann, sem batt okkur til stuðn-
ings við innrásina, komi með form-
legum hætti fram með þá kröfu
gagnvart hlutaðeigandi ríkisstjórn-
um að rannsókn og hæfilegar refs-
ingar gagnvart hinum seku verði út
reiddar.
Það er hins vegar ekki nóg. Al-
þingi er æðsta stofnun okkar. Það er
óhjákvæmilegt að Alþingi lýsi skoð-
un sinni á glæpaverkum hermanna
innrásarliðsins í írak. Sjálfsagt er að
ályktun af háifu Alþingi fordæmi
ekki síður hefndaraðgerðir íraskra
illvirkja sem til dæmis hálshjuggu
bandarískan gísl og dreifðu ódæð-
inu á myndbandi. Þessvegna þarf
Alþingi sjálft að ræða og samþykkja
ályktun um pyntingarnar í írak og
brotin á Genfarsáttmálanum áður
en þingið lýkur störfum. Takist ekki
að ná samstöðu allra flokka mun
Samfylkingin leggja slíka ályktun
fyrir Álþingi í næstu viku.
fjandinn laus í íslensku samfélagi -
You aint seen nothing yet! Forsetinn
hefur skyldum að gegna - hann hef-
ur harms að hefna og stefnu að efna.
Síðast þegar hann missti af ríkis-
ráðsfundi var hann á skíðum. Þau
mistök verða ekki endurtekin. For-
setinn hefur boðað aukna þátttöku í
dægurmálum og þar með opnað
fyrir beitingu málskotsréttarins
fræga.
Allt lagt undir?
Sumarið gæti orðið eftirminni-
legra en ætla mátti. Það stefnir
nefnilega í showdown á milli hinna
fornu fjenda - loksins. Beiti forsetinn
málskotsréttinum, það er neiti hann
að skrifa undir ný lög um eignarhald
á fjölmiðlum skal leggja málið fyrir
þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu.
Forsætisráðherrann mun aldrei láta
koma til þess heldur láta krók koma
á móti bragði og rjúfa þing og efna til
kosninga. Þá upphefst Sturlungaöld
hin síðari á íslandi. I hönd færi kosn-
ingabarátta sem að nafninu til sner-
ist um fjölmiðlafrumvarpið en í raun
væri einvígi tveggja manna: Davíðs
Oddssonar og Ólafs Ragnars Gríms-
sonar. í þeim hildarleik mætti hvor-
ugur við tapi. Gjaldi Davíð og Sjálf-
stæðisflokkurinn afhroð í þeim slag
markar það háðugleg og niðurlægj-
andi endalok stjórnmálamanns sem
borið hefur ægishjálm yfir aðra í ára-
tug. Sigur forsetans yrði þeim mun
sætari. Þar með hefði hann ekki ein-
ungis auðmýkt helsta andstæðing
sinn heldur brotið blað í sögunni og
breytt eðli forsetaembættisins. Ólaf-
ur Ragnar yrði í raun valdamesti
maður landsins.
Ótti Framsóknar
Fæm kosningarnar hins vegar
þannig að fjármagnið og oligarkarn-
ir skiluðu sér aftur til Valhallar og
tryggðu áframhaldandi valdasetu
Davíðs hampaði hann sínum stærsta
sigri og stórbrotnum endalokum á
glæstum ferli. Hann festi sig í sessi
sem hinn eini sanni Bubbi kóngur.
Háðung forsetans yrði alger og af-
sögn óumflýjanleg. Ólafur Ragnar
sykki þar með í sæ ásamt forseta-
embættinu.
Ástæðan fyrir ótta framsóknar-
manna, sem farinn er að gera vart
við sig í þingsölum, er að þeir skilja
þá vá sem heimkoma forsetans boð-
ar. Þeir vita sem er að ffamsókn tap-
ar hvernig sem uppgjörinu lyktar.
Málskot og þingrof þýða að samn-
ingurinn um forsætisráðuneyti
handa Halldóri í september yrði
einskis virði og orðin tóm. Framsókn
mun því allt gera til að koma í veg
fyrir showdown sem úr þessu verður
erfitt að afstýra nema einhver gangi
sár af velli.
Færsla
Hringbrautar
Þóróifur Ámason borgarstjóri
skrifar:
í leiðara DV flmmtudaginn 15.
maí sl. fjallar Illugi Jökulsson um þá
ákvörðun Reykjavíkurborgar að
verða eldd við óskÁtakshóps Höf-
uðborgarsamtakanna-Samtaka um
„_IMU,->5ai betri byggð um að
kosið verði um
M |-<] færslu Hringbrautar
W 8H igÉH samhliða forseta-
M kosningum í sumarr>
/\ —jH Eitt vil ég gera at-
gk ’ hugasemd við, en
það er sá útgangs-
punktur ritstjórans
að ástæða þess að erindinu var
hafnað ltafi verið sú að undirritaður
hafi talið „að málið sé of flókið fyrir
borgarbúa að kjósa um.“
f svari við erindi Átakshópsins
dags. 4. maí sl. rakti ég ítarlega til-
drög þeirrar ákvörðunar, sem tekin
var fyrir ári, að færa Hringbrautina
til suðurs. Unnið hefur verið í sam-
ræmi við þá ákvörðun síðan og
meðal annars gerðir bindandi
samningar við Landspítala - há-
skólasj úkrahús, Knattspyrnufélagið
Val og verktakafyrirtældð Háfell. í
sldpulagsvinnu og við mat á um-
hverfisáhrifum færslunnar hafði
mikill fjöldi borgarbúa áhrif á niður-
stöðu málsins með athugasemdum
sínum í virku íbúalýðræði. Það er
hinsvegar mitt mat að ekki sé rétt að
kjósa um það hvort Reykjavíkurborg
eigi að standa við gerða samninga,
byggða á réttmætum, lýðræðislega
teknum ákvörðunum.
Ih
ú áHji fÍÉ|
a»
LAGERSDLUNNI 4
AÐ AKRALIND 4, KÓPAVDGI
LÝKUR U M HELGINA
N Ú ERU SÍÐUSTU DAGAR LAGERSÖ LU N N AR AÐ AKRALIND 4, KÓPAVDGI.
SÝNISHORN, LJTLITSGALLAÐAR VÖRUR OG MARGT ANNAÐ
SPENNANDl Á HLÆGILEGU VERÐI. ALLT Á AÐ SELJAST.
KDMIÐ □ G PRÚTTIÐ!
□ PIÐ Á LAUGARDAG J □ -16 □ G SUNNUDAG 13-16
awweMqi
HMMM
■hnmmmmmmmmmmhI
■mmmmmmmmmm
mmi;: 1 f p ^, -r „ , I
TEKK
ICDMPANY
BÆJARLIND 14-16 | 201 KÓPAVOEI | SÍMI 564 4400 | FAX 564 4435 | TEKK@TEKK.IS | WWW.TE1KK.IS