Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Qupperneq 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Qupperneq 7
TIMARIT VERKFRÆÐIINGAFÉLAGS ÍSLAINIDS 2. hefti 1970 55. árg. Verkfræðimeimtun á íslandi 2x30 ár Ákveðið hefur verið að nú í haust skuli hefj- ast kennsla í verkfræði við Háskóla Islands, sem ljúki með BS prófi að loknu fjögurra ára námi stúdenta. Flestir þeir, sem láta sig tæknimennt- un og tæknikunnáttu á íslandi nokkru skipta, fagna þessari ákvörðun. Með þessu er farið inn á braut, sem getur haft mjög heillavænleg áhrif á alla tækniþróun hér á landi. Þessi útvíkkun verkfræðikennslu við Háskóla íslands hefur lengi verið á dagskrá og mörgum finnst vafalítið að þetta skref hefði átt að stíga miklu fyrr. Kennsla í læknisfræði fluttist inn í landið all- löngu fyrir síðustu aldamót. Störf islenzkra lækna, hér á landi jafnt sem erlendis, eru óræk- asti vitnisburður þess, að það var viturleg og framsýn ákvörðun að flytja læknanámið inn í landið. Eðlilegt er að gera ráð fyrir að kennsla í verkfræði geri svipaðar kröfur til aðbúnaðar og kennslukrafta og kennsla í læknisfræði. Samt liðu um þrír áratugir frá því að Háskóli íslands var stofnsettur þar til kennsla í verkfræði hófst við hann. Þegar þessi ákvörðun var loks tekin, var það reyndar fyrst og fremst vegna ytri að- stæðna: verkfræðiháskólar meginlandsins lokuð- ust íslenzkum námsmönnum vegna heimsstyrj- aldarinnar síðari. Strax og þessi námsleið opn- aðist að nýju að styrjöldinni lokinni var aðeins haldið áfram með fyrri hluta kennslu við Há- skóla íslands. Einn árgangur náði þó að ljúka fullu verkfræðiprófi þaðan. Störf þeirra verk- fræðinga, er þessu námi Iuííu, hafa sýnt að ekk- ert var því til fyrirstöðu að brautskrá fullgilda verkfræðinga hér á landi. Þrátt fyrir marga augljósa kosti þess að hafa fullgilda verkfræðideild við Háskólann, tók það enn þrjá áratugi að stofna til slíkrar kennslu. Meginkostir þess að hafa fulla verkfræði- kennslu við Háskóla íslands eru einkum þrír. Háskólanám hér heima verður væntanlega í flest- um tilvikum stúdentum mun hagkvæmara. Þá verður hægt að miða lokaþátt verkfræðikennsl- unnar að töluverðu leyti við íslenzka staðhætti og þarfir. Að lokum þarf kennaralið deildarinn- ar að safna saman og skrá reynslu íslenzkra verkfræðinga á kerfisbundinn hátt. Þegar fram líða stundir mim þetta atriði vafalítið hafa mikla þýðingu fyrir hina íslenzku þjóð. Því er nauð- synlegt að búa þannig um hnútana, þegar deild- in verður endurskipulögð, að kennaraliðinu verði sköpuð fullnægjandi vinnuskilyrði við deildina, þannig að það geti ekki síður sinnt þessum mik- ilvæga þætti en sjálfri kennslunni. Skráning reynslunnar er ekki einungis mikilvæg til þess að hún megi nýtast sem bezt, heldur fæst þá fyrst nægileg yfirsýn yfir hin margvíslegu vandamál, sem íslenzltir verkfræðingar eru að reyna að leysa, og á grundvelli þess verður mun auðveldara að vinna á skipulegan hátt að lausn þeirra. Augljóst er að til þess að unnt sé að fullnýta þennan möguleika, sem fullgild verkfræðideild býður upp á, þarf Verkfræði- og raunvísindadeild Háskólans að hafa á að skipa hinum færustu verkfræðingum til kennslunnar. Ennfremur er mjög mikilvægt að kennararnir verði ráðn- ir með góðum fyrirvara því óhjákvæmilega hlýt- ur það að taka alllangan tíma að undirbúa og skipuleggja kennsluna, einkum í þeim greinum þar sem íslenzkar aðstæður ráða miklu um náms- efnið. íslenzkir verkfræðingar verða að hafa hug- fast að mikil ábyrgð hvílir á stétt og félagi þeirra varðandi verkfræðinám á íslandi. Þeir verða að fylgjast náið með þróun þessa máls og knýja á um, að allur undirbúningur og framkvæmd verði þannig að góðs árangurs megi vænta.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.