Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Síða 8
18
TIMARIT VFI 1970
Verkfræðimenntun á Islandi
Verkfræðikennsla við Háskóla íslands
Eftir Pál Theodórsson
Skömmu eftir að heimsstyrjöld-
in síðari skall á lokuðust verkfræði-
háskólar meginlands Evrópu fyrir ís-
lenzkum stúdentum. Islenzkir náms-
menn, sem vildu leggja stund á verk-
fræði, höfðu nær eingöngu sótt til
þessara landa. Því var haustið 1940
brýn nauðsyn að opna nýjar leiðir
fyrir þá nýstúdenta, sem vildu leggja
stund á verkfræði. Til þess að leysa
þennan brýna vanda var með stutt-
um fyrirvara gripið til þess ráðs að
hefja kennslu til fyrri hluta prófs í
verkfræði við Háskóla íslands.
Kennslan var í öllu sniðin eftir kröf-
um verkfræðiháskóla Norðurlanda,
einkum þó tækniháskóla Danmerk-
ur, þvi vonast var til að leiðin til
þessara landa mundi opnast að nýju
í tæka tíð. Þegar fyrsti hópur stú-
denta lauk fyrri hluta prófi vorið
1943 þótti séð, að styrjöldin mundi
enn dragast nokkuð á langinn. Var
því ákveðið að hefja einnig kennslu
í síðari hluta byggingarverkfræði.
Aðeins einn árgangur lauk þó fullu
verkfræðiprófi frá Háskóla Islands.
Þegar háskólar Norðurlanda opn-
uðust að nýju að styrjöldinni lok-
inni, var horfið að því ráði að hafa
við háskólann einungis kennslu til
fyrri hluta prófs í verkfræði.
Senn eru liðin þrjátíu ár frá því
kennsla hófst í verkfræði við Há-
skóla Islands. Á þessum þremur ára-
tugum hafa orðið fremur litlar breyt-
ingar á verkfræðináminu við deild-
ina. Um alllangt skeið hefur þó verið
rætt töluvert um að hefja hér
kennslu til lokaprófs í verkfræði. Nú
eru þessar hugmyndir loks að verða
að veruleika, því í haust hefur fyrsti
stúdentahópurinn fjögurra ára verk-
fræðinám, sem mun ljúka með BS-
prófi.
1 tilefni þessara tímamóta í sögu
verkfræðideildarinnar er þetta hefti
og hið næsta helgað verkfræðimennt-
un á Islandi.
1 þessari grein verða störf og þró-
un verkfræðideildarinnar frá stofn-
un hennar rakin stuttlega og enn-
fremur aðdragandi þeirra breytinga
á náminu, sem nú er verið að gera.
I árbók Háskóla Islands 1940-41
er sagt frá upphafi verkfræðikennslu
við skólann: „Háskólaráð leitaði sam-
vinnu við stjórn Verkfræðingafélags
Islands um að koma á kennslu í
verkfræði, er fyrst um sinn skyldi
miðuð við kröfur þær, sem gerðar
eru til fyrri hluta prófs á Norður-
löndum. Kennslumálaráðuneytið féllst
á tillögur háskólaráðs og Verkfræð-
ingafélagsins og heimilaði að verja
7000 kr. á þessum vetri til kennsl-
unnar. Var kennsla þessi hafin í
nóvembermánuði og voru 8 stúdent-
ar skráðir til þessa nárns." Fyrsta
veturinn sáu eftirtaldir menn um
kennsluna:
Bolli Thoroddsen
Finnbogi R. Þorvaldsson
Trausti Ólafsson
Brynjólfur Stefánsson
Steinþór Sigurðsson
Sigurður S. Thoroddsen
Sigurkarl Stefánsson.
Leifur Ásgeirsson kom að háskól-
anum haustið 1943 en Trausti Ein-
arsson ári síðar.
Ég vil rekja áfram þróun verk-
fræðideildarinnar fyrstu árin með
tilvitnunum í árbók Háskóla Islands.
Á háskólahátíðinni haustið 1943 vék
þáverandi rektor, prófessor Jón Hj.
Sigurðsson, að verkfræðikennslunni
í hátíðarræðu sinni: „1 þrjú ár hefur
háskólinn veitt undirbúningskennslu
í verkfræði og svarar þessi kennsla
að öllu leyti til undirbúningskennslu
í verkfræði á Norðurlöndum. Hefur
Verkfræðingafélag Islands verið í
ráðum og stutt þessa viðleitni há-
skólans, og margir félagsmenn hafa
lagt á sig kennslustörf fyrir lágt
kaup. Nú í vor luku 6 nemendur prófi
í þessum undirbúningsgreinum. Þeir
þurfa að halda náminu áfram og
óska eindregið að gera það hér á
landi. Háskólaráð samþykkti því í
sumar, að tekin væri upp kennsla
tii fullnaðarprófs í byggingarverk-
fræði. Ríkisstjómin féllst á þessa
tillögu og samþykkti fjárveitingu í
þessu skyni. Vér vonumst til þess,
að hið háa alþingi samþykki þessa
fjárveitingu og að hér sé fyrsti vísir-
inn að reglulegri verkfræðideild i
háskólanum, sem vafalaust á fyrir
sér að þroskast."
1 hátíðarræðu sinni ári síðar vék
háskólarektor, prófessor Jón Hj.
Sigurðsson, aftur að málefnum verk-
fræðikennslunnar:
„Kennsla í byggingarverkfræði til
fullnaðarprófs hófst haustið 1943.
öll kennsla til verkfræði við Há-
skóla Islands er ólögbundin, aðeins
veitt fé til hennar á fjárlögum og
fjáraukalögum. Háskólaráði virðist
þetta fyrirkomulag ófært og fór því
fram á það við stjórn og Alþingi að
háskólalögum yrði breytt og stofn-
uð ný deild, verkfræðideild, við há-
skólann."
Skjótt var brugðizt við þessum
óskum háskólans, þvi með nýjum há-
skólalögum frá 24. janúar 1945 var
verkfræðideild loks lögfest. Samkv.
hinum nýju lögum skyldu 3 próf-
essorar starfa við deildina. Frá 1. júlí
1945 voru eftirtaldir kennarar við
deildina skipaðir prófessorar:
Finnbogi Rútur Þorvaldsson
Leifur Ásgeirsson
Trausti Einarsson.
Með lögfestingu verkfræðideildar-
innar og skipun hinna þriggja
prófessora má segja að verkfræði-
deildin hafi fengið þá skipan, sem
hún hefur búið við allt fram á þenn-
an dag. Á næstu tveimur áratugum
var tveimur prófessorum bætt við
kennaralið deildarinnar, en í bæði
skiptin fremur til að fylla upp í hið
eldra form, en að um nýjung
væri að ræða varðandi kennslu deild-
arinnar. Þorbjörn Sigurgeirsson eðl-
isfræðingur var skipaður prófessor
29. ágúst 1957 og Magnús Magnús-
son eðlisfræðingur hinn 15. sept.
1960. Hinu nýja prófessorati 1957
fylgdi mjög markverð nýjung. I há-
skólalögunum frá 17. júní 1957 seg-
ir: „Prófessorinn í eðlisfræði er