Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Qupperneq 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Qupperneq 12
22 TlMARIT VFl 1970 notkun talaðs og ritaðs máls en teiknun. Námið uppfylli þær kröfur, sem er- lendir háskólar og rannsóknarstofn- anir gera til almenns verkfræði- náms, áður en farið er í sérnám. Leitað sé eftir viðurkenningu er- lendra verkfræðifélaga á náminu hér. Slík viðurkenning mundi auðvelda íslenzkum verkfræðingum að öðlast full starfsréttindi erlendis. VFl skipi nefndir, eina fyrir hverja af þeim aðalgreinum verk- fræðinnar, sem kenndar verða við Tækniháskólann. Nefndirnar hafi það verkefni að vera skólanum til ráðuneytis um val á námsefni fyrir viðkomandi verkfræðigrein og stuðli þannig að því, að námsefnið hæfi sem bezt íslenzku atvinnulífi. Þessar nefndir eru hér á eftir nefndar náms- brautanefndir. Skólinn öðlist heimild til að taka skólagjöld af nemendum sínum, til þess að standa straum af bóka- og tækjakaupum og öðrum nauðsynleg- um kostnaði, sem opinberar fjárveit- ingar fást ekki fyrir. Kennarar séu aðeins ráðnir til 5 ára í senn. Ári áður en ráðningar- tíminn er liðinn skal ráðning þeirra endurskoðuð. Við endurskoðun skal tekið tillit til álits stúdenta á kenn- araeiginleikum kennarans og þekk- ingu hans á námsefninu. Einnig skal það metið, hvort hann hafi unnið að rannsóknum og aukið þannig við þekkingu á sinu sérsviði, og hvort hann hafi skrifað vísindagreinar um það efni, og birt þær í viðurkennd- um tímaritum. Einnig skal tekið til- lit til þess, að hve miklu leyti við- komandi kennari hafi kynnt sína sér- grein fyrir íslenzkum atvinnuvegum og almenningi og aukið henni álit. Unnið sé markvisst að því að skapa sem bezta aðstöðu til kennslu, til- rauna og rannsókna við skólann. Komið sé upp góðu tæknilegu bóka- safni og stúdentum kennt að not- færa sér það. Laun kennara séu hækkuð það mikið, að þeir geti helg- að sig kennslu og grundvallarrann- sóknum á sínu sérsviði, enda séu gerðar kröfur um, að þeir geri það og þeim ákvæðum fylgt eftir. 3. Umsjón og eftirlit með námsgæðum. Samkvæmt lögum um rétt manna til að kalla sig verkfræðinga, húsa- meistara eða tæknifræðinga, nr. 44 frá 1963, má engum veita leyfi tll að kalla sig verkfræðing...... „nema hann hafi lokið fullnaðarprófi í verk- fræði við fjöllistaskóla eða teknískan háskóla, sem stéttarfélag verkfræð- inga hér á landi viðurkennir sem fullgildan skóla í þeirri grein“.... Hér er skýlaus kvöð sett á herðar VFl, um að fylgjast með menntun verkfræðistéttarinnar í landinu. Til að sinna þessu verkefni skipi VFl launaðar nefndir til ákveðins tíma eina fyrir hverja grein verk- fræðinnar, sem kennd er við Tækni- háskólann. Nefndirnar skili stjórn VFl skriflegri skýrslu árlega um störf sín. Þessar nefndir eru hér á eftir nefndar eftirlitsnefndir. Eftirlitsnefndirnar skulu kynna sér námsefni, kennslu og kennsluaðstöðu við erlenda háskóla og bera það sam- an við námsefni, kennslu og kennslu- aðstöðu hér. Með kennslu og kennslu- aðstöðu er hér átt við viðhorf stúd- enta og kennara til skólans og náms- ins, menntun, laun og vinnuaðstöðu kennara, aðstöðu til tilrauna og rannsókna, gæði bókasafns skólans o. s. frv. Jafnframt skulu eftirlitsnefnd- irnar prófa árlega nokkra nýútskrif- aða verkfræðinga, til að kynnast af eigin raun þekkingu þeirra. Eftirlitsnefndirnar skulu leita eftir samstarfi við erlend stéttarfélög verkfræðinga, um að þau viðurkenni próf frá Tækniháskólanum. 1 þessu sambandi er sérstaklega á það bent, að bandarísku verkfræðifélögin hafa sérstaka eftirlitsmenn, sem fylgjast með gæðum verkfræðiháskóla þar í landi. Væri mjög æskilegt að fá eft- irlitsmenn þeirra hingað, t. d. á 5 ára fresti, til að athuga gæði íslenzka skólans og fá þannig viðurkenningu bandarísku verkfræðifélaganna og þá um leið viðurkenningu banda- riskra háskóla fyrir prófum frá Tækniháskólanum. Yrði þá auðveld- ari eftirleikurinn um að fá viður- kenningu sétttarfélaga og háskóla annarra landa. 4. Framkvæmdahraði. Engin afstaða er tekin til æskilegs framkvæmdahraða við að koma á kennslu til lokaprófs hér á landi. Þó telur nefndin nauðsynlegt að undir- búa það mál sem allra bezt, m. a. með því að gefa námsbrautanefnd- um og eftirlitsnefndum færi á að starfa og koma á nauðsynlegum skipulagsbreytingum. Tryggja verður að þeir, sem útskrifast, öðlist réttindi til að kalla sig verkfræðinga bæði hér heima og erlendis. Að öðru leyti er eðlilegt, að Tækniháskólinn ákveði sjálfur, hvenær þörf sé á að taka upp kennslu til lokaprófs í hverri grein. Reykjavík, 15. maí 1970. dr. Gunnar Sigurðsson Hjalti Einarsson Jakob Björnsson Jóhannes Zoéga GREINARGERÐ Inngangur. Hinn 17. des. 1968 skipaði stjórn VFl nefnd til að gera tillögur um framtíðarskipan verkfræðideildar Háskóla Islands. Nefndin er þannig skipuð, að einn maður er úr hverri aðalgrein verkfræðinnar og einn til- nefndur af verkfræðideild Háskóla Islands. Samkvæmt bréfi frá deild- inni dagsettu 14. feb. 1969 skyldi fulltrúi hennar ekki taka þátt í af- greiðslu mála eða skrifa undir tillög- ur nefndarinnar. Hann skyldi einung- is starfa með nefndinni, til að veita henni upplýsingar og tengsl við verk- fræðideildina. Nefndina skipa: dr. Gunnar Sigurðsson, form. Hjalti Einarsson Jakob Björnsson Jóhannes Zoega próf. Þorbjörn Sigurgeirsson. Nefndin hefur haldið 15 fundi og rætt við marga menn og kynnt sér skýrslur og álit ýmissa nefnda og reynt á annan hátt að kynna sér málið sem bezt. Nefndin hefur orðið sammála um að stefna beri að því að taka upp kennslu hér á landi i ákveðnum verkfræðigreinum til loka- prófs eftir 4 ára nám, enda sé náms- efni, kennsla og kennsluaðstaða undir eftirliti VFl, og ákveðnar skipulagsbreytingar gerðar á náminu með það fyrir augum, að gæði skól- ans aukist nú þegar og rýrni ekki með tímanum, og verkfræðikennslan falli inn i skipulega heild I fræðslu- kerfinu. Sérstök athygli er vakin á þessum skilyrðum, þ. e. a. s. eftirliti frá VFl annars vegar og skipulags- breytingum hins vegar. Eftirlitið er núna fyrirskipað í lögum, og hefur félagið á þann hátt nauðsynlegan lagalegan grundvöll fyrir því. Fram- kvæmd eftirlitsins er einungis háð því, hversu vel vakandi félagið er. Skipu- lagsbreytingarnar eru að ýmsu leyti erfiðari viðfangs, þar sem þær hljóta að vera tengdar skólakerfinu í land- inu og hinu almenna embættiskerfi, en hvort tveggja er orðið illilega rykfallið og þyrfti endurskoðunar. Má því búast við, að erfitt geti reynzt að koma á mörgum af þeim

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.