Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Page 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Page 13
TÍMARIT VFl 1970 23 skipulagsbreytingum, sem um er rsett. Fari svo að litlu eða engu sé hœgt að breyta, verður að meta það upp á nýtt, hvort tímabært sé að stefna að kennslu verkfræðinga til lokaprófs hér á landi. Ski])ulíig verkfræði og tæknináms. Þegar rætt er um skipulag náms verður að hafa hugfast, hver tilgang- urinn eða markmiðið með náminu er. Okkar skólakerfi, og þá sérstaklega háskólinn og undirbúningsmenntunin undir hann, er byggt upp fyrst og fremst til að fullnægja þörfum ríkis- valdsins fyrir embættismenn. Að meginstofni er kerfið gamalt og byggt upp fyrir þarfir embættis- kerfisins fyrr á öldum, þó að ýmsar breytingar og lagfæringar hafi að sjálfsögðu verið gerðar á því. I sjálfu sér má segja, að það sé furðu- legt, hversu vel þetta gamla kerfi hefur getað aðlagast þörfum tímans og útskrifað embættismenn og aðra, sem ganga beint inn í störf i nútíma- þjóðfélagi. En þetta kerfi hefur stað- ið það lengi, að full þörf er á að endurskoða það. Ef við lítum á þjóðfélagið eins og það var, t. d. fyrir síðustu aldamót, þá var annars vegar allur almenn- ingur misríkur, en álíka mikið menntaður í skóla, og hins vegar langskólagengin embættismannastétt, sem myndaði eins konar hirð um stjórnarvöldin. Fræðsla fyrir al- menning var einungis bundin við bóklegar greinar, öll starfsfræðsla fór fram á vinnustað. Embættis- mennirnir voru hátt yfir allan al- menning hafnir, enda þurfti svo að vera til að skipulag héldist á þjóð- félaginu, og stjórnarvöldin gætu haldið uppi röð og reglu með fá- mennri stétt embættismanna. Kröfur þjóðfélagsins í dag eru orðnar mjög frábrugðnar þessu. Nú er svo komið, að fáir komast af menntunarlausir. Stærstu starfshóp- arnir í þjóðfélaginu þurfa allmikla menntun, til að geta sinnt sínum störfum. Síðan fer fjöldi þeirra minnkandi, sem þurfa lengra nám, allt þar til komið er að fámennum hópi manna með mjög langt nám og rannsóknarstarf að baki. Með öðr- um orðum, í dag þarf skólakerfið að framleiða menn á öllum stigum menntunar, flesta með allgóða und- irstöðuþekkingu, en síðan minni og minni hóp eftir því sem námstím- inn lengist. Það er álit nefndarinn- ar, að þetta sé einungis hægt að gera ef skólakerfið er byggt upp á þess- um grundvelli þ.e.a.s., að áfangar í námi séu tiltölulega stuttir, og hver áfangi veiti ákveðin atvinnuréttindi. Jafnnauðsynlegt er að hafa kerfið það opið, að hægt sé að fara margar leiðir að sama marki og hafa sem greiðasta leið bæði frá skólakerfinu út í atvinnulífið og frá atvinnulífinu inn í skólana. Á þennan hátt gætu menn öðlast atvinnuréttindi eftir einhvern áfanga í námi, unnið síðan í nokkur ár, og eftir þann tima á- kveðið, að þeim muni falla betur ann- að starf sem krefðist meiri menntun- ar. Þeir gætu þá lokið öðrum áfanga í námi og öðlast við það ný starfs- réttindi. Með því að hafa námsbraut- irnar sem opnastar fást menn með nokkuð mismunandi undirbúnings- menntun inn í starfsgreinarnar, en það er mjög æskilegt I nútíma þjóð- félagi, því þarfirnar eru ákaflega margar og mismunandi. I þessu sambandi kunna menn að spyrja, hvernig er þetta hægt? Eru ekki kröfur til atvinnuréttinda I mismunandi fögum svo breytilegar, að það þurfi langa sérskóla fyrir sér- hver atvinnuréttindi ? Nefndin vill svara þessu I höfuðdráttum neitandi. Það er stór hluti námsins, sem er og hlýtur að vera sameiginlegur kjarni frá einu námsstigi til annars. Auk þess þarf að gera kröfur til, að nemendur hafi tileinkað sér ákveðin fagleg vinnubrögð og ákveðna grundvallarþekkingu, sem mundi þá vera tengd námsstigum. Þessa sam- eiginlegu hluti þarf að skilgreina og safna saxnan í námskjarna. Utan um þá má svo spinna sérgreinanám þannig, að menn með mismunandi nám og starfsréttindi geti átt kost á framhaldsnámi með sem minnstum töfum. 1 vissum tilvikum þyrfti svo að hafa stutta sérskóla. 1 sambandi við þau grundvallar- sjónarmið, sem hér hefur verið lýst, þyrfti að endurskoða allt iðnnám, tækninám og menntaskólanám. Jafnframt yrðu þessi sjónarmið rikj- andi í skipulagningu á verkfræði- náminu. 1 slíkri endurskipulagningu þyrfti að skilgreina sem bezt, hvaða kröfur á að gera til sérhvers náms- stigs, bæði um almenna þekkingu og fagleg vinnubrögð. 1 öðru lagi þarf að reyna að lækka aldur stúdenta með endurskipulagningu á námsefni og hagræðingu á kennsluháttum. Sérhvert ár, sem maður er við nám, er dýrt bæði fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið. 1 samræmi við þau höfuðsjónarmið, sem hér hafa verið talin, leggur nefndin til, að komið verði á fót hér á landi kennslu til lokaprófs í verkfræði, sem VFl getur viður- kennt sem fullgilda verkfræði- menntun. Námið taki 4 ár eftir stúdentspróf eða hliðstætt próf, og ætti að jafngilda a. m. k. B. Sc. gráðu og veita full atvinnuréttindi hér á landi. Jafnframt sé stuðlað að því að verulegur hluti þeirra, sem útskrifast, leiti sér framhalds- menntunar og þjálfunar erlendis og kynnist þannig háttum annarra þjóða og tæknimenningu. Með tilkomu 4 ára almenns verk- fræðináms mundi án efa fjölga þeim, sem færu í verkfræði. Nefndin er þeirrar skoðunar, að almennt verk- fræðinám eigi að vera mjög góð und- irstaða fyrir ótal mörg störf í þjóð- félaginu, sem aðrar stéttir gegna í dag, t. d. í viðskiptum, rekstri og stjórnun, svo nokkuð sé nefnt. Nefnd- in er því ekki hrædd um atvinnu- leysi innan stéttarinnar, ef rétt er á málum haldið. Sumir munu segja, að með 4 ára verkfræðinámi séu gerðar minni kröfur til menntunar hjá stéttinni en nú er. Nefndin telur, að við getum skipulagt okkar nám það vel, að þeir sem útskrifast hér heima eftir 4 ár, séu jafnfærir um að mæta þeim verkefnum, sem þeirra bíða hér á landi, og þeir, sem verið hafa árinu lengur við suma erlenda háskóla. Auk þess mun örugglega það stór fjöldi fara til framhaldsnáms er- lendis, að þeirra sérþekking mun auka við þá heildartækniþekkingu, sem nú er í landinu. Haustið 1964 tók Tækniskóli Is- lands til starfa. Námið þar skiptist i undirbúningsnám, sem tekur 2 ár, og hið eiginlega tæknifræðinám, sem tekur 3 ár. Þeir sem lokið hafa hinu 2 ára undirbúningsnámi hafa I mörg- um greinum s. s. stærðfræði, eðlis- og efnafræði menntun hliðstæða þeirri, sem krafizt er til stúdents- prófs. Kennsla í náttúrufræði og mál- um er hins vegar minni. 1 tækni- skólanum er nemendum haldið mjög vel að námi og eiga að því loknu að hafa menntun, sem jafngildir „akademi-ingeniör“ gráðu frá Dan- mörku eða „bachelor" gráðu frá Bandaríkjunum. Tæknifræðingar með þessa menntun eiga að geta innt af hendi mikinn hluta af þeim störfum, sem verkfræðingar vinna nú, en þeir hafa mjög takmarkaða möguleika til framhaldsnáms. Það nær ekki nokk-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.