Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Page 14
24
TlMARIT VFÍ 4970
urri átt í okkar litli þjóðfélagi að
vera með tvo dýra skóla, sem út-
skrifa menn með að miklu leyti hlið-
stæða menntun, þ.e.a.s. tækniskóla
eftir 3 ár og verkfræðideild Háskól-
ans eftir 4 ár. Það virðist þvi sjálf-
sagður hlutur að sameina þessa tvo
skóla í einn skóla, sem útskrifi menn
með verkfræðipróf.
Á þessu stigi er varla rétt að taka
afstöðu til þess, hvort slíkur skóli á
að vera innan eða utan Háskóla Is-
lands. Sé skólinn innan ramma há-
skólans, mundi kennsluaðstaða ann-
arra deilda nýtast. Hins vegar er
framkvæmdastjórn innan háskólans
tæpast til, og getur það orðið hættu-
legt fyrir starfsemi skólans. Einnig
má vera, að ýmis grundvallarsjónar-
mið og hefðir innan háskólans gætu
orðið það mikill fjötur um fót eðli-
legum vexti og þroska slíkrar
kennslu, að heppilegra sé að stofna
nýjan og sjálfstæðan tækniháskóla,
sem gæti byggt sína starfsemi upp
frá grunni. Sjálfstæður tækniháskóli
ætti líka að sumu leyti auðveldara
með að notfæra sér aðstöðu sérskóla
s. s. vélar Vélskóla Islands, svo
nokkuð sé nefnt. Þetta og margt
fleira eru atriði, sem þarf að kanna,
áður en endanleg ákvörðun er tekin.
Á þessu stigi telur nefndin nægilegt,
að lagt sé til, að þessir tveir skólar
sameinist í einn skóla, sem hér á
eftir verður nefndur Tækniháskólinn.
Eins og áður er sagt, hefur
Tækniskóli Islands starfrækt undir-
búningsdeildir, sem hafa opnað mönn-
um með gagnfræðapróf eða sveins-
próf leið inn í skólann. Nefndin telur,
að margir mjög góðir menn geti
komizt inn í stéttina með því að
opna slíka leið og leggur því til, að
undirbúningsdeildirnar starfi áfram
og opni þannig braut inn í Tæknihá-
skólann.
1 okkar þjóðfélagi er mikill skort-
ur á mönnum með tæknimenntun,
sem er talsvert meiri en hjá iðnaðar-
mönnum, en hins vegar minni en hjá
verkfræðingum. Nefndin leggur til að
hafin verði slík kennsla, og væri hún
hugsuð fyrir menn, sem fást við
stjórnun á iðnlærðum mönnum,
vandasama verkstjórn t. d. í verk-
smiðjum og iðnaði, eftirlit, gæðamat
og hliðstæð störf. Nefndin hefur
kallað þetta iðnfræðinám og þá,
sem þvi hafa lokið, iðnfræðinga. Það
væri ekki óeðlileg krafa, að þeir,
sem vilja verða meistarar í iðn-
grein, hefðu lokið slíku iðnfræði-
námi. Slíkt nám mundi fylla þá þörf,
sem Tækniskóli Islands átti að fylla,
en hefur ekki gert að okkar dómi.
Nefndin telur mjög nauðsynlegt, að
sem nánust og eðlilegust tengsl séu
milli rannsóknarstofnana atvinnuveg-
anna og Tækniháskólans. Bæði er
það, að nemendur þurfa að læra að
notfæra sér almennar rannsóknir í
starfi og eiga kost á að vinna að
sérstökum rannsóknarverkefnum, og
svo þurfa kennarar að hafa að-
stöðu til að stunda sjálfstæðar
rannsóknir. Æskilegt væri að hafa á
sem flestum sviðum rannsóknarstof-
ur til kennslu í sjálfum skólanum,
þannig að einungis þyrfti að sækja
aðstöðu til rannsóknarstofnana at-
vinnuveganna í sambandi við sérstök
verkefni. Engu að síður þurfa að
vera náin tengsl, og teljum við eðli-
legast að þeim sé náð með því að
leggja ákveðna kennsluskyldu á
herðar hinna einstöku rannsóknar-
stofnana.
Verkfræðikennslan,
markmið og leiðir.
Eins og áður er sagt, leggur
nefndin ríka áherzlu á, að námið sé
sniðið eftir þörfum íslenzks atvinnu-
lífs. Til að stuðla að því er lagt til
að VFl skipi nefndir, eina fyrir
hverja af þeim aðalgreinum verk-
fræðinnar, sem kenndar verða við
Tækniháskólann. Nefndirnar hafi
það verkefni að vera skólanum til
ráðuneytis um val á námsefni og
kennslubókum fyrir viðkomandi
verkfræðigrein, og stuðli þannig að
því, að námsefnið hæfi sem bezt ís-
lenzku atvinnulífi.
Að öðru leyti þarf námið að upp-
fylla þær kröfur, sem erlendir há-
skólar og rannsóknarstofnanir gera
til almenns verkfræðináms, áður en
farið er í sérnám, og námið þarf að
vera þannig, að hægt sé að fá við-
urkenningu erlendra verkfræðifélaga
á því, og á þann hátt full starfsrétt-
indi erlendis fyrir þá sem útskrifast
úr skólanum.
Námið þarf að fullnægja þeim
námskröfum, sem nú eru gerðar bæði
til verkfræðinga og tæknifræðinga.
Námið verður að vera á breiðum
fræðilegum grundvelli innan aðalsér-
greina verkfræðinnar (þ.e.a.s. bygg-
inga-, véla-, efna-, þar með talin mat-
vælaefnafærði, og rafmagns-verk-
fræði.) tJtskrifaðir verkfræðingar
verða að geta starfað jöfnum hönd-
um á þeim þremur aðalsviðum, þar
sem flestir verkfræðingar starfa nú,
þ. e. a. s., að (1) rannsóknum og
kennslu; (2) hönnun og (3) rekstri,
þar með talin viðskipti og stjórnun.
Þó má gera ráð fyrir, að sú krafa
verði gerð til allra þeirra, sem leggja
stund á rannsóknir eða verkfræði-
kennslu, að þeir afli sér framhalds-
menntunar erlendis. Nefndin telur
það mjög mikilvægt, að námið
sé byggt á breiðum grundvelli,
þannig að menn geti farið hvort
heldur sem er í rannsóknir, hönnun,
rekstur eða stjórnun á hvaða sviði
sem er innan aðalgreina verkfræðinn-
ar (þ.e.a.s. jafnt i húsbyggingar,
hafnargerð eða vegagerð fyrir bygg-
ingaverkfræðinga o. s. frv.) Sér-
hæfing kemur fyrst i framhaldsnámi.
Auk hinnar fræðilegu kennslu þarf
Tækniháskólinn að leggja rika
áherzlu á að kenna nemendum sínum
fagleg vinnubrögð við lausn verkefna.
Með faglegum vinnubrögðum er hér
átt við, að verkefnin séu leyst með
skipulegri og markvissri vinnu, sem
ef til vill mætti flokka þannig: (1)
gagnasöfnun, (2) flokkun og úr-
vinnsla gagna, (3) skilgreining
verkefnis, (4) skoðanamyndun eða
hönnun, (5) sannreynsla hönnunar
eða skoðunar, (6) framsetning.
Nefndin vill benda á, að margar
mismunandi leiðir eru til að leysa
verkefni hvers stigs, og má þar
nefna fræðilegar leiðir, alls kyns
athuganir, mælingar og tilraunir,
verkfræðilega dómgreind og síðast
en ekki sízt að kunna að afla sér
reynslu og þekkingar og notfæra sér
síðan bæði reynslu og þekkingu sína
og annarra. Við lausn verkfræðilegra
viðfangsefna verður alltaf að nota
margar leiðir og láta niðurstöðurnar
styðja hverja aðra. 1 sambandi við
framsetningu hönnunar eða skoðun-
ar er ekki síður mikilvægt að kenna
notkun talaðs og ritaðs máls, en
teiknun.
Oft er því borið við, þegar rætt er
um einhverja starfsemi hér á landi,
að fjárskortur hamli eðlilegri starf-
semi, og eru þá einhverjir vondir
menn í ráðuneytum eða ríkisstjórn,
sem skera niður allt, sem um er
beðið. Ekki er að efa, að þetta er
oft alveg rétt, en þó má vera, að
stundum sé þetta fyrirsláttur og
þægileg afsökun þeirra, sem ekki
hafa gefið sér tíma til að kynna sitt
mál nægilega vel fyrir ráðamönnum.
Til að höggva á þennan Gordions-
hnút leggur nefndin til, að skólinn
öðlist heimild til að taka skólagjöld
af nemendum slnum til þess að
standa straum af bóka- og tækja-
]