Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Blaðsíða 15
TÍMARIT VFl 1970
25
kaupum og öðrum kostnaði, sem op-
inberar fjárveitingar fást ekki fyrir.
Með slíku heimildarákvæði er skólan-
um vorkunnarlaust að afla sér fjár
til eðlileg:rar starfsemi. Þessi heim-
ild yrði svipa, bæði á stjórnmála-
mennina og stjórnendur skólans. Við
nemendur er það að segja, að í fyrsta
lagi er ódýrara að greiða skólagjöld
hér, en að kosta sig til náms erlendis,
og í öðru lagi er ekkert dýrara, bæði
fyrir nemandann og þjóðfélagið í
heild, en lélegur skóli.
1 okkar litla þjóðfélagi er það allt-
af vandamál, hvernig hægt sé að
halda uppi fyrsta flokks gæðum í
starfsemi, sem háð er starfshæfni
eins eða örfárra einstaklinga. Ef lé-
legur maður fær veitingu fyrir
embætti, þá getur hann setið þar í
marga áratugi og staðið í vegi fyrir
öllum eðlilegum framförum, og það
er svo til útilokað að losna við hann.
Ef það sama hendir með kennara við
Tækniháskólann, getur það haft þær
afleiðingar, að fjöldi árganga frá
skólanum verði illa menntaður og
jafnvel illa fær um að taka við
þeim störfum, sem þjóðfélagið hlýtur
að krefjast af honum. 1 stórum lönd-
um eru oftast margir háskólar og því
lítil hætta á að þeir verði allir slæm-
ir, enda myndast eðlileg samkeppni
milli þeirra, sem stuðlar að auknum
gæðum kennslunnar. Það er því
geysimikil nauðsyn fyrir okkur að
finna sem bezta leið til að tryggja
varanleg gæði kennslunnar. I þessu
sambandi vill nefndin leggja til, að
kennarar séu aðeins ráðnir til 5 ára
í senn. Ári áður en ráðningartíminn
er liðinn skal ráðning þeirra endur-
skoðuð. Við endurskoðun skal tekið
tillit til álits stúdenta á kennaraeig-
inleikum kennarans og þekkingu
hans á námsefninu. Einnig skal það
metið, hvort hann hafi unnið að
rannsóknum og aukið þannig við
þekkingu á sínu sérsviði, og hvort
hann hafi skrifað vísindagreinar um
það efni, og birt þær í viðurkennd-
um timaritum. Einnig skal tekið til-
lit til þess, að hve miklu leyti við-
komandi kennari hafi kynnt sina sér-
grein fyrir íslenzkum atvinnuvegum
og almenningi og aukið henni álit.
Með þessu er lagt til, að kennarar
gangi undir próf á 5 ára fresti bæði
hjá nemendum og öðrum hlutlægum
aðila, helzt stjórn skólans, ef hún er
til. Þetta getur reynzt slæmt fyrir
einstaka kennara, en séu þeir kenn-
arar látnir halda áfram störfum yrði
afleiðingin ennþá alvarlegri fyrir
stéttina og þjóðfélagið í heild. Alltaf
má gera ráð fyrir misbeitingu á slíku
valdi, en til lengdar er það hættu-
minna en léleg menntastofnun með
stöðnuðum hugsanagangi.
Auk kennslunnar þarf að vinna
markvisst að því að skapa sem bezta
aðstöðu til kennslu, tilrauna og rann-
sókna við skólann. Koma þarf upp
góðu tæknilegu bókasafni og nauð-
synlegt er að kenna stúdentum að
notfæra sér það. Laun kennara þarf
að hækka það mikið, að þeir geti
helgað sig kennslu og grundvallar-
rannsóknum á sínu sérsviði, enda eru
í þessu nefndaráliti gerðar kröfur um
að þeir geri það, og þeim ákvæðum
þarf að fylgja eftir, eins og rætt var
um hér að framan.
Eftirlit.
Það er ekki nóg að skapa góðan
skóla, það þarf að hafa gott eftirlit
með því, að gæðin haldist. Slíkt eft-
irlit þarf bæði að vera frá hendi skól-
ans sjálfs og frá utanaðkomandi að-
ila.
Samkvæmt lögum um rétt manna
til að kalla sig verkfræðinga, húsa-
meistara eða tæknifræðinga, nr. 44
frá 1963, má engum veita leyfi til að
kalla sig verkfræðing...... „nema
hann hafi lokið fullnaðarprófi í
verkfræði við fjöllistaskóla eða
tekniskan háskóla, sem stéttarfélag
verkfræðinga hér á landi viðurkenn-
ir, sem fullgildan skóla í þeirri
grein"....
Hér er skýlaus kvöð sett á herðar
VFl um að fylgjast með menntun
verkfræðingastéttarinnar í landinu.
Til að sinna þessu verkefni leggur
nefndin til, að VFl skipi launaðar
nefndir, eina fyrir hverja grein verk-
fræðinnar, sem kennd er hér við
Tækniháskólann. Þessar eftirlits-
nefndir skili stjórn VFl skriflegri
skýrslu árlega um störf sín.
Eftirlitsnefndirnar verða að kynna
sér námsefni, kennslu og kennsluað-
stöðu við erlenda háskóla og bera
það saman við námsefni, kennslu og
kennsluaðstöðu hér. Með kennslu og
kennsluaðstöðu er hér átt við viðhorf
stúdenta og kennara til skólans og
námsins, menntun, laun og vinnuað-
stöðu kennara, aðstöðu til tilrauna og
rannsókna, gæði bókasafns skólans
o. s. frv. Jafnframt verða eftirlits-
nefndirnar að prófa árlega nokkra
nýútskrifaða verkfræðinga til að
kynnast af eigin raun þekkingu
þeirra, og meta gæði skólans á þann
hátt eftir gæðum framleiðslunnar.
Þetta er að sumu leyti hliðstæð
starfsemi og framkvæmd er af
bandarísku verkfræðingafélögunum,
en þau fylgjast með gæðum sinna
skóla. Væri mjög æskilegt að fá
eftirlitsmenn þeirra hingað, t. d. á 5
ára fresti, til að athuga gæði
íslenzka skólans og ræða við nefnd
VFl og skólastjórnina. Bezt væri ef
slíkt mat gæti orðið grundvöllur fyr-
ir viðurkenningu bandarísku verk-
fræðingafélaganna, og þá um leiö við-
urkenningu bandarískra háskóla fyr-
ir prófum frá Tækniháskólanum.
Yrði þá auðveldari eftirleikurinn um
að fá viðurkenningu stéttarfélaga og
háskóla annarra landa.
Framkvæmdahraði.
Eins og áður er greint er nefndin
þannig skipuð, að einn maður er úr
hverri aðalgrein verkfræðinnar.
Nefndinni finnst því ekki eðlilegt, að
hún láti í ljós neitt álit á þvl, hve-
nær hefja eigi kennslu til lokaprófs í
einstökum greinum verkfræðinnar.
Nefndin telur nauðsynlegt að undir-
búa það mál mjög rækilega, m. a.
með því að gefa námsbrautanefndum
og eftirlitsnefndum færi á að starfa
og koma jafnframt á nauðsynlegum
skipulagsbreytingum. Tryggja verð-
ur, áður en kennsla er hafin, að þeir,
sem útskrifast, öðlist réttindi til að
kalla sig verkfræðinga, bæði hér
heima og erlendis. Að öðru leyti er
eðlilegt, að Tækniháskólinn ákveði
sjálfur, hvenær þörf sé á að taka upp
kennslu til lokaprófs í hverri grein.