Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Síða 17
TlMARIT VFl 1970
27
Stokkhólmi (K.T.H.) og Lundi
(L.T.H.).
Eitt af meginvandamálum verk-
fræðideildar er, hvernig gera á
stúdenta hlutgenga til síðarihluta-
náms við fjóra tækniháskóla, sem
allir kenna nokkuð mismunandi
námsefni fyrstu árin, án þess að
lengja námstímann eða hlaða á hann
um of. Erfiðleikar þessir munu fara
vaxandi með fjölgun stúdenta vegna
óhjákvæmilegra samninga við fleiri
erlenda verkfræðiháskóla til að
tryggja þeim skólavist við fram-
haldsnámið.
Núverandi kennsla til BA-prófs í
raungreinum miðast við þriggja ára
nám. Jafnframt raungreinanámi þarf
stúdentinn að ljúka prófi í kennslu-
fræðum. Heimspekideild annast
kennslu i þessum fræðum, en vegna
þess hversu nú háttar um kennsl-
una, reynist stúdentunum illkleift að
ljúka heildarnámi á skemmri tíma
en fjórum árum. Á þessu þarf að
verða breyting þegar í stað og hafa
heimspekideild verið sendar tillögur
þar að lútandi. Fylgja þær hér með
sem fylglskjal VIII.
Hin síðustu ár hafa verið gerðar
ýmsar breytingar á námi í verk-
fræðideild, flestar til að aðhæfa það
betur framhaldsnámi við tæknihá-
skólann í Þrándheimi. Ekki verður
gerlegt að halda öllu lengra á sömu
braut nema með lengingu námstím-
ans. Þróunin hlýtur því að verða
aukin kennsla í verkfræðilegum
greinum með þvi takmarki að út-
skrifa stúdenta með almennt próf
í hinum mismunandi höfuðgreinum
verkfræðinnar, þ.e. byggingarverk-
fræði, vélaverkfræði o.s.frv. Prófið
ætti ennfremur að tryggja aðgang
að sérgreinanámi við erlenda tækni-
háskóla, þar sem slíkri sérgreina-
kennslu verður ógerlegt að halda
uppi hér i náinni framtið.
Kennsla í fyrrihlutagreinum verk-
fræði þarf að verða fjölbreyttari og
eru þá einkum hafðar í huga eðlis-
og efnaverkfræði, þar sem aukin nýt-
ing náttúruauðæfa mun væntanlega
stórauka þörf fyrir tæknimenntaða
menn á þessum sviðum næstu ára-
tugi.
Þá má ekki gleyma því, að kennsla
í verkfræðideild er ekki eingöngu
fyrir verkfræðinema. Eins og áður
er minnzt á, er nú ennfremur kennt
til BA-prófa í stærðfræði, eðlisfræði,
efnafræði, líffræði og landa- og jarð-
fræði. Deildin hefur þvi þróazt úr
verkfræðideild I verkfræði- og raun-
vísindadeild, og hefur hún að sínu
leyti samþykkt slíka nafnbreytingu.
Með auknum stúdentafjölda mun
þessi kennsla einnig vaxa, í fyrstu
að fullkomnu fyrrihlutaprófi og síð-
ar að tilsvarandi lokaprófi og minnzt
var á varðandi verkfræði.
3. Kennarastöður og kennsluskylda
1 eftirfarandi áætlunum um þörf
á starfsliði verkfræðideildar er gert
ráð fyrir ferns konar kennarastöð-
um, þ.e.:
1. Prófessor
2. Dósent
3. Lektor
4. Stundakennari
Prófessorar og dósentar eru fast-
ráðnir starfsmenn háskólans. Að
jafnaði starfa þeir ennfremur i rann-
sóknastofnunum, sem beint eða ó-
beint verða tengdar háskólanum. Með
hliðsjón af mismunandi rannsókna-
starfi er kennsluskylda ákveðin 5-10
stundir í viku.
Lektorar eru að jafnaði fastráðn-
ir starfsmenn rannsóknastofnana
eða annarra fyrirtækja eða stofn-
ana, sem starfa á sviði fræðigreina
þeirra. Þeir eru ráðnir til 2-5 ára
í senn. Séu lektorar fastráðnir
starfsmenn rannsóknastofnana há-
skólans, skal í ráðningasamningi
kveðið svo á, að hluti af starfs-
skyldu þeirra sé kennsla allt að
fjórum stundum í viku.
Stundakennarar eru ráðnir til eins
árs í senn, að jafnaði til að annast
æfingakennslu.
4. Kennarar 1970
Núverandi kennslugreinum verk-
fræðideildar má skipta í fjóra aðal-
flokka, þ.e.:
a. Stærðfræðigreinir:
Stærðfræði, rúmfræði, hagnýt
stærðfræði og teiknifræði.
b. Eðlisfræðigreinir:
Aflfræði, eðlisfræði, efnafræði og
jarðeðlisfræði.
c. Verkfræðigreinir:
Hagfræði, burðarþolsfræði, vél-
fræði, efnisfræði, húsagerð, land-
mæling og raftækni.
d. Náttúrufræðigreinir:
Liffræði ög landa- og jarðfræði.
Núverandi kennsla í þessum grein-
um er, eins og áður segir, að jafnaði
160 stundir í viku. Þar af er kennsla
í náttúrufræðum um 20 stundir í
viku og eru umræðufundir þá ekki
meðtaldir. Það, sem eftir er, skiptist
nokkum veginn jafnt milli þriggja
fyrst taldra greinaflokka.
Á árinu 1970 má gera ráð fyrir, að
kennt verði til þriggja stiga bæði í
líffræði og landa- og jarðfræði og
verði kennslustundir þá um 75 í
viku í þeim greinum. Þá er fyrir-
hugað að taka upp kennslu í fyrri-
hluta eðlisverkfræði á þessu tíma-
bili, en það mun í upphafi ekki hafa
veruleg áhrif á kennaraþörf frá því,
sem nú er. Vegna aukins stúdenta-
fjölda, og að kenna þarf sérstaklega
fyrir stúdenta í BA-námi meira en
nú er gert, verður að gera ráð fyrir
auknum stundafjölda í hinum þrem-
ur fyrst töldu námsgreinaflokkum.
Er reiknað með að stundafjöldi verði
um 50 í viku í hverjum greinaflokki.
1 samræmi við ofanskráð er gerð
eftirfarandi áætlun um kennaraþörf
á árinu 1970.
Samkvæmt áætluninni fjölgar
prófessorum í stærðfræði-, verk-
fræði- og náttúrufræðigreinum um 1
í hverjum greinaflokki. Dósentum
fjölgar samtals um 6, en jafnframt
verði núverandi dósentsembættum
breytt eftir þvl, sem við verður kom-
ið, þannig, að dósentar verði ráðnir
með kennslu í verkfræðideild að að-
alstarfi.
5. Kennarar 1970-1975
Á þessu tímabili er ráðgert, að
kennsla í náttúrufræðigreinum verði
nokkuð aukin, kennslu í fyrrihluta-
greinum eðlisverkfræði verði að fullu
SKRÁ I Kennarar 1970
Greinafl. Prófessorar St.í Fjöldi viku Dósentar St.í Fjöldi viku Lektorar St. í Fjöldi viku Stundak. St. I Fjöldi viku
Stærðfræði 2 15 3 20 2 5 - 10
Eðlisfræöi 3 15 2 15 3 10 - 10
Verkfræði 2 20 2 15 - 15
Náttúrufræði 2 15 3 20 4 15 - 25
Samtals 9 65 10 70 9 30 (16) 60