Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Page 19
TIMARIT VFI 1970
29
Þá er hugsanlegt að taka upp
kennslu í húsagerðarlist, en hún er
t.d. liður í starfsemi verkfræðihá-
skóla í Noregi, Svíþjóð og Þýzka-
landi. Athugandi er, hvort ekki sé
ástæða til að hefja kennslu til
fyrrihlutaprófs fyrr en nú er,
og þá væntanlega með sam-
komulagi við háskóla í Noregi
og Sviþjóð. Ennfremur er æskilegt,
að aðstaða skapist til framhalds-
náms (postgraduate-náms) í nokkr-
um sérstökum greinum raunvísinda,
jafnvel fyrr á áætlunartímabilinu.
8. Heiidaryfirlit.
1 eftirfarandi skrá IV er heildar-
yfirlit yfir hugsanlega þróun verk-
fræðideildar, að því er varðar kenn-
ara og fjölda kennslustunda. Skráin
nær yfir þau tímabil, sem sundur-
liðaðar áætlanir hafa verið gerðar
um.
Um annað starfslið en kennara
hefur ekki verið fjallað hér að fram-
an, en í skránni er gerð lausleg áætl-
un um fjölda slíkra starfsmanna.
SKRÁ IV Starfslið og kennsla 1970-1980
1970 1975 1980
Starfsliö Fjöldi h/viku Fjöldi h/viku Fjöldi h/viku
Þrófessorar 9 65 14 95 22 170
Dósentar 10 70 14 110 24 185
Lektorar 9 30 17 60 28 100
Stundakennarar (16) 60 (30) 115 (50) 190
Aðrir 4 - 6 - 9 -
Samtals (48) 225 (81) 380 (133) 645
Fréttir Fréttir Fréttir
Ráðstefnur.
Dagana 20. 22. októbcr n.k. verður
haldin ráðstefna í Edinborg um dreif-
ingu raforku í Edinborg. Ráðstefnan
verður haldin á vegum Institution of
Electrical Engineers.
Framfarir í notkun rafreikna hef-
ur verið geysiör. Jafnframt þvi að
tölvumar verða hraðvirkari og flókn-
ari, verður í mörgum tilvikum æ ein-
faldara að nota þær. Það er ekki
lengur aðeins á færi þeirra, sem hafa
notið langrar þjálfunar, að vinna
með tölvur að lausn flókinna verk-
efna. Verkfræðingar, læknar, félags-
fræðingar og svipaðir hópar vinna
nú í ört vaxandi mæli með tölvunr.
Því hafa samskipti tölvanna og not-
enda þeirra orðið sífellt mikilvæg-
ari. Það sem fyrir örfáum árum
hefði hljómað sem skáldskapur er nú
stundum veruleiki. Þannig var ný-
lega haldin ráðstefna í Bretlandi um
efnið ,,Man-computer interaction“.
Dagana 16.-21. nóvember n.k. verð-
ur haldin í London ráðstefna um
mannvirkjagerð á vegum opinberra
aðila (public works and municipial
services). Jafnhliða ráðstefnunni
verður geysistór innanhússsýning á
margvíslegum tælcjum, sem notuö
eru við alla hugsanlega mannvirkja-
gerð. Að sögn þeirra, sem fyrir ráð-
stefnunni standa er þetta stærsta
sýning sinnar tegundar í Evrópu og
innanhússsýningarsvæðið yfir 40
þúsund fermetrar. Sem dæmi um
þau tæki, sem verða sýnd á sýning-
unni, má nefna:
malbikunarvélar
steypuvélar
kranar
tæki og áhöld fyrir teiknistofur
jarðvinnuvélar
hlífðarefni gegn tæringu
dælur
pípur
vinnupallar
dráttarvélar og ýtur
gröfur.
Frekari upplýsingar um ráðstefn-
una og sýninguna má fá hjá Public
Works and Municipal Services Exhi-
bition, 3 Clement’s Inn, London WC 2.
Leysisgeisli við
mannvirkjagerð.
Ein af merkustu uppfinningum
síðasta áratugs hefur nú verið tekin
I notkun við margvíslega mann-
virkjagerð. Leysir er ljósgjafi sem
sendir frá sér samfasa ljós og er því
hægt að beina ljósinu í örgranna
geisla, sem eru nærri fullkomlega
samsíða, þannig að ljósið dreifist nær
ekkert. Slíkur geisli er að sjálfsögðu
kjörinn til að festa beina línu.
Hin síðari ár hafa leysarnir jafnt
og þétt orðið ódýrari í framleiðslu,
og einfaldari að gerð og í notkun.
Notkunarmöguleikarnir hafa jafnt
og þétt aukizt. Elliott Automatic
Radar Systems Ltd. í Englandi setti
nýlega á markaðinn lítinn og hand-
hægan leysi, sem ætlaður er til notk-
unar við mannvirkjagerð. Eftir að
leysirinn hefur verið settur upp og
stefna hans stillt hefur fengizt þráð-
bein lina, sem mjög fljótlegt er að
hafa til miðunar. Slíkir leysar eru
mjög hagkvæmir þar sem þarf að
hafa t.d. jafnan halla, gera löng og
bein göng, vegi og margt fleira.
Stærð leysisins er 70x8x9 cm og hann
vegur 7 kg.
Tímarit VerkfræðiiiKafélags Islands kem-
ur út sex sinnum á. ári. Ilitstjóri: Páll
Theódórsson. llitncfml: Dr. Gunnar Sig-
urðsson, Jakob Björnsson, Vilhjáimur
Lúövíksson, Þorbjöm Karlsson og Birgir
Frímannsson. Fram.kv.stj. rltnefndar:
Gísli Ólafsson.
STEINDÓRSPRENT H.F.