Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Qupperneq 21

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1970, Qupperneq 21
TlMARIT VFl 1970 31 SU OUS OAT* Þegar á þessu ári er gert ráð fyrir að hefja framkvæmdir við byggingu fyrsta áfanga að nýju kennsluhúsnæði fyrir Verkfræðideild. Myndin sýnir staðsetningu byggingarinnar. holti, en fyrstu tvö ár námstímans munu stúdentarnir hins vegar stunda nám í undirstöðugreinum á svæðinu við Suðurgötu. Kennslubyggingar Áður en langt um líður má gera ráð fyrir, að verkfræðideild skiptist í skorir eftir kennslugreinum. Miðað við núverandi kennslu liggja fyrir tillögur um skiptingu í stærðfræði-, eðlisfræði-, verkfræði- og náttúru- fræðiskor, en með aukinni kennslu mun án efa verða frekari skipting, t.d. þannig að verkfræðiskor skipt- ist í byggingar-, véla-, rafmagns- og efnaverkfræði og náttúrufræðiskor í líffræði- og jarðfræðiskor. Við hönn- un einstakra kennslubygginga þarf að hafa þessa skiptingu í huga, og meginstefnan hlýtur að verða sú, að hver skor fái sína byggingu til um- ráða. 1 sérhverri kennslubyggingu er því rétt að gera ráð fyrir skrifstofu- húsnæði með aðstöðu til fjölritunar og annars þess háttar, bókasafni vegna sérþarfa skorarinnar ásamt tilheyrandi lesstofum og lítilli kaffi- stofu með eldhúsi. 1 tillögum nefnd- arinnar er gert ráð fyrir, að fyrir- lestrarstofur verði aðallega þrenns konar, þ.e. 4,5x7,5 ms með um 18 sætum, 6x7,5 m: með um 36 sætum og 12x7,5 m- með um 72 sætum. Að auki verður svo að reikna með ein- stöku stærri stofum, sem rúmi um 144 manns í sæti. Æfingastofur eru allar fyrirhugaðar 9x7,5 m- að flat- armáli með um 18 sætum hver. Skiptast þær í eðlisfræði-, efnafræði- og teiknistofur, en i hinum síðast- töldu er einnig gert ráð fyrir reikni- æfingum og umræðufundum. Jafn- framt myndu teiknistofur stúdenta, sem lengra eru komnir í námi, verða notaðar sem lesstofur þeirra. Yfir- leitt er reiknað með að hverjum tveimur kennslustofum fylgi herbergi 3x7,5 m2, þar sem geymd verða ýmis kennslugögn. Jafnframt verða her- bergi þessi notuð til undirbúnings að verklegri kennslu og sem vinnuher- bergi þeirra kennara, sem ekki eru fastráðnir að viðkomandi skor. Vinnuherbergi fastráðinna kennara eru fyrirhuguð um 3x5,5 m- auk um 6 m2 anddyris, þar sem einnig verða skjalageymslur. Við fullnaðarhönnun kennslubygg- inga telur nefndin að hafa beri m.a. eftirfarandi í huga: Allar kennslu- stofur skuli njóta dagsbirtu, en jafn- framt verði hægt að myrkva þær. 1 stærstu stofum verði aðstaða til kvikmyndasýninga og í öllum stof- um verði gert ráð fyrir myndvörpum og öðrum slíkum kennslutækjum. Séð verði fyrir stórum töfluflötum, t.d. á þann hátt, að hluta þeirra verði hægt að skjóta til hliðar frá töflum, sem bak við standa. Ekki er talin á- stæða til að gera ráð fyrir sérstök- um loftræstibúnaði í kennslubygg- ingum nema í stofum til verklegra æfinga í efnafræði og frá kaffistof- um og eldhúsi. Húsnæðisþörf 1970-1975 Miðað við fyrirhugaða kennslu á háskólaárinu 1969-1970 má gera ráð fyrir, að nauðsynlegt kennslu- húsnæði á því ári verði 2 fyrirlestr- arstofur með* um 18 sætum hvor, 2 með 36 sætum hvor og ein með 72 sætum. Ennfremur 5 teiknistofur með 18 sætum hver og 2 stofur til verklegra æfinga i efnafræði m»ð 18 sætum hvor. Hér er þá gert ráð fyr- ir, að verkleg kennsla í eðlisfræði verði áfram í gömlu loftskeytastöð- inni við Suðurgötu og að verkleg kennsla í náttúrufræðum verði í húsi Atvinnudeildar Háskólans. Á árabilinu frá 1970-1971 er gert ráð fyrir að tekin verði upp kennsla til fyrrihlutaprófa í eðlis- og efna- verkfræði, aukin kennsla til kenn- araprófa í stærðfræði, eðlisfræði og náttúrufræðigreinum og kennsla í síðarihlutagreinum verkfræði. Nefnd- in hefur reynt að gera sér grein fyrir húsnæðisþörfum deildarinnar við lok þessa tímabils og eru niðurstöður þeirra athugana í eftirfarandi skrá, en jafnframt er gert ráð fyrir að verkleg kennsla í náttúrufræðigrein- um verði áfram í húsi Atvinnudeild- ar. Þar verði ennfremur sköpuð vinnuaðstaða fyrir kennara í þeim greinum «g lesaðstaða fyrir stúdent- ana, en á rannsóknaaðstöðu hefur verið minnzt áður. Fjórir af sex föstum kennurum verkfræðideildar hafa nú vinnuherbergi í húsakynn- um Raunvisindastofnunar, en gert er ráð fyrir, að þeir verði átta við lok umrædds tímabils. 1 áætlunum um húsnæðisþörf hef- ur, eins og áður var minnzt á, eink- um verið stuðzt við nefndarálit um líklega „Þróun verkfræðideildar ára- tugina 1970-1990“. Þar er gert ráð

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.