Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1875, Page 30

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1875, Page 30
Februar 14. Ivonúngl. Auglýsíng til Íslendínga um hina nýju stjórnarskiá. — s. d. Tilskipun um ábyrgð fyrir eldsvoða á Reykjavíkur kaupstað o. fl. — 28. Tilskip. um breytíng á 307. gr. í hegníngarlögunum. SOLMERKIN. A Latínu eru nöfn allra merkjanna í sólmerkjahríng (dýra- reiminrii, Zodiacus), talin austur eptir, bundin í þessari vísu: Sunt aries, taurus, gemini, cancer, leo, virgo, libraque., scorpius, arcitenens, caper, amphora, pisces. íngimundur prestur Gunnarsson í Gaulverjabæ (-j- 1755) sneri þessu í íslenzk Ijóðmæli, þannig: Eg leit hrútinn, uxann með, einnig tvíburana, krabbann, ljónið senn fékk séð, sætti að hitta meykvendið. Metin.höggorm með skotmann mun eg líka finna, vantar steingeit, vatnsberann, væri skár ef fiska kann. STJARNA HEITI NORRÆN. [eptir eiginhandar riti skáldsins stra Þorláks Þórarinssonar, prests að Möðruvalla klaustri 1745—J773> °S prófasts í Eyja- fjarðar sýslu, í safni Bókmentafélagsins i Khöfn Nr. 68 ( 8vo.; sbr. Þorláks kver, 2. útg. bls. 279—280.— Leiðarvísir Bjarnar Gunnlaugssonar til að þekkja stjörnur: Boðsrit Reykjavíkur skóla 1845 og 1846, er hér merktur BG 45 og BG 46.] I. Norræn stjarna nöfn skal tjá norðr og suður himnum á: Týr, Þór, Óðinn telja má, Tarfsins auga hlær. II. Hérinn, Lýrin, Hyndlan smá, Hrútrinn, Jórinn, Pílan blá, Úlfrinn, Hrafninn, Örnin há, Asnafolum kær. I. Týr, þ. e. Mars; þar við er kenndur Týsdagur eða þriðju- dagur, sbr. Rímbegla bls. 112. Þór, þ. e. Jupiter; við hann er kenndur Þórsdagur eða fimtudagur, sbr. Rfmb. sst. Óðinn, þ. e. Merkurius; við hann er kenndur Óðins- dagur eða miðvikudagur, sbr. Rímb. sst. Tarfsins auga, þ. e. augað á Tatfinum eða nautinu ( Uxamerki, í nánd við sjöstirnið; sú stjarna heitir hjá stjörnufræðíngum Aldebaran (BG 4610). II. Hérinn, suðurmerki nálægt Eridanus, í fylgð með Uxamerki (BG 4653). Lýrin, mun vera sama sem Lyra eða Harpan. Þar er stór stjarna Blástjarnan, sem stjörnufræðíngar kalla Vega, eða Alpha Hörpunnar (BG 45‘t6). (28)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.