Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1875, Qupperneq 33

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1875, Qupperneq 33
VII. Haustyrkjuna höldar þrá, Hindarkálfur rann að lá. Fjóskonurnar fylla spá, fram Sjöstirnið rær. VIII. Hver Örvendils talin tá tigni þann, er æðstum Ijá storðir dýrð um stunda krá. Stakan vikið fær. maðurinn, sem stjörnufræðíngar knlia á Latínu auriga; Kerrumaður heidur á geit, og er Kaupmannastjarnan einkennilegust í þessu stjörnumerki (BG 4537). Þrlhyrníngur; þeir eru nú ánefndir tveir til stjörnu- merkja, og er hér án efa átt við þann hinn stærra (BG 4536). Altari er suðurmerki, á Latínu ara, það er í nánd við Sporðdreka (BG 457). Vatnsgýgurin mun vera sama og Vatnsmaðurinn (Hydra), það er suðurmerki og liggur fyrir sunnan Krabba, Ljón og Meyjarmerki (BG 4Ó28). VII. Haustyrkjan er stjarna á hægra væng meyjarinnar f Meyjarmerki; stjörnufræðlngar kalla hana Vindemialrixr eða Epsilon Meyjarinnar (BG 4Ö28). Hindarkálfur mun líklega vera það stjörnumerki, sem annars er kallað Hreindýrið (BG4521). Verðirnir eru tvær stjörnurnar hinar skærustu í Litlu-Birnu, sem fyr var getið; þær eru af sumum kallaðar Kálf- arnir (BG 4513). Fjóskonurnar eðaFjósakonurnarerunefndaráðurvið Maríurokkinn eða Órion (III.), að þær eru beltið Orions (BG 4631). Sjöstirnið eða Sjöstjarnan, alkunnasta stjörnumerki hjá oss; það liggur á hálsi eða baki uxans í Uxamerki og heitir latínsku nafni Plejades. Alkyone heitir stjarna, sem er stærst í sjöstirninu (BG 45i6-s°)- VIII. O r v e n d i 1 s-t á er haft hér eins og almenn stjörnukenning. í Snorra-Eddu er sagt frá, að Þór bar Örvandi! hinn frækna í meis á baki sér norðan yfir Elivoga úr Jötunheimum, og kól af Örvandil ein táin, sem stóð út úr meisnum, en Þór braut hana þá af og. kastaði upp á himin og. gerði af stjörnu þá er heitir Örvand- ils-tá. Nafnið Örvandill hefir nokkurn svip af Orioni, og báðir voru jötnar, en á vestara fæti Orions er merkistjarna mikil, sem stjörnufræðlngar kalla Rigel, kann vera sú hin sama hafi verið kölluð Örvandils-tá. (31)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.