Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst
MÁNUDAGUR 14.JÚNÍ2004 3
Gamla myndin var tek-
in árið 1964 en þá komu
fyrstu tölvurnar til lands-
ins. „Ég vann við þessa
tölvu í fimm ár og þótt hún
hafi ekki verið nein firam-
úrstefnutölva þá reyndist
hún okkur vel,“ segir Helgi
Sigvaldason, verkfræðing-
ur .En hann sést hér á
myndinni ásamt Þórhalli
M. Einarssyni sem þá var
tæknimaður hjá IBM,
Ragnari Ingimundarsyni,
verkfræðingi, Oddi Bene-
diktssyni verkfræðingi, og
Magnúsi Magnússyni, pró-
fessor. Tölvan sem sést á
myndinni var rafeinda-
reiknir sem Raunvísinda-
stofnun Háskóla íslands
hafði fengið í sína notkun.
„Ég hafði unnið við fyrstu
tölvurnar sem komu til
Danmörku á árinu 1960.
Þær tölvur voru mun full-
komnari," segir Helgi og
bætir við að þeir menn
sem sjást hér á myndinni
hafi allir áður unnið við
tölvur erlendis svo þeir
hafi ekki verið haldnir
neinni tölvuhræðslu.
„Þetta ár komu tvær tölvur
hingað til lands. Önnur til
Háskólans en hin fór til
Reykjavíkurborgar. Okkar
tölva hafði ágæta reikni-
getu og var mun fullkomn-
ari.“ Tölvan kostaði á við
stórt einbýlishús og var á
þeim tíma talin afar öflug.
Spurning dagsins
Hverjir verða Evrópumeistarar?
Frakkar með besta liðið
„Það erengin spurning að það verða
Frakkar vegna þess einfaldlega að þeir eru
með besta liðið og því munu þeir vinna
þetta mót. Ég held hins vegar afgömlum
vana með frændum okkar Dönum sem ég
held að fari ekki langt í ár. En ég mun
styðja þá á meðan þeir eru í keppninni það
er ekki spurning."
Bjarni Felixson, íþróttafréttamaður
„Ég myndi
segja Frakk-
land. Ég hef
mjög gaman
affranska lið-
inu og þeir
hafa líka
Henry og Zi-
dane sem eru lang bestir ídag. “
Dóra María Lárusdóttir,
knattspyrnukona í Val
„Ég held að
Frakkar verði
Evrópumeistar-
ar en ég held
með Portúgal
og Englandi.
Ástæðan er
frekar einföld. Efég fer yfir liðið
þeirra þá sé ég leikmenn sem ég
vil fá í Man. United I allar stöður
sem er vísbending á gott. Við
erum að taka upp Svínasúpu
núna en ég reyni að fylgjast
með þessu eins og ég get. “
Auðunn Blöndal,
sprelligosi
„Ég segi að
það verði
Hollendingar
vegna þess að
þeirra tími
hlýtur að vera
kominn. Ég
keypti mérhollenska treyju úti á
Krít og hún verður ennþá flott-
ari efþeir vinna þetta. Ég held
samt með Italíu"
Baldur Kristjánsson,
söngvari
„Ég hefeigin-
lega bara ekki
hugmynd. Ég
veit hins vegar
að keppnin er I
gangi vegna
þess að Heimir
samstarfsmaður minn errosa-
lega spenntur og ætlar að horfa
á þetta alla helgina. Ég ætla
samt að skjóta á að Þýskaland
vinni þetta því þeir vinna alltaf
þegar enginn býst við því. “
Inga Lind Karlsdóttir, sjón-
varpskona
Nú stendur Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu yfir.
Um dauða mús
í kirkju
Séra Jón Þorláksson (1744-1819)
var prestur á Bægisá á Norðurlandi
og mikilvirkt skáld og ljóðaþýðandi.
íslensk ljóð
.. er
hann fyrir að hafa þýtt á íslensku
kvæðabálkinn Paradísarmissi eða
Paradise Lost eftir enska skáldið
John Milton. Er það mikill og þung-
ur kveðskapur. En Jón orti líka kát-
legri ljóð og þar á meðal er kvæðið
Um dauða mús í kirkju þar sem
presturinn veltir fyrir sér sorglegum
örlögum músargreys sem hann hef-
ur fundið á kirkjugólfinu og kennir
kettinum um.
Ei er forvitnin öllum hent,
einatt hún skaðar drótt,
fallega músar færþað kennt
feigðar-áræðið Ijótt;
skyldi hún hafa æfi ent
eða drepistsvo fljótt,
hefði ei skollinn hana sent
i helgidóminn um nótt?
Fegurð kirkjunnar fýstist sjá,
fór svo þar grandlaus inn;
kötturinn sem í leyni lá
og lést vera guðrækinn,
heiftarverk framdi henni á,
helvískur prakkarinn.
Ætti því stríða flenging fá
fyrir þann stráksskap sinn.
Köttur leikur
sér að mús Rétt
eins og í kirkjunni
að Bægisó.
Þá myrkur-drauga músaher
minnast eg þar á bið:
úti við hauga uni sér,
elskandi spekt og frið.
f kirkjum að spauga ekki er
ormanna hæfi við;
kattarins auga brátt að ber,
birtunnar þarfei lið.
HANNÁEKKIEINN
EINASTA ÓVIN -
EN ALLIR VINIR
HANSHATAHANN.
BANDARlSKI GRÍNISTINN
EDDIE CANTOR UM ÓNEFND-
AN KUNNINGJA SINN.
Leiklist og
Ijósmynair
Baldvin Halldórsson, leikari og leikstjóri, er faðir þeirra Páls Baldvins
Baldvinssonar, leikstjóra og gagnrýnanda og Ingu Láru Baldvinsdóttur,
fagstjóra myndasafns Þjóðminjasafns Islands. Kona Baldvins og móðir
Páls Baldvins og Ingu Láru er Vigdís Pálsdóttir, lektor. Baldvin erson-
ur hjónanna Steinunnar Guðrúnar Jónsdóttur húsmóður og Hall-
dórs Jónssonar bónda. Hann er einn afástsælustu leikurum þjóðar-
innar. Arið 1973 hlauthann Silfurlampann, viðurkenningu Félags ís-
lenskra leikdómenda, og vakti mikla athygli þegar hann afþakkaði
verðlaunin. Páll Baldvin er þekktur fyrir skelegga leiklistar- og bók-
menntagagnrýni og Inga Lára hefur staðið fyrir áhugaverðum sýningum
Þjóðminjasafnsins á Ijósmyndum frá fyrri tlmum.
FORSETAKOSNINGAR 26. JÚNÍ 2004
Kjörskrár og kjörstaðir í Reykjavíkurkjördæmi
suður og Reykjavíkurkjördæmi norður
Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum suður
og norður vegna forsetakosninga 26. júní
n.k. liggja frammi almenningi til sýnis í
Ráðhúsi Reykjavíkur frá 16. júní n.k. fram á
kjördag. Vakin er athygli á að kjörskrárnar
verður einnig að finna á heimasíðu Reykja-
víkurborgar: www.reykjavik.is.
KJÖRSTAÐIR f KJÖRSTAÐIR í
REYKJAVÍKURKJÖRDÆMI SUÐUR: REYKJAVÍKURKJÖRDÆMI NORÐUR:
Hagaskóli Ráðhús
Hlíðaskóli Kjarvalsstaðir
Breiðagerðisskóli Laugardalshöll
Ölduselsskóli íþróttamiðstöðin í Grafarvogi
(þróttamiðstöðin við Austurberg Borgaskóli
Árbæjarskóli Klébergsskóli Kjalarnesi
Kjörfundur hefst laugardaginn 26. maí kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00.
Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi, sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki,
getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði.
Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér
hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athuga-
semdum við kjörskrárnar skal beina til
borgarráðs, sendist skrifstofu borgarstjórn-
ar, Ráðhúsi Reykjavíkur.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis suður
mun á kjördegi hafa aðsetur í Hagaskóla
og þar verða atkvæði talin. Símanúmer yf-
irkjörstjórnarinnar verður á kjördegi 563
2235.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis norður
mun á kjördegi hafa aðsetur í Ráðhúsi
Reykjavíkur og þar verða atkvæði talin.
Símanúmer yfirkjörstjórnarinnar verður á
kjördegi 563 2210.
Borgarstjórinn í Reykjavík
Yfirkjörstjórnin í Reykjavíkurkjördæmi suður
Yfirkjörstjórnin í Reykjavíkurkjördæmi norður