Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2004, Blaðsíða 8
8 MÁNUDACUR 14. JÚNÍ2004 Fréttir DV Skrifará kaffihúsum Metsöluhöfundi Harry Potter bókanna, J.K. Rowl- ing, finnst ennþá best að fara á kaffihús til að skrifa um galdrastrákinn. í fyrstu leitaði hún þangað til að flýja köldu íbúðarholuna sem hún bjó í en núna þeg- ar hún á risa villu fer hún samt á kafiihúsin. „Maður er ekki eins einmana og svo þarf maður ekki að hella upp á sjálfur," sagði millj- arðamæringurinn Rowling. „Svo ef mér dettur ekkert í hug þá labba ég á næsta kafiihús og hreinsa hugann á meðan." Loftsteinn lenti á húsi Fjölskylda á Nýja-Sjá- landi komst í óþægilega snertingu við himingeim- inn þegar loftsteinn lenti á húsi þeirra. Loftsteinninn var á stærð við greipávöxt og skaust í gegnum þakið og lenti ofan á sófa. „Við héldum að þetta væri sprenging því það var ryk allstaðar." Litlu munaði að grjótið endaði á ársgömlu barni en þá hefði ekki verið spurt að leikslokum. Steinninn er sá níundi sem vitað er um á Nýja-Sjálandi en sá fýrsti sem lendir á húsi. Bjargað af þyrlu Maxine Carr var bjargað af þyrlu eftir að reiður múgurinn ætlaði að ráðast á hana. Carr er fyrrverandi kærasta barnamorðingjans Ian Huntíey. Hún sat helm- inginn af 42 mánaða dómi sínum fyrir að veita Ian fjarvistarsönnun og hefur fengið ný skilríki og leyni- legt aðsetur. Hatrið í henn- ar garð er gríðalegt og þeg- ar upp komst um aðsetur hennar flykktust hópar manna að heimili hennar. Lögreglan varð að bjarga Maxine með því að draga hana upp í þyrlu og fara með hana á öruggari stað. Fjölbrautarskólinn í Ármúla er alvarleg brunagildra. Þar er engin neyðarlýsing, brunahólfun er ábótavant og flóttaleiðir hafa verið tepptar. Kröfum slökkviliðs- stjóra um úrbætur er ekki sinnt. Beita á dagsektum til að knýja Fasteignir ríkisins til að koma málunum í lag. Sölvi Sveinsson skólameistari taldi allt vera í fínu lagi. Þúsund manns í bpunanildpu „Ég vissi ekki ann- að en að þetta væri í fínu lagi. Ég þarfaðskoða þetta á morgun." Vi Hrólfur Jónsson Má sekta rlkiðum 14.600 krónurá hverjum virkum degi sem llður I har til brunavörnum í Fjoi' brautarskólanum I Ármula \ hefur verið komiðl lag. | Sölvi Sveinsson rja, hver andskot- inn,“ segir skóla- meistari. WU.nÍiimt&iSZ Fasteignir ríkissjóðs verða sektaðar um 14.600 krónur á dag þar til brunavörnum í Fjölbrautarskólanum við Ármúla hefur verið komið í viðunandi horf. Skólameistari hélt, þar til DV kynnti honum málið í gær, að eldvarnir skólans væru „í fínu" lagi. Það er þær ekki. Þeim er alvarlega ábótavant. „Hér er um að ræða alvarlegt brot á lögum um brunavarnir og bruna- mál auk byggingareglugerðar," segir í bréfi forvarnardeildar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til Fasteigna ríkissjóðs vegna Fjölbrautarskólans við Ármúla. Bréf forvarnardeildarinnar var sent fýrir rúmum mánuði til að hóta dagsektum vegna þess að meira en ársgömlum kröfum hafði ekki verið sinnt um úrbætur á brunamálum í Fjölbrautarskólan- um við Ármúla. Nú hefur borgar- ráð samþykkt 14.600 króna dag- sektir þar sem brunavarnir skólans eru enn í lamasessi. Langur syndalisti Fulltrúum slökkviliðsstjóra leist ekki á blikuna eftir að þeir skoðuðu sig um í Fjölbrautarskólanum í Ár- múla (FÁ) í lok aprfl í fyrra. Eftir út- tektina sendu þeir Fasteignum ríkissjóðs langan lista yfir atriði sem voru í ólagi. Gegnumgangandi fyrir álmur og hæðir skólans var að neyðarlýsingu vantaði, flóttaleiðir vom læstar eða tepptar og að einstakir hlutar bygg- ingarinnar vom ekki aðskildir með brunaveggjum og brunahurðum. Þá vantaði brunaslöngur og björgunar- op í kennslustofum voru ómerkt. Um miðjan maí í fyrra var Fast- eignum ríkissjóðs gefinn þriggja mánaða frestur, fram í miðjan ágúst, til að lagfæra bmnavarnir FÁ. Yrði úrbótum ekki sinnt mátti búast við dagsektum og að tryggingafélagi byggingarinnar yrði gert viðvart um ástandið. Að ári liðnu, fyrir rúmum mán- uði, var úrbótunum ekki lokið. í bréfi til borgarráðs fyrir rúmri viku útíistar Bjarni Kjartansson, fram- kvæmdastjóri forvarnardeildar slökkviliðsins, þá ágalla sem valda dagsektunum vegna FÁ. Þar segir að bmnahólfun byggingarinnar sé mjög ábótavant, neyðarlýsing sé ekki í byggingunni, fjöldi útiljósa sé ekki nægjanlegur auk þess sem reyklosunarlúgur úr sal á 1. hæð séu ekki tengdar við bmnavarnar- kerfi. Skólameistari kemur af fjöll- um Þegar DV ræddi við Sölva Sveins- son skólameistara í gær sagðist hann alls ekkert hafa heyrt um það að beita dagsektum vegna ástands Fjölbrautarskólinn í Ármúla Hér eru eitt þúsund manns við nám og störfámeðan skólahalder. Komiupp | eldur er þetta fólk I al- varlegri brunagildru. brunavarna í skólanum sem hann stýrir og í em 900 nemendur auk 80 til 90 starfsmanna: „Ja, hver andskotínn. Ég vissi ekki annað en að þetta væri í fi'nu lagi. Ég þarf að skoða þetta á morgun," sagði skólameistarinn sem taldi að unnið væri að bmnavörnum skólans í góðri sátt við slökkviliðið og eld- varnareftirlitið sem kemur í skólann á hverju ári: „Við vinnum eftir tiltekinni áætíun og þeir gera athugasemdir ef við fylgjum henni ekki eftir og það höfum við gert. Það er ýmis- legt sem þarfnast úrbóta en það er unnið að því samkvæmt áætlun. Það er fitílt af framkvæmdum í gangi varðandi eldvarnir, til dæmis varðandi bmnahólfun,“ sagði Sölvi Sveinsson. gar@dv.is 1 1 1 1 * - J Þrír Portúgalar voru reknir eftir að þeir veittu DV viðtal Ein uppsagnanna til skoðunar Málefni portúgölsku verkamann- anna þriggja sem að sögn var sagt upp störfum við Kárahnjúka fyrir helgi, í kjölfar viðtals sem þeir veittu DV, hefur að verið til meðferðar hjá trúnaðarmönnum starfsmanna á svæðinu um helgina.. Eins og fram kom í DV á laugar- daginn hefur þremur af sex Portú- gölum, sem umrædd viðtal var við, verið sagt upp störfum. Ágreiningur er um ástæður uppsagnanna sem einn hinna reknu þremenninga seg- Hvað liggur á? ir vera vegna viðtalsins. Vitnar hann í orð fitíltrúa starfsmannaleigunnar Select sem tilkynnti honum á föstu- dagsmorgun að honum hefði verið sagt upp vegna viðtalsins þar sem Impregilo og starfsmannaleigurnar Nett og Select hlutu harða gagnrýni Portúgalanna. Samkvæmt heimildum DV vill þó Impregilo meina að brottrekstur mannanna sé til kominn vegna brota á reglum fýrirtækisins og að mennirnir þrír sem um ræðir hafi allir verið búnir að fá skriflegar Helga E. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Grimunnar - íslensku leiklistarverð- launanna: „Það Hggur svo sem ekkert lífið á neinu núna. Það er búið að hnýta flesta hnúta varðandi Grímuna, uppskeruhátíð leiklistarinnar sem haldin verður á mið- vikudagskvöld. Hreingerningunni er nokkurn veginn lokið, það á bara eftir að pakka gjöfunum fallega innsvo allir verði glaðir þegar þær verða opnaðar. Nú á maður bara eftir að koma sér í sparifötin. Markmið hátíðarinnar erað leikhúsfólk komi saman og njóti árangurs erfiðis síns og áhorfendur gleðjist með okkur." áminningar. Þessu hafnaði einn þremenninganna í samtali við DV nú um helgina og fullyrti að um fyrirslátt væri að ræða hjá Impregilo sem reiðst hefði vegna orða þeirra í umræddu viðtali. Fulltrúar starfsmanna á svæðinu sögðust í samtali við DV fyrir helgi hafa fengið þær skýringar frá Impregilo á brottrekstri þremenn- inganna að um ítrekaðar áminning- ar hefði verið að ræða og því hefði fyrirtækið gripið til þess ráðs sem að framan greinir. Oddur Friðriksson sagði þá í samtali við DV að hann gætí ekki annað en tekið skýringum fýrirtækisins sem góðum og gildum með vísan til áminninga þeirra en kvaðst þó finnast tímasetning upp- sagnanna dularfull. Eftir að hafa farið yfir ástæður uppsagnanna um helgina hafa hins vegar fulltrúar starfsmanna ákveðið að ekki séu nægileg rök fyrir einni af þremur uppsögnum fyrirtækisins. Þetta staðfestí einn fttíltrúa starfs- fólks í samtali við DV í gær. Að sögn hans munu fttíltrúar starfsmanna gera formlegar athugasemdir við fýrirtækið vegna uppsagnar eins starfsmanns- ins í dag. Burtreknu Portúgalarnir Fulltrúar stétt- arfélaga á svæðinu gera athugasemd við uppsögn eins þeirra en hinir eru farnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.