Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 81
Sá seki: Ojá! jeg hef altaf haldið að jeg hefði enga æru,
en jeg sje nú að jeg hef átt eitthvað af henni, fyrst jeg á að
missa hana.
* *
%
Dómarinn: mjer list svoleiðis á þig, að þú munir vera
meira en meðal þorpari.
Sökudólgurinn: Ó nei! herra dómari, jeg er ekki eins
mikið þrælmenni eins og þjer — löng þögn — álitið.
*
Málafærslum: þú hefur kallað mig þjóf og fant svo margir
heyrðu, jeg lögsæki þig fyrir það.
Bóndinn: Hum, ekki hefi jeg nú sagt það, Iierra minn, cn
jeg hef kanske hugsað eitthvað líkt þessu.
*
. * *
Irskur hermaður var að raupa af hugrekki sínu og hreysti,
gegnir þá annar fram í og spyr, hvernig á því stæði, að hann
íiefði tvisvar flúið úr bardaga. Jeg skal seigja þjer það, svaraði
Irinn, »])ó jeg hafl ljónshjarta þá hef jeg' hjerafætur, sem eru
svo hræddir, að þeir Iilaupa í hvert skipti burtu með mig, þegar
til stórræðanna kemur.
*
Nirfillinn og svínið, likist hvort öðru í þvi, að enginn hefur
gagn af þeim fyrri en eptir dauðann.
* *
Presturinn: Jeg seigi þjer satt Jón minn, að jeg verð
feginn þegar jólin cru liðin, það er ekki spaug að þurfa að
prjedika þrjá helgidaga í röð.
Bóndinn: Jeg get trúað því prestur góður, en jeg held að
það sje þó ennþá verra, að þurfa að sitja í kulda og hlusta á
það allt saman.
*
* *
Fyllirúturinn er að tala við sjálfan sig í túnglsljósi. Aumingja
tungl garmskinns greyið, það á þó ekki eins gott og jeg, jeg
get verið fullur allan mánuðinn, en það ekki nema cinu sinni
i mánuði.
* *
Magnús Stephensen í Viðey hafði að vanda, farið snemma á
fætur, og sjer mann vera að hringsólast kringum húsið, og seigir
við hann »]>ú ert að leita að einhverju Hrólfur minn«.
Ö já, jeg er að leita að andskotanum, menn seigja að hann
hafi týnzt úr Sálmabókinni og öllum Viðeyjarbókunum.
* ’ . . *
Voltaire: hrósaði eitt sinn rithöf., fyrir hvað hann ritaðivel.
Vinurinn: »Hann hrósar Jijer samt ekki, jeghefheyrtliann
seigja, að þú væri bæði raupsamur og gikkslegur.
Voltaire: Svo sagði hann það? — ]>að er annars ekki
óliklegt, að við höfum misskilið hver annan.
*